Tökum Grikki til fyrirmyndar
8.12.2008 | 14:43
Við getum ýmislegt lært af vinum okkar grikkjum um hvernig á að láta mótmæli bera árangur.
Átök við gríska sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brenna verslanir, banka og bíla, reisa götuvirki og grýta lögreglumenn, er það tillaga þín? Í gær var búið að brenna 31 verslun í Aþenu skv. fréttum á SkyNews, engar tölur um bílafjöldann, en myndirnar töluðu sínu máli. Auk þess var tiltekið að kveikt hefði verið í mörgum bönkum. Óeirðirnar ná til alls landsins.
Ég veit að blóðið rennur varla í æðum Íslendinga, - en mér finnst að þarna megi eitthvað á milli vera.
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:57
Hvað villtu gera þegar sjórnvöld hlusta ekki á fólkið i valdahroka sínum og taka að sér skuldsetningar sem aldrei þurfti að taka ?
Leggjast á bæn meðan þú ert rænd ?
Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 15:06
Vandamálið með íslendinga er að okkur finnst svo mikið og höfum svo sterkar skoðanir heima hjá okkur að okkur verður aldrei neitt úr verki og endum á að kjafta hvort annað niður og endum svo aðgerðarlaus í vonleisi vanmáttar ein hvert í sínu horninu, þótt við fáum augnarbliks útrás í tuði yfir kaffibolla hér og þar.
Það hentar auðmönnum og valdaklíkum landsins stórkostlega meðan þeir keyra okkur áfram á þrælsóttanum.
Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 15:13
Ég hugsa að það sé of kalt úti til þess að Íslendingar nenni að standa í mótmælaaðgerðum núna - því miður virðist vera of kalt allan ársins hring til að að þeir taki við sér og geri eitthvað - ég er sammála því. Enda hef ég aldrei skilið þessa þjóð sem ég þó tilheyri. (Fannst ég loksins komin heim þegar ég kom til Krítar í fyrra haust )
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:31
Jóhann - er sannarlega sammála þér með að ekki er hlustað á okkur, en kannski ekki að við færum að skemma eigum fólks sem tengist ástandinu ekkert.
Miklu frekar að sletta skyrinu, þá meina ég skyrinu duglega á þennan óþjóðlýð sem kallar sig stjórnmálamenn, útrásarvíkingar og bankastjórnendur.
U4ea, 8.12.2008 kl. 16:12
Svo hefur því verið fleygt að ungliðar ætli að "taka duglega á" stjórnmálamönnum ef þeir þora að mæta á borgarafund í kvöld og "sletta" fram af sér beislinu.
U4ea, 8.12.2008 kl. 16:15
Ég segi ekki að við eigum að brenna eitthvað, nema þá helst nokkra samfylkingar, sjálfstæðis og framsóknarfána.
En slettum skyri og öðrum íslenskum afurðum.
Látum þá a.m.k þurfa að setja í þvottavél
Diesel, 8.12.2008 kl. 18:21
Já, eða í hreinsun, þau hafa efni á því.
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:37
Haha þið eruð yndisleg
Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.