Sjálfstæðis áróður virkar

Enda eru sauðirnir logandi á bloggsíðum sínum með skoðanir og sleggjudóma í átt að mótmælendum og láta stjórna sér eins og meðvirkri kindahjörð.

Þó ég finni til með persónu Geirs H Haarde í einkalífi hans og haldi því aðskildu frá því sem mér finnst um hann sem stjórnmálamann og hvað hann hafi gert i landsmálum og þeirri framkomu þá óska ég honum góðs bata og þyki veikindi hans leitt þá eiga þau ekkert að hafa að segja um eða breyta til um manninn sem stjórnmála mann eða breiða yfir þau ófyrirgefanlegu vanhæfu mistök sem hann hefur gert og hroka framkomu gagnvart þjóðinni.

Vitið til að nú byrjar með þessu hræðslu áróður sjálfstæðisflokksins á fullu 

Verið vakandi og látið ekki spila með ykkur en verið manneskjur fyrir því en munið að skilja frá einkalíf og vinnu.

Málið er að þetta er ekkert persónulegt og eins og forsætisráðherra sagði á ekki að persónugera vandan þó hann hafi farið með hann yfir á persónulegt svið þegar það snýr að honum sjálfum.

Málið er að með því a draga veikindi sín inn í þessi mál með þessum hætti notar Geir persónulegar ástæður til að spila á vorkunnar strengi almennings og hefur þetta að yfirskini fyrir fráhvarfi sínu í stað þess að taka ábyrgð og segja af sér og viðurkenna gjaldþrota stefnu og aðferðarfræði sína sem hefur komið íslandi á hvolf, komið mótmælunum útí stjórnleysi og hálf eyðilagt sjálfstæðisflokkinn ásamt því að draga samfylkinguna niður með sér hann kom glæpamönnunum undan á kostnað heimilana i landinu

Í raun má hann þakka fyrir að vera ekki dregin til saka fyrir landráð að gáleysi því hann fyllir algerlega uppi það ákæru form með því sem hann hefur gert og sagt og þrjoskast við.

 "Geir H. Haarde sagði í þættinum Vikulokin í Ríkisútvarpinu í morgun að hann væri algerlega einkennalaus af sjúkdómi sínum og að hann hefði fullt starfsþrek. Honum líði vel andlega sem líkamlega og líti á veikindin sem „þúfu sem beri að sparka úr vegi."  

barst þetta í pósti áðan gott dæmi um taktik valdstjórnarinnar.

 Skemmdarverk hefur verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings.

Í morgun höfðu þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.

Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast.

Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu.


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála.
Nú eru allir búnir að skipta sér í fylkingar. Þeir sem vorkenna Geir vegna þess að hann er veikur og svo hinir (sem þeir kalla skríl ).

Þannig að nú er farið að spila á tilfinningar og fylgi sjálfstæðismanna á eftir að rjúka upp. 

Þetta eru sömu einkenni og þegar ofbeldismaður gerir af sé óskunda og svo kemur í fréttinni að viðkomandi sé eiturlyfja sjúklingur og þá fara allir að vorkenna honum, þá hættir málið að snúast um að viðkomandi gerði kannski eitthvað hroðalegt af sér , heldur er hann veikur.

Vitið til að það fara að spretta upp afsakanir fyrir því að Geir gerði ekkert allt síðasta ár (því það var aldrei tímabært að gera neitt eins og hann sagði) vegna þess að hann var veikur.

Bara svo ofsabloggarar sleppi sér ekki þá er ég ekki að bera saman krabbamein og eiturlyfja sjúkdóm heldur samúðar tilfinningar sem þær koma af stað.

 Auðvitað eiga Geir og Ingibjörg að segja af sér og hleypa öðru fólki að.
Ef maður mætir með kvef í vinnuna þá er maður slappur og hefur ekki fullt starfsþrek, hvað þá ef maður er að berjast við krabbamein.

Svo verða næstu mánuðir þannig að Geir er á spítala en engin gerir neitt nema hringja í hann á sjúkrarúmið, (var ekki Ingibjörg í beinu sambandi frá sýnu sjúkrarúmi og fjarstýrði þeim sem tók við embætti hennar), sama mun gerast með Geir. Hann tók það fram að hann væri ekki að hætta sem forsætisráðherra heldu tæki hann sér veikindaleyfi og svo mun hann fjarstýra frá sjúkrarúmi því sem afleysingar manneskjan á að gera.  því afleysingar manneskjan hefur ekki vald til að gera róttækar breytingar. Þannig að núna lýtur út fyrir að ekkert verði gert fyrr en kosningar verða, svo kemur ný stjórn saman  og þá er komið sumarfrí og ekkert verður gerð fyrr en næsta haust.......... hvað haldið þið að mörg fyrirtæki verði starfandi næsta haus ef ekki er neitt gert fyrr en þá, og þá hve margir verði atvinnuausnir og komnir á hausinn. þeir verða all margir.


Vill bara endurtaka að þau eiga að segja af sér strax og þá fá þau frið til að berjast við sjúkdóma sína og við fáum fullfrískt fólk sem getur staðið í því að gera það sem þarf að gerast til að koma okkur út úr þessu.

Bottom line Við getum ekki beðið eftir aðgerðum þær verða að koma STRAX.

Halldor (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:53

2 identicon

Ég er bara hjartanlega sammála . Þetta sem þú segir hefur mér fundist síðan í gær. Auðvitað eru þessi veikindi leiðinleg, en því miður þá finnst mér og hefur fundist að hann sé að reyna að nýta sér bágindin í þágu stjórnar sinnar. Það er í sjálfu sér ljótt.

Guðmundur B Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:17

3 identicon

Ósammála.

Bíddu, er það Sjálfstæðisflokknum um að kenna að þú sért atvinnulaus? Nei.  Þeim að kenna að þúi sért á barmi gjaldþrots? Nei.  Hvílík fásinna!! Hvílík biturð, mundu hver er sinna gæfu smiður.  Þú skrifar sjálfviljugur undir þín lán, ert ábyrgur gjörða þinna.  Ég hef sjálfur kosið D, mun líklega ekki gera svo 9.maí.  Ég kenni þeim ekki um þegar mér vegnar illa, það er fíflalegt.  Ég tók ekki þátt í útrásinni, en hér var duglegum mönnum skapað færi á að eignast peninga, gera vel.  Frá árinu 2002 hef ég t.d getað þénað vel, það vel að ég tel mig í góðum málum þrátt fyrir að hafa eins og allir aðrir tapað einhverju.  Aðstæður sem voru hér buðu uppá mikla atvinnumöguleika og tekjumöguleika.  Fólk margt hvert var ekki undir það búið að nú myndi harðna á dalnum, yfir sig skuldsett af neyslulánum.  Er það Sjálfstæðisflokknum um að kenna?

Vona að þér vegni betur og að þú leysir þín vandamál.  Það gerir enginn nema þú

Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:44

4 identicon

Baldur mér finnt þú vera ansi veruleikafirtur.

Mig grunar að þú hafir unnið við byggingariðnaðinn, það er ein ástæða fyrir því að ísland er á hausnum og það er vegna þess að menn eins og þú suguð pening sem teknir voru af láni af fólki sem var að kaupa sér íbúðir á fáránlega háu verði. Þetta er eitt að því sem sjálfstæðisflokkrinn gerði okkur. Hann spennti upp fasteigna verð þannig að örfáir gátu grætt á tá og fingri. Nú eru þeir með sýna peninga í banka og fá greitt okurvexti. Hvaðan heldur þú að þessir vextir koma. Þeir koma af lánum sem fólk tók til að kaupa húsnæði og fleira. Þannig að þeir sem hafa verið að græða ógurlega eins og þú eru ástæða þess að ójafnvægið varð það mikið að allt sprakk.

Þú hefur greinilega grætt vel og það er gott. En þeir sem hafa ekki verið að braska, verðið í bykkingariðnaði eða því sem menn voru að mok græða á eru í vondum málum. Þá er verið að tala um fólk sem hefur verið að vinna sína venjulegu dagvinnu 

HMM (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:54

5 identicon

Langt því frá.  Er í öðrum bransa en það.  Hvílík fásinna og fáfræði samt að kenna byggingariðnaði um.  Nágranni minn var með lítið byggingarfyrirtæki í um 20 ár, gerði vel á undanförnum árum en sökum verkefnaskorts lagði hann það niður nú í vetur.  Þessi maður eyddi ekki um efni fram og einn sá harðduglegasti sem ég hef komist í kynni við.  Þökkum fyrir það að hann lagði vel fyrir og með skynsömum fjárfestingum getur hann haft það ágætt núna þrátt fyrir þessa ótíð.  Sá maður er enginn bófi heldur dugnaðarforkur sem vann vel og mikið í góðærinu og seldi grimmt.  Tækifæri, ekki öfundast út í það þótt sumir hafi nýtt tækifærin. 

Ég þekki marga sem hafa það bærilegt í dag þrátt fyrir kreppu, skynsamt fólk býr sig undir sultartíð. Ekki satt?  En auðvitað er það misjafnt hvernig aðstæður manna eru, en ég vil þó meina það að margur hefur verið óábyrgur í neyslufyllerí.  Fengið sér hluti án þess að eiga fyrir því og hugsunin "seinna tíma vandamál" ráðandi.

Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:55

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

Baldur ég er iðnaðarmaður og var með góðar tekjur þar bæði sem málari sem eg er mentaður til og ljósmyndari. ég ætla ekkert að fara kafa djupt i það en fyrir rúmu einu og hálfu ári varð ég að taka mér veikinda frí vegna sjúkdóms sem var lifshættulegur mér og var nærri því 10 mánuði frá vinnu.

Við allt þetta og að koma mér af stað aftur náði ég að detta i 3 miljóna skuld sem ég hefði ráðið vel við og stóð fulllkomlega i skilum við allt mitt en leið og bankarnir hrundu hrundi iðnaðurin líka vegna þeirra ofþenslu og falskrar byggingarvísitölu sem seðlabankinn hefur viðurkent að þeir vissu af en leiðréttu samt ekki.

Þegar kreppir að byrjar fólk að spara og það fyrsta sem það getur neitað sér er að ráða málara og ljósmyndara og eru flestir í þeim stéttum í mjög vndum málum og margir sem ég þekki búnir að flýja land.

Í dag er ég á félagsmálastyrk fæ ekki atvinnuleisisbætur og félagsmálastyrkur er 97 þus á manuði það dekkar ekki það sem skuldbindingar minar eru né húsaleigu sem ég þarf að borga og rétt skrimti ég með þvi að vera í sambúð meðan ég bíð eftir þvi að kærasta mín vinni upp sinn uppsagnarfrest

Ekkert af loforðum ríkistjórnarrinnar hefur staðist og er fyndið að fyrsta fjárnámið sem ég þurfti að fara í og neitað var að semja við mig um eða sína umburðarlyndi var frá ríkinu sjálfu.

Að sjalfsögðu er þetta sjálfstæðismönnum að kenna þar sem þetta eru allt afleiðingar að þeirri stjórn sem þeir hafa staðið fyrir.

Það er helviti hart að fara í gjaldþrot fyrir smá péninga eins og 3 milljonir þó ástandið og svikin loforð stjórnvalda hafi hækað þessa upphæð töluvert.

Ég vil minna þig á að þó þú segir hver er sinnar gæfu smiður þá gerði ég ekkert rangt og ég olli þessu ekki ég hef alltaf staðið 100% við mitt en löppunum var kipt undan mér og það er hvergi sem ég get leitað eða í raun gert nema reina hafa áhrif á landsmálin þannig að við fáum ríkistjórn sem slær skjaldborg utan um heimilin í landinu og huxar um fólkið enhvað sem hefur brugðist stórkostlega þar sem þetta var einmitt það sem Geir og félagar gerðu fyrir fjárglæframennina á kostnað okkar.

Að mótmæla og krefjast réttlætis er ethvað sem ég geri þar sem réttlætiskend minni er stórlega misboðið og í þessari baráttu er ég ekki að huxa um mig það er of seint ég er fuckt, en það er til fleira fólk en ég og margt fólk sem hefur það enn verr og svo er það þeir sem kanski er hægt að bjarga frá þessu ef við er brugðist og þá sérstaklega börnin sem eru að vaxa úr grasi lítil og ófædd þaug eiga ekki þessa skuldaframkomu gagnvart sér skilið og þaug eiga skilið framtið ethvað sem ófyrirgefanleg mistök Geirs hefur rústað fyrir þeim ásamt að rústa orðspor og trausti Íslands á alþjoðavettfangi með að bregðast næstum rangt við á öllu leiti og láta engan sæta ábyrgð þrjóskast áfram og tala niður til þjóðarinnar i hroka sinum hann hefur sannað að hann er engin leiðtogi og lýtur engrar virðingar erllendis frá sem er mjög slæmt því verður hann að fara.

Mundu að við þurftum aldrei að taka allar þessar skuldir a okkur og sérstaklega icesave það voru aðrir veigir útur þvi bretar jafnvel buðust til að taka skuldirnar af okkur en Geir fékk ekkert að þvi með sér og neitaði og útkoman er sú að landið er í rúst.

Þú hlítur í sleggjudómum þínum Baldur fordómum og fáfræði að dæma útfrá eigin reinslu með neyslufylliri þvi það er ekki min saga,

Guð blessi þig og meigi þú vakkna til raunverulegar meðvitundar um ástand almenns borgara í þessu ástandi og sjá í gegnum lygavefi auðvaldsins. 

Það er sorglegt að sjá hve auðvelt flokkarnir eiga með að spila með fólk og slá ryki í augun á þvi og heyra svo fólk þvæla útur sér áróðurs drullu að ílla ígrunduðu máli

Johann Trast Palmason, 24.1.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband