Er Ísland Á Sama Stað Og Georgía ?
7.11.2008 | 20:25
Nohhh... það er bara næstum sama í gangi í Georgíu og Íslandi...
Frekar betri fréttaflutningur hjá mogganum af þessu hjá Georgíu mönnum en af okkur á Íseynni..
Þetta er ótrúlega lík frétt og ástandið er búið að vera hér og með smá breytingum verður hún eins.
Gæti Hljómað svona...
Um þúsund Mótmælanda komu saman í Reykjavik, höfuðborg Íslands, í dag til að mótmæla stjórnvöldum. Þetta eru fyrstu fjöldamótmælin í landinu frá því átökin við Breta brutust út.
Andstæðingar Geir H Haarde, forsætisráðherra landsins, saka hann um að gera Íslendinga ábyrga fyrir Icesave reikningum Breta sem Íslendingar áttu aldrei þurfa að borga, ásamt stórfeldum yfirhylmingum, lygum og mistök á mistök ofan sem hann neitar að bera ábyrgð á og hafi með því eyðilagt trúverðugleika landsins út á við, gert þúsundir atvinnulausa, keyrt heimilin og fyrirtæki í þrot með stýrivaxta stefnu sinni og hylmt yfir með vanhæfum seðlabankastjóra ásamt að vernda þá sem stungu peningum landsins úr landi.
Hörður Torfason, talsmaður mótmælanda, segir að von sé á frekari mótmælum og að mótmælendur muni ekki gefast upp fyrr en boðað verði til kosninga.
Fyrir um 6 mánuðum leysti lögreglan upp fjöldamótmæli í landinu. Hún skaut gasi á mótmælendur og beitti kylfum og ofbeldi til að leysa upp fjöldann. Þá höfðu mótmæli staðið yfir í marga tíma.
Íslenska þjóðin mun boða í framhaldinu til skyndikosninga um þjóðstjórn ef hún sigrar.
Það hræðir mig hversu líkt þetta er..
Forsetanum mótmælt í Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Athugasemdir
æji.... við erum fucked up!!!
en ég get ekki tekið undir með fólki sem skrifar "ligum"!
Við þurfum alvöru fólk, í alvöru stöðu með alvöru greind til að flykkjast í kringum.
... frekar horfi ég á enska boltann en að fara í mótmælagöngur sem skipulagðar eru af bjáum og kjánum.
Við þyrftum nauðsynlega sterkar persónur og alvöru karektara til að skipuleggja eitthvaða alvöru dæmi sem að meirihluti þjóðarinnar gæti tekið undir!
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:58
Hahaha er þá skrif og lesblinda orðin Greindarskortur..
Góður
Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 22:04
"Við þyrftum nauðsynlega sterkar persónur og alvöru karektara til að skipuleggja eitthvaða alvöru dæmi sem að meirihluti þjóðarinnar gæti tekið undir!"
Einmitt Gunnar, þess vegna krefjumst við þess að núverandi stjórnvöld víki. ;)
Heykvíslar á loft! Austuvöllur á morgun kl. 15:00
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.