Hrokinn og gremjan lekur af þorgerði.

Það er ótrúlegt að sjá Ingibjörgu Sólrúnu svo klökka og í raun auðmjúka og í þessu viðtali og má ég segja að ef einhver kann og hefur reynslu í að gagnrýna sjálfstæðisflokkinn þá er það Ingibjörg sem hefur orðið sérstakur specialisti í því síðustu 20 ár.

Sú gagnrýni sem Ingibjörg setur fram á Sjálfstæðisflokkinn er mjög rökræn og í átt að þeirri gagnrýni sem mótmælendur hafa sett á hann og deili ég þessari skoðun Ingibjargar 100% þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af henni.

En að horfa á hrokann og gremjuna leka af Þorgerði Katrínu sem ekki virðist vera til snefill að auðmýkt í var bara til að auka á þá skoðun sem ég hef á hennar flokk.

 Málið er ekki bara að hlusta á hvað fólk hefur að segja heldur dæma það eftir verkunum (á verkunum skaltu þekkja þá) og hlusta á innsæi þitt og þá tilfinningu sem þu færð gagnvart líkamsmáli og tjáningarformi einstaklinga ásamt hljóm tilfinninga í raddböndum.

Innsæið svíkur sjaldnast.


mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ISG er búin að rústa sínum ferli, sagan mun ekki fara mjúkum höndum um hana.
Þorgerður .... don't get me started, hún var í miðju sukkinu sjálf með einkahlutafélag og karlinn sinn í innsta hring

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Svo satt svo satt. Í þetta sinn meiga Islendingar ekki gleima.

Johann Trast Palmason, 26.1.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband