Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22 Myndir Frá Iðnó og Pistill
8.11.2008 | 18:11
Mikið var rætt og fékk fólk að fronta ráðamenn sem sátu undir svörum. Tel ég slíka gjörninga mjög mikilvæga og bráðnauðsynlega. Bæði Steingrímur J og Magnús Þór Hafsteinsson vildu að yrði boðað til kosninga sem snarast. Púað var ítrekað á Illuga og Valgerði sem sögð var guðmóðir útrásarinnar.
Allir þingmenn virtust vera á einu máli um að afnema bæri verðtrygginguna og rétta á eftirlauna frumvarpið sem engin virtist kannast við að hafa stutt.
Einungis svaramaður samfylkingarinnar sagði að það væri ekki hægt að afnema verðtrygginguna og varði hana og eftirlaunafrumvarpið sem og samstarf samfylkingarinnar við sjálfstæðisflokkinn sem hann sagði ganga glimrandi vel við mikinn ófögnuð viðstaddra sem allir vildu helst sjá ríkistjórn vinstri græna og samfylkingarinnar.
Hef þetta ekki mikið meira hér eru myndir sem ég smellti af við tækifærið
Njótið.
Fjölmenni í Iðnó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vér Mótmælum Allir !!!
8.11.2008 | 09:05
Ég vil byrja á að minna á Borgarafundinn klukkan 13:00 í Iðnó í dag það er fín leið til að hita upp fyrir mótmælin á austurvelli
Breiðfylking gegn ástandinu.
Mótmælafundur á Austurvelli Laugardaginn 8. nóv. Kl.15.00
Ræðumenn:
Sigurbjörg Árnadóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV í Finnlandi
Arndís Björnsdóttir , kennari
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur
Fundarstjóri: Hörður Torfason
Látið þetta berast!
Tekið af síðu Harðar Torfasonar heiður skal hann hafa fyrir þetta framtak sitt og mogginn fyrir að byrta þessa frétt.
Ég er ánægður með moggann núna og myndina hanns golla sem fylgdi fréttini
Mótmæli á Austurvelli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Ísland Á Sama Stað Og Georgía ?
7.11.2008 | 20:25
Nohhh... það er bara næstum sama í gangi í Georgíu og Íslandi...
Frekar betri fréttaflutningur hjá mogganum af þessu hjá Georgíu mönnum en af okkur á Íseynni..
Þetta er ótrúlega lík frétt og ástandið er búið að vera hér og með smá breytingum verður hún eins.
Gæti Hljómað svona...
Um þúsund Mótmælanda komu saman í Reykjavik, höfuðborg Íslands, í dag til að mótmæla stjórnvöldum. Þetta eru fyrstu fjöldamótmælin í landinu frá því átökin við Breta brutust út.
Andstæðingar Geir H Haarde, forsætisráðherra landsins, saka hann um að gera Íslendinga ábyrga fyrir Icesave reikningum Breta sem Íslendingar áttu aldrei þurfa að borga, ásamt stórfeldum yfirhylmingum, lygum og mistök á mistök ofan sem hann neitar að bera ábyrgð á og hafi með því eyðilagt trúverðugleika landsins út á við, gert þúsundir atvinnulausa, keyrt heimilin og fyrirtæki í þrot með stýrivaxta stefnu sinni og hylmt yfir með vanhæfum seðlabankastjóra ásamt að vernda þá sem stungu peningum landsins úr landi.
Hörður Torfason, talsmaður mótmælanda, segir að von sé á frekari mótmælum og að mótmælendur muni ekki gefast upp fyrr en boðað verði til kosninga.
Fyrir um 6 mánuðum leysti lögreglan upp fjöldamótmæli í landinu. Hún skaut gasi á mótmælendur og beitti kylfum og ofbeldi til að leysa upp fjöldann. Þá höfðu mótmæli staðið yfir í marga tíma.
Íslenska þjóðin mun boða í framhaldinu til skyndikosninga um þjóðstjórn ef hún sigrar.
Það hræðir mig hversu líkt þetta er..
Forsetanum mótmælt í Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ósvífið ?
7.11.2008 | 18:17
Hvað með Samson Holdings ?
Á það ennþá eignir (td á laugarveigi og hverfisgötu) og eru ekki sömu eigendur af því ?
Er þetta ekki klassískt dæmi um tvö félög annað fyrir skuldir og hitt fyrir eignir ?
Og nú á að losa sig við skuldirnar í skugga þeirra kreppu og ástands sem eigendurnir voru stórir hlutakendur í ?
Er ég bara hér einn sem ofbýður framkoma eins ríkasta manns heims við eigin þjóð ????
Hvenær ætli svo Geir H Haarde frétti af þessu ?
Óskar eftir gjaldþrotaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tóm Orð Og Ekkert Traust Erlendis. Ríkistjórn Íslands.
7.11.2008 | 17:03
Auðvita vilja Pólverjar hjálpa þeim fjölda pólverja sem eru hér. Þessir 2 atvinnulygarar ríkistjórnarinnar segjast ekkert vita og þetta var í öllum pólskum blöðum í morgun og það er 2 tíma munur þar og hér ?
Þeir töluðu við Svíja um þetta lán ?
Afhverju haldið þið að allar þjóðir þurfi að hugsa sig um tvisvar um að lána okkur pening sem þekkja til okkar kerfis og stjórnarhátta eftir tuga ára samskipti ?
Málið er kæru íslendingar að þessi ríkistjórn með Geir H Haarde nýtur einskins traust eða virðingar erlendis fyrir þau ófyrirgefanlegu mistök sem þeir hafa gert. Auðvita tala pólverjar við nágranna þjóðir okkar fyrst ÞEIR VILJA VITA HVORT ÞESSIR PENINGAR SKILI SÉR Á RÉTTA STAÐI OG HVORT ÞETTA SÉ TIL ENHVERS UNNIÐ!!!
Þetta er grátbrosleg staðreynd
Geir er á við mikinn persónulega vanda á alþjóða vettvangi, þó hann reini að blekkja okkur og halda því leindu fyrir okkur.
Ríkistjórnin verður að víkja.
Það er ótrúlegt hvað Björgvin gat bullað um ekkert mar verður ringlaður og næstum sofnar að hlusta á þetta innantóma hjal hans
Og nei það á ekki að fá aðila erlendis frá til að rannsaka hluti hér.
Svo var fullt af tómum orðum
Þetta er yfirgengilega ótrúlegt.
Burt með þessar afætur og atvinnuligara
STRAX!!!
Geir staðfestir pólska aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
V.R. VeRst Í Heimi
7.11.2008 | 15:16
Ekki bara það að hin siðspillta sjálfsupptekna stjórn vr sé ónýt. Heldur er félagið ónýtt í heild. Það er engin samstaða meðal félaga vr sem voru eins og barnir hundar á vinnustöðum sínum líkt og hvert annað fórnarlamb heimilisofbeldis, til að vinna fyrir skuldum útrásar sjálfstæðismanna undir forustu Björgólfs feðga og Geirs Haarde.
Fulla virðingu mína og stuðning skulu þeir huguðu menn og konur fá sem mættu á staðinn og létu í ljós óánægju sína yfir spillingu og ábyrgðarleysi stjórnar vr í hádeiginu í dag og veit ég um að mun fleiri félagsmenn voru með þeim í huga þó þeir neyddust til að vera á vinnustöðum sínum.
Ekki sá neinn á skrifstofu vr neina ástæðu til að ræða við félagsmenn sína enda starfar vr fyrir aðra hagsmuni.
Ég legg til að atvinnurekendur gangi á bak hálftíma matartímasamningum við vr næstu viku og hvetji fólk sitt til að taka þátt í að standa upp fyrir rétti sínum og láta stuðning sinn og vilja í ljós í verki ásamt því að öðlast sjálfsvirðingu sína aftur. Það mun skila fyrirtækjunum mun afkastameiri og ánægðari starfsmönnum og ekki minnst kannski bjarga þessu félagi sem hefur brotið á síðustu árum félagsmenn sína gjörsamlega niður og samstöðu milli þeirra
Saga mín og reynsla af vr.
Í hinu svokallaða góðæri var ég starfsmaður í einu af stærstu verslunar fyrirtæki á sínu sviði sem sölumaður.
Ég vann þar í tvö ár. Eftir eitt ár skipti fyrirtækið um eigendur sem lofuðu okkur öryggi og öllu fögru sem þeir sviku. Vr sá ekkert athugunarvert við það.
Allt næsta ár gekk útá smá uppsagnir eingöngu á starfsmönnum með 2 ára starfsreynslu eða meira og í búðinni sem ég vann í var aldrei færri en 5 manns sagt upp á mánuði. Þetta var vegna hagræðingar, engar frekari upplýsingar var þörf því eins og stjórn Vr sagði þá höfðu þeir gert hina frábæru samninga fyrir okkur að fyrirtækin þyrftu ekki að tilgreina ástæður uppsagna vegna þess að við þyrftum það ekki heldur.
HÚRRA!!!
Allir vissu hina raunverulegu ástæðu sem var að fólk með 2 ára starf eða meira hafði of mikil réttindi gagnvart fyrirtækinu og auk þess var hægt að spara peninga á því að ráða inn nýtt fólk með mun minni launaréttindi og þetta lítur voða vel út á blaði. Vr fannst ekkert athugunarvert við slíka starfshætti.
Nú þegar ég var fluttur milli búða var vinnutími minn aukinn að einum þriðja og samt hækkaði ekki talan á launaseðli mínum. Í december var einnig bætt við okkur vinnutíma á sömu launum. Allt þetta eftir samningum Vr um mánaðarlaun.
Það kom líka að því að velja átti trúnaðarmenn og þegar að því kom sat ég hjá yfirmönnum fyrirtækisins þar sem þeir ræddu sín á milli hvern þeir ættu að styðja til slíks. Nokkra vildu þeir ekki sjá því þeir gætu verið með kjaft, en það skipti ekki máli eins og einn yfirmannanna sagði ef þeir hegða sér ekki þá bara rekum við hann, við höfum gert það áður... Svo var hlegið. Allt án athugunarsemda frá vr.
Ég man líka eftir fréttatilkiningu frá vr að ef við yrðum veik í einn dag fengjum við hann ekki borgaðan þar sem brögð hefðu verið að því að fólk misnotaði veikindadaga, þannig fólk varð að taka 2 veikindaga ásamt læknisvottorði ef það ætti að hafa einhvern rétt og þetta fundu þeir upp að sínu eigin frumhvæði. Þá spurði ég mig ? fyrir hverja vinna þessir menn ?
Svo kom að því að jól nálguðust og 2 samstarfsmenn mínir fóru til fjölskyldna sinna út á land að halda gleðileg jól. Til að dekka upp starfsmanna tapið stóðum við tveir eftir í þessari deild aukavaktir til að gæta hag fyrirtækisins milli jóla og nýárs.
Fyrir nýa árið var 5 í viðbót sagt upp, allt starfsmenn með 2 ár uppí tíu. Ég prísaði mig sælan enda leið öllum illa í búðinni þetta árið, við vorum í stöðugu óöryggi um störf okkar sem tölur á blaði ekki persónur fyrir utan það að fyrrverandi verslunarstjóri hafði samið við mig um laun rétt áður en hann hætti sem voru samkvæmt iðnaðarmanna taxta og töluvert hærri en yfirmenn höfðu ætlað sér og hafði verið mál út af því á sínum tíma. Þannig ég bjóst jafnt og þétt við að fá það í hausinn.
Á gamlársdag hringir hjá mer dyrabjallan og er þar einn yfirmanna fyrirtækisins mættur. Hann er með uppsagnarbréf í hendinni og hafði víst gleymt að segja mér upp störfum. Hann var mættur heim til mín svo uppsögnin gæti tekið gildi frá mánaðarmótunum. Uppsagnarbréfið var dagsett nokkrum dögum fyrr og samkvæmt lögum eiga yfirmenn alltaf að vera 2 saman þegar að uppsögn kemur en þarna var hann einn. Ég vil taka það fram að þetta var góður maður sem hafði einnig útvegað mér vinnu annarstaðar og fékk fyrirtækið til að borga mér út uppsagnarfrestinn uppsögnin var ekki hans ákvörðun.
En þetta var kolólögleg uppsögn og vægast sagt siðlaus. Þegar ég svo hringi í Vr eftir áramótin til að leita réttar míns er mér svarað með kjafthætti og þeir tóku endalaust málstað fyrirtækisins og rétt þeirra. Þar á meðal að ekki þyrfti að tilgreina ástæðu uppsagnar sem var engin. svo var mer vísað á einhvern þjónustu fulltrúa og hefði ég alveg eins getað hringt í vinalínuna því svör og aðstoð var engin. ÞEIM VAR SAMA.
Ég spyr mig fyrir hvern er vr ?
þetta er handónýtt félag og held ég að áhrifaríkustu mótmælin væru að hætta að borga félagsgjöld.
Félagar Vr!!
Standið Saman
Þið eruð félagið en ekki gjörónýt, siðlaus stjórn þess sem arðrænir ykkur peningum og rétti.
HÆTTIÐ AÐ BORGA Í FÉLAGIÐ!!!
STOFNIÐ NÝTT.
Mótmælið þangað til. Gerist sýnileg
Klanið burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ósvifin Flokkspólitísk Hundasálfræði
7.11.2008 | 11:50
Þetta er ótrúlegt, algerlega ótrúlegt.
Hvernig fólk notar aðferðarfræði ríkistjórnarinnar til að koma flokkspólitískum vilja sínum á framfæri og móta skoðanir og hugsun fólks með lákúrulegum uppnefnum sem á aðferðarfræði sína í andlegu ofbeldi sem og einelti.
Ég er alveg sammála þessu fólki að ethvað þarf að gera, en að halda áfram að kjafta það eina sem við höfum sem gjaldmiðil í kaf til að koma stefnu samfylkingarinnar á framfæri er meir en lítið ósvífið og frekar til þess fallið að auka vandan en leysa hann.
Ég get ekki séð að þessi kona sé hæf til að gegna stöðu sinni þar sem hún grefur en frekar undan efnahagnum með orðum sínum.
Ekki það ég sé að taka upp hannskann fyrir sjálfstæðisflokkinn heldur er ég að benda á að það stjórnunar kerfið sem við höfum þurft að búa við á íslandi er ónýtt og við þurfum nýtt fólk með nýa aðferðarfræði.
Ég get ekki séð annað en með svona aðferðarfræði sé verið að keyra hlutina áfram með sömu aðferðarfræði og kom okkur á þennan stað fyrir það fyrsta, undir forustu Geirs Haarde sem er óspar á að nota slíka hunda sálfræði hins mentaða auðvalds til að rugla og stýra góðtrúandi almúganum eftir vilja sínum.
Hann var nú hagfræðingur seðlabankans 1982 og byggði einmitt pólitískan frama sinn á hinni sömu aðferðarfræði auk þess sem hann sveik fólk og gekk ósvífinn á bak því.
Það er komið nóg af slíkum skrípaleik og flokka trúarbrögðum.
Farið að vinna vinnuna ykkar af heilindum og reinið einu sinni að hugsa um hag landsins fram fyrir ykkar eigin og flokkana.
Hugsið um hina Íslensku þjóð í dag og framtíð hennar.
Verið heiðarleg
Talið skýrt rétt fram
Nýtt fólk
Nýa aðferðarfræði
Koma krónulufsunni" í gang á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland Engin Framtíð
7.11.2008 | 10:44
Það er alltaf að verða ljósara og sýnilegra með hverjum deginum sem líður að á íslandi er engin framtíð.
Hin huglausa og aðgerðarlausa ríkistjórn Geirs H Haarde hefur ekkert gert síðustu 5 vikur annað en ganga milli landa og betla ljúgandi af okkur eiðandi gögnum eftir sjálfa sig rífandi kjaft við landsmenn og þeirra svar við vanda okkar var að hækka stýrivexti og þar með leggja hvert fyrirtæki og heimili í rúst.
Glæsilegt.
Íslandi er stjórnað af sérplægnum hálfvitum.
Plan fyrrum seðlabanka hagfræðingsins Geirs Haarde var víst að æsa fólkið í að reka Davíð úr seðlabankanum svo hann gæti tekið stöðu hans og þorgerður Katrín tekið við forsætisráðherrastólnum.
Í öllu þessu rugli hafa þaug bara hugsað um sjálf sig og eigin völd í stað þess að vinna fyrir fólkið og plottið með þessu sandkasti í augu landsmanna bar næstum árangur.
Jafnvel Bubbi Morteins lét blekkjast
Sjá qoute í bubba af síðu hanns hér http://www.bubbi.is/index.php?option=com_fireboard&Itemid=20&func=view&id=1225&catid=2
"ég vil Þessa Ríkistjórn burt en ég vil Þorgerði Katrínu Næsta Forsætisráðherra
já furðulegt nei mér finnst það ekki hún er milli tveggja elda þannig séð
en hún skynjar hvað þarf hún sér við verðum að ganga skrefið evran er málið
einfalt hún er leiðtogin sem við þurfum takk fyrir"
En fólkið hefur að hluta snúist á móti þeim sem bera raunverulega ábyrgð á ástandinu og eru líkur til að Davíð kljúfi sjálfstæðisflokkinn til höfuðs Geirs fyrir atlögu hanns að honum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem geir plottar um pólitíska framtíð sína og stingur menn og vini i bakið en í þetta sinn gekk hann of langt og stakk íslensku þjóðina í bakið.
Ef ykkur dettur í hug að þið séuð að losna við þennan aumingja vil ég benda ykkur á að það er ekki svo auðvelt eins og hann skrifaði Obama.
Þá vill geir fyrir hönd ríkistjórnarinnar "ekki íslands eða íslensku þjóðarinnar" óska honum til hamingju og hann hlakkar til að starfa með honum en ekki Íslenska þjóðin.
Þetta segir ýmislegt um eðli hans og að hann hefur ekkert hugsað sér að taka ábyrgð og fara.
hver er staðan nú eftir 5 vikur ?
Jú það er engin framtið fyrir ungt fólk á Íslandi
Eins og Sverrir Stormsker seigir
ÞETTA ER EKKI ÞJÓÐFÉLAG ÞETTA ER ÞJÓFAFÉLAG!
Pólverjar munu lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað get ég annað sagt en..
5.11.2008 | 19:30
Fyrir utan endalaus mistök, lygar, blekkingar, of háa stýrivexti og óvarleg orð.
Þá seigir stundum mynd meira en 1000 orð...
Sjá..
Þetta er svoldið ástæðan fyrir þessu öllu sem engin tók alvarlega og núna er gleðinn er bara rétt að byrja...
ÞESSI RÍKISSTJÓRN VERÐUR AÐ VÍKJA.
4.400 sagt upp í hópuppsögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ALSHERJAR VERKFALL.
5.11.2008 | 18:12
Íslendingar nú er komið nóg.
Ríkistjórnin ætlar að greiða öllum erlendum aðilum með ykkar peningum allar innistæður sínar með vöxtum út úr þrotabúi einkarekins fyrir tækis sem við þurftum aldrei að bera ábyrgð á.
Og hvað ætla þeir að gera fyrir okkur ?
EKKERT!!!
ALLS EKKERT!!!
Það hafa verið gerð mistök á mistök ofan og engin gengst við ábyrgð.
VIÐ KREFJUMST ÞJÓÐARSÁTTAR.
Kröfur okkar ættu að vera
Burt með verðtryggingu, lækkun stýrivaxta, og leiðréttingu á lánum og vöxtum þeirra jafnvel afskriftir og stór hluti þeirra frystur eftir þörfum almenings vegna ástandsins.
Að peningar sem við áttum í lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyrissjóðum ásamt öðrum sjóðum bankana sem áttu að vera gjörsamlega öryggir verði okkur bættir upp að við njótum sama réttar og þeir sem við höfum lofað fullum bótum.
Að þeir sem misstu fasteignir sínar, hús og vinnu og lentu í gjaldþroti fái uppreisn æru og verði þurrkaðir útaf vanskilaskrám og gjaldþrotaskrá
Að fólk sem bar ábyrgð á þessu verði dregið fyrir dóm og eignir okkar teknar af því.
Að hreinsað verði til í stjórnsýslukerfinu.
Að hreinsað verði til í yfirstjórn verkalýðsfélagana og þá sérstaklega Vr
Að laun og eftirlaun þingmanna og ráðherra verði leiðrétt eftir töxtum ríkisins og þeir njóti einnig sömu lífeyriskjara og restin af fólkinu í landinu.
Til að þetta geti orðið verður öll ríkistjórnin að víkja og þjóðstjórn taki við þangað til það verði boðað til nýrra kosninga.
Að allir þeir þingmenn sem tengjast þessum málum verði tafarlaust settir frá og gert óafturkvæmt í stjórnunarstöður aftur sem og alþingi íslendinga.
Seðlabankastjórnin verður einnig að víkja.
Að þeir aðilar sem fundnir verði sekir sæti dómi um landráð og sitji af sér ásamt þess að verða skyldaðir í samfélagsþjónustu.
Til að þetta geti orðið þurfum við að standa saman og
Hætta að borga af lánunum.
Leggja niður vinnu og boða til
ALLSHERJARVERKFALLS
ASÍ lýsir furðu og hneykslan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)