Vér Mótmælum Allir !!!

 islenskifaninnskjaldamerkid.jpg

Ég vil byrja á að minna á Borgarafundinn klukkan 13:00 í Iðnó í dag það er fín leið til að hita upp fyrir mótmælin á austurvelli

Breiðfylking gegn ástandinu.
Mótmælafundur á Austurvelli Laugardaginn 8. nóv. Kl.15.00

Ræðumenn:
Sigurbjörg Árnadóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV í Finnlandi
Arndís Björnsdóttir , kennari
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur

burt-med-david-_37-of-39.jpg

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Látið þetta berast!

Tekið af síðu Harðar Torfasonar heiður skal hann hafa fyrir þetta framtak sitt og mogginn fyrir að byrta þessa frétt.

Ég er ánægður með moggann núna og myndina hanns golla sem fylgdi fréttini WinkVík Burt Ríkistjórn. Kosningar strax (62 of 81)

 


mbl.is Mótmæli á Austurvelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af lýsingu þinni af sjálfum þér að dæma ertu ekkert annað en latur, neikvæður hippi.

Joseph (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Heidi Strand

Burt með spillingarliðið.

Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má ljóst vera, að Joseph sá er tjáir sig hér að ofan, er bráðduglegur og gráðugur fyrir utan að vera sérlega jákvæður einstaklingur.

Jóhannes Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er kannski spurning að fá einhverja sem njóta svipaðrar lýðhylli og handboltalið sem hlaut silfur á Ólympíuleikunum til að hvetja fólk til að standa saman. Samstaðan skiptir sköpum í dag. Ég sé nefnilega ekki að það verði nokkuð annað en samtakamátturinn sem komi íslensku þjóðinni til bjargar.

Ég horfi vægast sagt með hryllingi til næstu missera ef núverandi seðlabankastjórn og ríkisstjórn sitja áfram við völd. Ef allt heldur fram sem horfir á æðstu stöðum getum við kvatt lýðræðið endanlega og verðum að stætta okkur við það að eini arfurinn sem við skiljum eftir okkur eru risavaxnar skuldir sem var þröngvað ofan á okkur.

Nei, sameinust frekar öll og stuðlum að því að koma spillingarliðinu frá!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband