Hagfræðiprófessor hraunar yfir seðlabankastjóra

Hagfræðiprófessorinn Richard Portes við London Business School skrifar í Financial Times um helgina.

„Hræðileg mistök í hruni Íslands". Þar nefnir hann upphaf hrunsins sem var þjóðnýting Glitnis á sínum tíma að ráði Davíðs Oddssonar.

Portes segir: „Seðlabankastjórinn, Davíð Oddsson, var forsætisráðherra í 13 ár áður en hann settist í stól seðlabankastjóra árið 2005. Ákvörðun hans endurspeglaði pólitík, tæknilega vangetu og fáfræði um markaði. Ummæli hans síðar juku mjög á óstöðugleikann."

Portes nefnir að með þjóðnýtingu Glitnis hafi skammtímalánalínur til allra íslensku bankana þornað up og horfið, veðköll komu frá Evrópska seðlabankanum og ómögulegt varð fyrir bankana að mæta skuldbindingum sínum.

Þann lærdóm má læra af þessu að mati Portes að pólitíkusar eigi ekki að verða seðlabankastjórar. Davíð sé hluti af vandamálinu en ekki nein lausn á því og hann ætti að segja upp störfum strax.

 Stóra Spurningin er,

Afhverju er Davíð enþá seðlabankastjóri og afhverju fellur stjórnin ekki með honum ?

Allur heimurinn sér þetta þjóðinn er búinn að grátbyðja um þetta og jafnvel fólk úr seðlabankanum búið að segja upp störfum útaf þessu og samt lýsir hagfræðingurinn Geir Haarde yfir fullu trausti við þessa óstjórn?

Meiri hagfræðingurinn þar sjalfur forsetisráðherra.

Samfylking reinið að klóra í bakkan gerið það eina sem rétt er í stöðuni hlustið á þjóðina og heiminn, bjargið sjálfum ykkur, rekið Davíð og slítið stjórnarsamstarfinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband