Mótmælinn vekja allstaðar eftirtekt nema hjá stjórnvöldum landsins.

Vík Burt Ríkistjórn. Kosningar strax (32 of 81) Friðþjófur tökumaður (áður á Mogga og Rúv), tökumaður Stöðvar 2 með loðhúfuna og Arnór ljósmyndari hjá Fréttablaðinu að störfum í gær.

Það er magnað að mótmælinn vekja athygli allra annarra en stjórnvalda landsins...

 Guð minn almáttugur, hvað þarf þetta að ganga langt?

 Gott að vita að vinir okkar í Evrópu fylgjast með okkur og birta fréttir af okkur annað en íslenskir fjölmiðlar sem hafa reint að þagga okkur í kaf.

Illa unninn frétt mbl.is af mótmælunum í gær var til skammar, og sagði ekkert.Hún var táknræn fyrir undirlægjuhátt gangvart stjórnvöldum, reinsluleisis og vanhæfni þeirra sem um hana fjölluðu.

Ég veit ekki hversu oft henni var breitt en til að byrja með var fyrirsögnin þúsundir mótmæla svo kom í staðinn um þúsund. Merkilegt var að hún var skrifuð kl 14 28 þegar gangan var hálfnuð og dagskráin á Austurvelli byrjaði ekki fyrr en kl 15 00.

Þá vorum við kölluð lýður og svo sagt að við værum hvött til að öskra.. come on

En heiður skulu þeir erlendu fréttamenn eiga sem neyða fjölmiðla landsins til að fjalla um okkur og vekja eftirtekt a vilja og réttindum borgarana. 

Íslenskt fjölmiðlafólk getur ýmislegt lært á erlenda fjölmiðlafólkinu sem er hér þessa dagana.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra.

Stöndum Saman

Sameinað Ísland

 


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var á Austurvelli á laugardaginn með kærustunni og syni mínum og samstöðunni vex fiskur um hrygg nú með viku hverri - frábært.

Þarna sá ég Guðmund Ólafsson hagfræðing; einn þingmann hef ég séð á svæðinu báð síðustu laugardaga - Ögmund Jónason og er það vel. En hvar eru allir hinir ? Hvaða skilaboð eru stjórnmálmenn að senda með því að mæta ekki ? Ég kalla þetta virðingarleysi.

Það er áberandi af fréttaflutningi að dæma af hvaða vanvirðingu margir stjórnmálamenn og háttsettir ábyrgðarmenn í stjórn efnahagsmála taka þessum mótmælum og svo virðist að sumir fréttmenn og frétta-vefmiðlar standi með í því - m.a. leyfa þessum aðilum að svara í frösum, meðan sumir svara á ábyrgan hátt og útskýra sitt sjónarmið. 

Ég segi við fólk sem kemur svona fram: Við íslendingar erum ekki fífl og fer fram á það að þið svarið af ábyrgð og útskýrið ykkar sjónarmið.

Dæmi er viðtal fréttamanns á RÚV í sexfréttum í dag.  Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður sjálfstæðisflokksins svaraði varðandi meirihluta óskir þjóðarinnar um kostningar (skv. skoðanakönnun) ...Engin efni standa til þess... Það er eðlilegt við þessara aðstæður að þessi umræða komi upp....

Formaður VG var málefnalegur og svaraði af festu.

Þessi hroki, vanvirðing og valdníðsla sem ég lýsi hér að ofan er að sjálfsögðu með öllu óþolandi - og verður ekki liðin lengur af þjóðinni, greinilega.

Þetta er til háborinnar skammar og viðkomandi eiga að taka pokann sinn nú þegar og fara að sinna starfi á öðrum vettvangi. 

Með bestu kveðju Hákon Jóhanneson.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:14

2 identicon

Davíð Oddsson er búinn að eyðileggja orðspor Íslendinga erlendis.
Á meðan hann og klíka hans hefur yfirráð yfir fjármálum Íslands fær landið enga fyrirgreiðslu.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
(Ruv er því miður búið að taka þetta viðtal af vefnum)

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Hlustið á þessi viðtöl úr Sænska útvarpinu

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar.
Maður heyrir á Fredrik Reinfeldt að honum líst ekkert á að lána þessum vitleysingum pening.
Hann vill vera viss um að þessi hjálp komi almenningi á Íslandi til góða.
Hlusta;
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422352
Fortsatt väntan på stöd för Island
Det krisdrabbade Island får vänta ett tag på ekonomiskt stöd av sina nordiska grannländer.
De nordiska statsministrarna beslöt på ett möte i Helsingfors på måndagen att låta en arbetsgrupp utreda
hur Island bäst tar sig ur krisen innan man skickar pengar.

Geir Haarde í hlutverki Gosa
Orsök hrunsins er ekki á Íslandi segir Geir!
Hvað er nefið á Geira Gosa orðið langt?
Alluri heimurinn veit að hann lýgur.
Hlusta:
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422082

Island förhandlar om nordiskt stöd
http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2404040

Fortsatt väntan på stöd för Island
http://www.sr.se/ekot/artikel.asp?artikel=2404349

Lánið sem Íslendingar verða núna að taka vegna vanhæfni Davíðs Oddssonar er 6 milljarðar $ 
6 x 244 = 1464 milljarðar ISK!

Niðurstaða af þessu er ótvíræð!

Það verður að efna til kosninga sem fyrst og koma hinni spilltu valdaklíku Geirs og Davíðs frá.
Þá er fyrst hægt að hefja endurreisn lýðveldisins.

 

RagnarA (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:42

3 identicon

Best að halda Guði frá þessu held ég, þar sem að símanúmer er óþekkt. Þar sem að hver og einn hefur gneista lífsins og þar af leiðandi guðlegan kjarna, væri betra að treysta á það, sbr. við erum  til.

Til að gera þetta ennþá greinilegra þá má minnast þess að forsætisráðherra sem er hagfræðingur biður Guð um hjálp (hvers konar hagfræðikennsla var honum kennd) og núverandi Bandaríkjaforseti heldur sig hafa ákveðið tengi til þess guðlega sem notað var til að hefja árás á lönd í öðrum heimsálfum og getur hver sem er séð hvaða afleiðingar það hefur haft á  efnahagsmál alþýðu hér á landi og þeim hörmungum sem gerðust í Írak. 

ee (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:22

4 identicon

Ath. Fredrik Reinfeldt hefur selt Svíþjóð til Bandaríkjastjórnar gegnum FRA lögin og þar af leiðandi líður honum vel . Ísland fylgdi með í kaupsamningunum og svo finnst honum ágætt að geta fyrirlitið íslendinga, þar sem að þeir eiga að vera þakklátir fyrir að geta þrælað fyrir Bandaríkjastjórn, þar af leiðandi fyrirlitningin um vitleysinga, sbr. Jantelagen: Du ska inte tro att du är något.

ee (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:27

5 identicon

1. Mennirnir á myndinni á svölum Kaffi Sólon eru; Friðþjófur tökumaður (áður á Mogga og Rúv), tökumaður Stöðvar 2 með loðhúfuna og Arnór ljósmyndari hjá Fréttablaðinu. Sé ekki neina erlenda fréttamenn þarna.

2. Hörður Torfason sagði í sinni ræðu að fólk ætti að koma saman á Austurvelli næstu laugardaga og ÖSKRA. (come on)

3. Eðli netfrétta er að þær eru skrifaðar á meðan hlutirnir gerast. Fyrsti hópurinn hittist á Hlemmi kl 14.00. Þar byrjuðu mótmælin, fyrst fámenn en síðan vaxandi niður allan Laugaveginn. Mannfjöldinn hefur sennilega verið mestur í kringum Ingólfstorgið og í Lækjargötunni. Sú strolla skilaði sér hins vegar ekki öll inná Austurvöll.

4. Blaðamenn á mbl.is ráða sjálfir hvaða myndskeið frá Reuters eru sett inn á forsíðuna. Þegar skrifuð er íslensk frétt með myndskeiðinu er lögð sérstök áhersla á það myndskeið, eins og í þessu tilviki. p.s. hvað segir blaðamaður Reuters að margir hafi mótmælt?

5. Ekki ætla ég að rífast við þig. Mér finnst bara ömurlegt að kallaður vanhæfur, reynslulaus og undirlægur undir stjórnvöld, allt upphrópanir sem eru eins langt frá mér og hægt er! Helber lygi.

golli-ljósmyndari (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

Það er gott að ná til ykkar golli og vonandi getið þið tekið gagnrýni eins og þið eigið að gagnrýna samfélagið og ekki minnst stjórnmálamenn.

Það er eignig merkilegt að þær fréttir sem þið skamtið þjóðini er að við séum lýður og ætlum að öskra...

var ekkert annað sem var hægt að koma ahugaverðara til skila í þeim boðskap sem var í gangi ?

gátuð þið í álvöruni ekki komið því áfram til þjóðarinnar sem raunverulega var í gangi ?

Ég veit nákvænlega hvernig þið starfið og tölur rauters eru tölur frá ykkur, það voru fjöldi annara erlendra blaðamanna á staðnum og ber þeim ekki saman við ykkur.

Mér finnst hart að þið getið samið svo mikklu betri fréttir fyrir erlendan markað og það þurfi að fara heilan hring til að komast til skila til okkar á erlendri tungu.

Ég vona þetta verði ykkur hvatning, því ég er bara ekki einn með þessa skoðun.

Ég hef ekki hugmynd hver skrifaði þessa frétt sem ég vitna í en ég veit þú tókst myndina og nú viðurkennir þú að strollann hafi ekki skilað sér á austurvöll og ef þú hefur fylgt okkur allann tímann hlítur þú að hafa átt betri myndir sem túlka það sem var í gangi betur.

ég setti þessa mynd af sólon til að hafa tengingu við fréttina þar sem myndskeið úr henni er tekin þaðan.

Ég tek það fram að það sem þú tekur sem gagnrýni á þig persónulega er minnst ætlað sem gagnrýni á ljósmyndarann heldur á skrifuð orð um fréttina um mótmælin frá í gær, og hvernig fréttaflutningur er búinn að vera undanfarið af þessum hlutum.

Það er ekki oft sem slik mótmæli eru í gangi hér á frónni með jafn alvarlegum kröfum á þvílikum suðupunkti og þið hljótið að sja að þetta er bara byrjunin.

Íslandsagan er að skrifast. Documenterið það betur. Gefið þvi gaum.

Ef þú hefðir verið á borgarafundinum hér um daginn hefðuru heyrt mikkla gagnrýni á blaða og fjölmiðlafólk yfir höfuð.

Ég er bara ekki einn um þessa skoðun.

Johann Trast Palmason, 2.11.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir nöfnin á þeim sem tóku myndir af svölunum á sólon set það undir myndina.

Johann Trast Palmason, 2.11.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband