Hræðsluáróðurs skítkast sjálfstæðismanna byrjað.
25.1.2009 | 00:43
Hvað getur maður annað sagt um sjálfan áróðursmeistarann og fyrrum aðstoðar ritstjóra morgunblaðsins Herra Björn Bjarnarson sem stefnir á að stýra landinu gegnum litla frænda sinn.
Well ég segi Björn þetta er hlægilegt hjá þér og djöfull hlakkar mig að losna við þig og rugglið sem veltur uppúr þér.
Þetta er ekki tími óttastjórnunar sá tími er liðinn.
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn er vanhæfur, rétt er það. En það er Álfheiður líka. Staðreynd.
Baldur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:59
Stundum hefur verið sagt að það bylur hæst í tómri tunnu. Ekki veit ég nákvæmlega hvort það á við hér en hitt veit ég að örvæntingafullir menn eiga það til að grípa til örþrifaráða
Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 01:12
það vita allir sem vilja vita það þeir sem eru í VG eru óþverar,það er þeirra ósk að komast til valda,en vita ekkert hvernig á að stjórna verði ykkur bara að góðu þegar og ef svo illa skildi fara í Kosningum að þeir kæmust að,en vonandi að GUÐ forði okkur frá því.
katý (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:25
Ég er eiginlega miður mín yfir því að blaðamenn mbl.is séu svo skyni skropnir að þeir skuli láta sér detta í hug að vera að hafa nokkurn skapaðan hlut eftir Birni af því sem hann lætur út úr sér um mótmælendur og aðra sem honum er í nöp við. Hann hefur alltaf sýnt það að hann er hundrað sinnum verri en börnin í sandkassanum þegar eitthvað brýtur gegn hans helbláu „réttsýni“.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 05:29
Hvaða læti eru þetta?
Morgunblaðið er bara að reyna að spara ríkinu gjaldeyrinn sem annars færi í innkaup á eldsneyti með því að hvetja fólk til að brenna hvern einasta Mogga til að orna sér við.
Sjáum hvernig þeim tekst að blekkja fólk með þessu - Nú ríður á að beina athyglinni frá http://nyttlydveldi.is ög við það liggur karlinn Björn ekki á liði sínu!
"Seljum kvótann, auðinn burt!"
Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 03:53
Ég mæli með að stofna slóð: "ALDREI AFTUR X-D" á Facebook: Það hljóma svo vel.. og ég tel að mun vera mjög vinsæl (ég vona það allavega.. þó eru ennþá margir sem er eru enn í afneitun að Guð-Davið og Jesús-Geir þeirra eru búinir að svikja þeim svona feitt! )
Reynir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 05:45
það hefur verið meðvituð stjórnleysi í fjármálakerfinu í a.m.k 5 ár..
Lesið Þingsályktunartillögu sem Vinstri Græn lögðu fram í upphafi þings 2005:
“(5. mál á 132. löggjafarþingi, þskj. 5.)
Með hliðsjón af mikilvægi þess að:
a. verðbólga náist sem fyrst niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans,
b. stöðugleiki haldist á vinnumarkaði og kaupmáttur launa verði varðveittur,
c. sjálfbær þróun verði leiðarljós í orku- og atvinnumálum og þróun þjóðlífsins almennt,
d. tryggja útflutnings- og samkeppnisgreinum viðunandi starfsskilyrði,
e. bæta skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu og til uppbyggingar sprotafyrirtækja,
f. draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun,
g. viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu og halda aftur af skuldasöfnun heimilanna,
h. jafnvægi náist á nýjan leik í þjóðarbúskapnum almennt,
ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að grípa til eftirfarandi aðgerða:
1. Gefa út formlega yfirlýsingu um að hvorki verði af hálfu opinberra aðila stuðlað að né veitt leyfi fyrir frekari stórvirkjunum né uppbyggingu meiri orkufrekrar stóriðju en þegar er í byggingu, a.m.k. til ársloka 2012. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta smáa og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð fyrir hagkerfið og aðstæður viðkomandi byggðarlaga.
2. Beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að hugað verði vandlega að áhættumati í bankakerfinu, svo sem hvað varðar áhrif af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs. Markmiðið verði að hraður vöxtur útlána að undanförnu skapi ekki hættu fyrir efnahagslífið og farið verði yfir eiginfjárlágmörk og áhættugrunn fjármálastofnana í því ljósi.
3. Beina þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að íhuga vandlega að beita aukinni bindiskyldu hjá innlánsstofnunum, a.m.k. tímabundið, til að draga úr þenslu á peningamarkaði og huga að öðrum aðgerðum sem stutt geta viðleitni stjórnvalda til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.
4. Yfirfara aðferðir við mælingar á þróun verðlags og athuga sérstaklega hvernig vænlegast sé að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs.
5. Tryggja aðhald í ríkisfjármálum og slá á þenslu með því að leggja fyrir Alþingi nú í haust árið 2005 tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum a.m.k. hluta þeirra almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. Í staðinn komi aðgerðir til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins og barnafjölskyldna.
6. Efna til víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja, og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir þessar og þátttöku í að tryggja á nýjan leik efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.
VG er tilbúinn til að stjórna landið með skynsemi
Reynir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 06:01
Vá - Frábær upprifjun þetta.
Man einhver eftir 2005? Þá var geðveikin að byrja fyrir alvöru og viðvörunarbjöllurnar sundruðust af hringingum. VG hefðu betur átt að vera við stjórnvölinn þá :(
Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.