Ósvífið ?

Hvað með Samson Holdings ?

Á það ennþá eignir (td á laugarveigi og hverfisgötu) og eru ekki sömu eigendur af því ?

Er þetta ekki klassískt dæmi um tvö félög annað fyrir skuldir og hitt fyrir eignir ?

Og nú á að losa sig við skuldirnar í skugga þeirra kreppu og ástands sem eigendurnir voru stórir hlutakendur í ?

Er ég bara hér einn sem ofbýður framkoma eins ríkasta manns heims við eigin þjóð ????

Hvenær ætli svo Geir H Haarde frétti af þessu ?


mbl.is Óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að lesa hvernig hefur farið fyrir þér og skil ég vel reiði þína.  Hún kemur þér þó eflaust ekki langt og legg ég til að þú haldir í vonina um á ástandið batni... vonandi að þú náir að forða þér frá gjaldþroti. 

Ljósmyndirnar þínar eru alveg svaklega flottar.  Alveg svakalega flottar.  Það er erfitt að skera úr um hver er sú besta.. því það eru svo margar ef ekki allar ótrúlega góðar.  Þú ættir nú að komast langt með að selja þær til Morgunblaðsins og erlendis.  

Ég ráðlegg þér að nota tímann meðan þú ert atvinnulaus að markaðssetja myndir þínar.  Hvað með Reuters fréttastofuna?  Það eru allir þyrstir í myndir af Íslandi, sérstaklega mótmælum, þessa dagana.

Gangi þér svakalega vel!!!!

Rakel Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir það Rakel en nei Morgunblaðið kemur manni nákvænlega ekkert og hef ég smá sögu i samskiptum við það þar sem þeir hafa bókstaflega neitað að birta myndir ef þeir þyrftu að borga sem ég hef tekið af öðrum og fólk hefur viljað nota. Þess utan hefur morgunblaðið aldrei nafngreint mig af minum myndum sem þeir hafa birt sama hvað fram hefur verið tekið fram hver tók þær og er það gróft brot a höfundaréttarlögum fyrir utan myndir sem Heiða Helgadóttir sem var ljósmyndari á fréttablaðinu tók á myndavél sem ég seldi henni en hun skraði mig automatiskt sem höfund í exif fila.

Ég er að sleppa mjög vel útur þessu miðað við flesta og vandamál min alls ekkert óyfirstíganleg.

Reikna ég með að verða komin af landinu von bráðar í öruggara og tryggara umhverfi. En það er þó ekkert víst.

Ég er alls ekkert reiður. heldur eru þetta leifar af gamla pönkaranum í mér og það sem þjakar mig messt er að réttlætiskend minni er stórlega misboðið hvernig valdhafar hafa komið fram við fólkið í landinu og það sem ég þarf daglega að horfa upp á með þjáningar og örvæntingu samborgara minna.

Þess vegna hef ég og mun nota minn tima til að berjast gegn þessari spillingu og græðgi og óréttlæti meðan ég get það er það eina rétta í stöðuni. Og trúðu mér ég geri mun meira en sytja bara heima.

það þýðir ekkert að sytja bara vona það þarf að framkivæma.

Ekkert gerist af sjalfu sér

Og ef ekkert er framhvæmt breitist ekkert.

Gangi þér vel sömuleiðis.

Og takk.

Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju eru reglur un viðskipti höfð svona? Jú, það er til að fólk setji ekki sig persónulega í áhættu. Löglegt enn siðlaust. Þú ert einn af þúsundum manna sem ákvðið að fara af landinu.

Menn verða ríkir á þessari tegund af siðferði. Björgúlfur er á lista yfir einn af 50 ríkustu mönnum í heimi. Menn verða það með þessum hætti. Ég held að sem ég fór í 1987, var af nákvæmlega sömu orsökum.

Voru það vextirnir í óðaverðbólgu sem gerðu út af við mig á þeim tíma vegna íbúðakaupa. Það er ömurlegt að standa út á götu, húsnæðislaus með 2 lítil börn og það 3ja á leiðinni. Fór ég þá til Svíþjóðar, langt norður í landið þar sem húsnæði er ódýrt.

Keypti hús þar á 1,8 milljónir sænskar krónur. Þá hrundi fasteignamarkaðurinn og allt í einu var húsið metið á 800 þúsund! Það kom eins og sjokk, enn þá skeði svolítið sem ekki skeður á Íslandi. Starfsmaður bankans sem húsnæðislánið var í komu heim til okkar hjóna, með fullt af pappírum.

Bankastarfsmaðurinn tekur fyrst húsið í nauðungarsölu. Konan mín fær síðan að kaupa kúsið fyrir 800 þúsund! 'eg spurði af hverju bankinn gerði svona.

"þið eigið svo mikið af börnum" svaraði bankastarfsmaðurinn, þakkaði fyrir kaffið og allt var afgreitt á 1 og hálfum tíma. Nökkrum dögum seinna fékk ég bréf frá bankanum um að skuldin mín væri afskrifuð.

Svona voru mál afgreidd fyrir fúsundir fjölskyldna, og var bankinn að taka lán frá Sænska Seðlabankanum til að geta staðið fyrir þessum kostnaði. Mér finnst að Svíar séu miklu þroskaðri félagslega enn Íslendingar.

Þess vegna finnst mér að peningar sem eru settir inn í bankana séu fyrst og fremst notaðir til hjálpar fjölskyldum og fyrirtækjum svo ekki myndist atvinnuleysi. Öll aðalmál Svíja hafa alltaf verið í kring um félagslegu hliðina. Eiginlega gengu þeir of langt í því á tímabili.

Allir Svíjar alast upp við þennan þankagáng og er þetta sjálfsagður hlutur þar. Kaupþing keypti lýfeyrisjóðinn  sem ég greiddi í. Þannig að þeir peningar eru horfnir.

Tek undir þetta sem þú segir "Ekkert gerist af sjálu sér" Það þýðir ekki að sitja endalaust!

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Björgúlfi sem persónu. Hann einn og sér gæti lánað Íslenska Ríkinu alla peninga sem þeim vantar. Enn hann gerir það ekki. Það er skiljanlegt að hann vilji ekki rétta þeim peninga sem sumir hverjir í Ríkisapparatinu áttu þátt í því að knésetja hann fjárhagslega á sínum tíma. Og í gjaldþrot af pólitískum ástæðum.

Ég held að hann skuldi Íslandi ekki neitt. Bretarnir biðu ekki þessa 4 klukkustundir sem átti að taka fyrir Björgúlf að senda peninga fyrir Landsbankan og Icesave. Hegðun Breta gagnvart honum og allri Íslensku þjóðinni er til skammar. Ríkistjórn Íslands gerði Landsbankan á Íslandi, verðlausan.

Skuldlaus Ríkisstjórn setti sig á hausinn með að þjóðnýta bankanna. Áttu þeir að láta eigendur gera það upp við sig hvernig þeir tækju á sínum málum. Landsbankinn og Icesave væri í toppstandi núna, ef ekki hefði komið til ill öfl innan valdhafa Íslenska Ríkissins.

Íslenska Ríkið bjó til þetta gjaldþrot á Samson.  Og þeir halda áfram í Ríkisstjórn.  'eg stend með Björgúlfi í þessu máli. Enn ég skil þína hlið á málinu. Það eru bara fleiri hliðar á sama máli sem gerir það rökrétta ákvörðun Björgúlfs, að gera ekkert fyrir Íslenska Ríkisstjórn.

Óskar Arnórsson, 8.11.2008 kl. 07:48

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Góðir punktar og frábært innlegg. Já við verðum að taka það besta frá nágrannalöndunum þegar við byggjum hið nýa ísland upp!! ekki spurning.

Kanski er Björgólfur góður kall þegar það kemur að þjóðini hann mun fá sitt tækifæri til að sanna það. 

Ég myndi ekki heldur gera neitt fyrir þessa ríkistjórn nema opna dyrnar fyrir þeim þegar þeir segja af sér.

Johann Trast Palmason, 8.11.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það skeður ekki með þessarri Ríkisstjórn.  Enn takk fyrir hólið. Þetta er intresant færsla hjá þér, því margir eru einmitt á sömu skoðun og þú. Alit annarra skiptir Björgúlf nákvæmlega engu máli. 

Það ber ekki mikið á hjálpsemi Björgúlfs við hin ýmsi tækifæri. Það er til sjóður sem hann stofnaði til minningar um dóttir sína.

Fyrir mörgum árum stóð Björgúlfur fyrir aftan gamla konu sem vildi leggja 15.000 krónur í sjóð svo hægt væri að kaupa rándýran scanner á Háskólasjúkrahúsið. Björgúlfur byrjaði að tala  við konuna sem sagði að hún vissi um fólk sem þyrfti að fara til útlanda til að fá svona scönnun. Spítalinn sjálfur hefði ekki efni á svona dýru tæki.

Konan þekkti Björgúlf ekki neitt. Björgúlfur bað konunna að panta scannerinn og hann myndi bæta því við sem upp á vantaði í sjóðinn hennar til kaupa á þessum scanner. Hún gerði það, Háskólasjúkrahúsið fékk sinn scanner sem var greiddur af gamalli konu sem stofnaði sjóð. Nafn Björúlfs komi ekki fram.

SÁÁ væri fyrir löngu gjaldþrota ef Björgúlfur ekki bakkaði þá upp fjárhagslega. Hann styrkir fólk til náms, góðgerðastarfsemi, líknarfélög og eldri einstaklinga sem hafa farið illa. Hann hjálpar fólki af góðsemi og hjartahlýju sem ekki allir auðmenn eru með.

Björgúlfur bíður bara þolinmóður eftir að það komi nú Ríkisstjórn. Hann á eftir að sýna hvað hann getur, eða hann hjálpar til án þess að alþjóð hafi hugmynd um það.

Ríkisstjórn sem slítur af honum tæpa 100 milljarða bara hér á Íslandi og biður hann síðan um lán, hefur hann enga samúð með, og ég ekki heldur.

Ég skal hjálpa þér að halda hurðinni opinni þegar núverandi Ríkisstjórn þarf að yfirgefa embætti sín..Takk fyrir mig..  

Óskar Arnórsson, 8.11.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband