Hvernig þessi frétt breittist Myndir - print screen.

Núna er ég búinn að gagnrýna fréttaflutning mbl.is á þessari frétt í tveimur færslum og verið mjög hreint út og gagnrýnin á vinnubrögð þeirra sem vinna á fjölmiðlinum í sambandi við þessa frétt.

Hefur ljósmyndarinn golli sem vann við fréttina látið skoðun sína og ósætti í ljós við gagnrýni mína.

Ber ég fulla virðingu fyrir skoðunum hans, en þetta er skoðun mín og vona ég að það verði honum og kollegum hans til metnaðar og hvattningar þar sem ansi margir eru sömu skoðunar og ég, eins og ekki hefur farið framhjá neinum í bloggheimum.

Nú ætla ég að sýna ykkur dæmi sem rökstyður gagnrýní mína hér fyrir neðan hvernig sama fréttin brettist 

fyrst eru linkir á gagnrýni mína 1PÓSTURHÉR og 2PÓSTURHÉR

fyrri.jpg

Þetta er fyrri útgáfan af sömu frétt sem allt í einu breyttist í sjá hér fyrir neðan

seinni.jpg

Til virðingar við ljósmyndarann ætla ég að copy pasta mótmæli hans úr comenta kerfinu á bloggi 2 í gagnrýni minni á þessi vinnubrögð og svo svar mitt við því.

Annars hef ég ekkert að bæta við gagnrýni mína á vinnubrögð mbl.is undanfarnar vikur, þið getið lesið það í tvem fyrru póstum ef þið hafið áhuga.

Lifið heil

Stöndum saman.

 1. Mennirnir á myndinni á svölum Kaffi Sólon eru; Friðþjófur tökumaður (áður á Mogga og Rúv), tökumaður Stöðvar 2 með loðhúfuna og Arnór ljósmyndari hjá Fréttablaðinu. Sé ekki neina erlenda fréttamenn þarna.

2. Hörður Torfason sagði í sinni ræðu að fólk ætti að koma saman á Austurvelli næstu laugardaga og ÖSKRA. (come on)

3. Eðli netfrétta er að þær eru skrifaðar á meðan hlutirnir gerast. Fyrsti hópurinn hittist á Hlemmi kl 14.00. Þar byrjuðu mótmælin, fyrst fámenn en síðan vaxandi niður allan Laugaveginn. Mannfjöldinn hefur sennilega verið mestur í kringum Ingólfstorgið og í Lækjargötunni. Sú strolla skilaði sér hins vegar ekki öll inná Austurvöll.

4. Blaðamenn á mbl.is ráða sjálfir hvaða myndskeið frá Reuters eru sett inn á forsíðuna. Þegar skrifuð er íslensk frétt með myndskeiðinu er lögð sérstök áhersla á það myndskeið, eins og í þessu tilviki. p.s. hvað segir blaðamaður Reuters að margir hafi mótmælt?

5. Ekki ætla ég að rífast við þig. Mér finnst bara ömurlegt að kallaður vanhæfur, reynslulaus og undirlægur undir stjórnvöld, allt upphrópanir sem eru eins langt frá mér og hægt er! Helber lygi.

golli-ljósmyndari (IP-tala skráð)

  6 Smámynd: Jóhann Þröstur Pálmason

Það er gott að ná til ykkar golli og vonandi getið þið tekið gagnrýni eins og þið eigið að gagnrýna samfélagið og ekki minnst stjórnmálamenn.

Það er einnig merkilegt að þær fréttir sem þið skammtið þjóðinni er að við séum lýður og ætlum að öskra...

var ekkert annað sem var hægt að koma áhugaverðara til skila í þeim boðskap sem var í gangi ?

gátuð þið í álvörunni ekki komið því áfram til þjóðarinnar sem raunverulega var í gangi ?

Ég veit nákvænlega hvernig þið starfið og tölur rauters eru tölur frá ykkur, það voru fjöldi annara erlendra blaðamanna á staðnum og ber þeim ekki saman við ykkur.

Mér finnst hart að þið getið samið svo miklu betri fréttir fyrir erlendan markað og það þurfi að fara heilan hring til að komast til skila til okkar á erlendri tungu.

Ég vona þetta verði ykkur hvatning, því ég er bara ekki einn með þessa skoðun.

Ég hef ekki hugmynd hver skrifaði þessa frétt sem ég vitna í en ég veit þú tókst myndina og nú viðurkennir þú að strollan hafi ekki skilað sér á austurvöll og ef þú hefur fylgt okkur allann tímann  þú að hafa átt betri myndir sem túlka það sem var í gangi betur. hlýtur

ég setti þessa mynd af sólon til að hafa tengingu við fréttina þar sem myndskeið úr henni er tekin þaðan.

Ég tek það fram að það sem þú tekur sem gagnrýni á þig persónulega er minnst ætlað sem gagnrýni á ljósmyndarann heldur á skrifuð orð um fréttina um mótmælin frá í gær, og hvernig fréttaflutningur er búinn að vera undanfarið af þessum hlutum.

Það er ekki oft sem slík mótmæli eru í gangi hér á frónni með jafn alvarlegum kröfum á þvílíkum suðupunkti og þið hljótið að sjá að þetta er bara byrjunin.

Íslandsagan er að skrifast. Documenterið það betur. Gefið því gaum.

Ef þú hefðir verið á borgarafundinum hér um daginn hefðuru heyrt mikla gagnrýni á blaða og fjölmiðlafólk yfir höfuð.

Ég er bara ekki einn um þessa skoðun.

Jóhann Þröstur Pálmason, 2.11.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Jóhann Þröstur Pálmason

Takk fyrir nöfnin á þeim sem tóku myndir af svölunum á sólon set það undir myndina.

Jóhann Þröstur Pálmason, 2.11.2008 kl. 22:52


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband