Svar sjálfstæðismanna við mótmælum landsmanna er að kalla þaug einelti.

Landsmenn virðast klofnir til tveggja meininga í viðhorfum sínum, til þeirra sem vilja að Davíð Oddson sæti þeirri ábyrgð sem hann hefur verið á launum fyrir að taka frá hinu Íslenska ríki og gerir ekki.

Fólk virðist hafa strax gleymt hvaða hlut Davíð á í öllu þessu og kokgleypir (hunda sálfræði) aðferðarfræði hins mentaða auðvalds, sem sjálfstæðisflokkurinn notar sér til réttlætinga, og til að stoppa andstæðinga sína.

Nýjasta útspil þeirra er að reina að rífa djúpt í tilfinningar fólks og hrópa "EINELTI EINELTI"

þetta er svo eitthvað týpískt Geir Haarde og Davíð sjálfur að koma þessu af stað.

Virkilega low og ógeðfalt gagnvart þeim sem raunverulega verða fyrir einelti að svara alþýðunni svona, og etja henni upp á móti sjálfri sér og stuðla með því að sundrungu innann hennar til að viðhalda eigin völdum og draga athyglina frá hinu raunverulega vandamáli.

"DÓNI" "EINELTI" "NORNAVEIÐAR" osf. Einfalt og hnitmiðað típískur Geir Haarde.

(Það væri náttúrulega ægilegt ef sjálfstæðisflokkurinn missti stöðu seðlabankastjóra til einhvers annars hæfari einstaklings sem væri flokksbundinn öðrum flokki (mögulega jafnaðarflokknum samfylkingunni) sem myndi redda málunum!! munið að það er svona sem flokkarnir tryggja völd sín í samfélaginu að skipa flokksbundna meðlimi í lykilstöður)

Ég vil bara þakka fyrir að Davíð Oddsson sé ekki svartur þá gætuð þið stimplað okkur kynþáttahatara og nýnasista.

Allt til að færa umræðuna frá málefnalegum tilgangi hennar og markmiðum og jarða andstæðinga sina með Sálfræðilegum menntahroka og ANDLEGU OFBELDI.

Íslendingar hvenær ætlið þið að horfa gegnum blekkingar auðvaldsins?

Að sjálfsögðu er þetta ekkert einelti, frekar en þegar starfsmanni er sagt upp vinnu í fyrirtæki sem hann vinnur hjá það er ekkert persónulegt.

Ef hinn venjulegi íslendingur ræður sig í vinnu og stendur ekki undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar eru það ekki leit af "sökudólgi" "Nornaveiðar" eða "Einelti" hann einfaldlega er á röngum stað í lífinu og er látinn sæta þeirri ábyrgð sagt upp störfum og látinn fara. Ekkert persónulegt og eitthvað sem öll við hin þurfum að lifa við og jafnvel ganga í gegnum sama hvaða stétt þjóðfélagsins við tilheyrum og enginn þarf að leita til Samtakana Regnbogabarna á eftir.

þetta snýst ekki um persónu Davíðs, heldur vinnu og framkomu Seðlabankastjóra Íslenska lýðveldisins.

Hann hefur ekki gert goða hluti, er ekki hæfur, hefur heldur ekki þá menntun sem til þarf, fyrirtækið ISLAND hefur tapað á honum, og það er eðlilegt að hann víki svo fyrirtækið öðlist það traust aftur sem það þarfnast, og sá hæfasti einstaklingur sem völ er á með viðeigandi menntun á sé ráðinn í stöðuna.

Seðlabanki íslands á ekki að vera öldrunarheimili elliæra pólitíkusa eins og hann virðist hafa verið notaður til.

það er magnað að þeir hinir sömu sem hrópa út alþýðuna fyrir að sækja rétt sinn í löglegum mótmælum, taka þátt í raunverulegu einelti Davíðs Oddsonar gegn Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans.

Jón Ásgeir og fjölskylda virðast vera án nokkurra réttinda í lýðræðisríkinu ísland. Munið að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð (þið krefjist þess réttar sjálf) og Davíð hefur í fjölmiðlum ítrekað tekið þann rétt af Jóni Ásgeiri.

þannig er það bara.

Íslendingar það er kominn tími til að byrja að hugsa, en ekki láta hrokafullan flokksáróður sjálfstæðisflokksins hugsa fyrir ykkur gegnum fjölmiðlana.

Lesið milli linana og látið af andlegu ofbeldi gegn alþýðunni virðið rétt hennar!!

Valdið er fólksins ekki flokksins

stöndum saman

og munið....

Aldrei Aftur X-D.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér í sambandi við það sem þú segir um fáránleika þess að kalla mótmæli á við þau sem hafa átt sér stað tvær sl. helgar einelti gegn persónu Davíðs Oddssonar. Þeir sem tóku þátt í þeim og við sem erum að gagnrýna hann erum að gagnrýna hann vegna starfa hans á opinberum vettvangi.

Þeir sem gera alvarleg mistök í starfi er vikið úr starfi ef þeir hafa ekki vit á að segja upp sjálfir. Krafan snýst eingöngu um það að Davíð komi fram sem hugsandi og siðmenntaður maður gagnvart vinnuveitendum og skjólstæðingum sem hann rúði fjárhagslegu sjálfstæði og ærunni um leið.

Ég mæli með að þeim sem finnst ómaklega vegið að Davíð lesi þessa grein Richards Porters frá því á föstudaginn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir það Rakel. Mér þykir vænt um að fá svo málefnalegt comment og link.

þetta er snilld hjá þér.

Johann Trast Palmason, 19.10.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Takk fyrir þetta Jói. Það er ekkert grín hversu hrokafullur Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í gegnum tíðina. Og að líkja viðbrögðum almennings við aðgerðum æðstu stjórnenda landsins við persónulegar árásir sýnir bara að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á stjórn landsins sem sitt einkamál, þessvegna eru aðfarir almennings að stjórn landsins persónulegar árásir.

Burtu með með þessa kapítalista. Aldrei X-D (ég hef aldrei gerst sekur um það persónulega)

Snorri Sturluson, 19.10.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Rétt Snorri því miður fæddist ég inni flokkinn að vera flokksbundinn var ekki mitt val, og gekk það svo langt að lengi vel vissi ég ekki að þvi og voru félagsgjöld borguð fyrir mig án minnar vitundar

en ég hef ekki kosið hann í þó nokkurn tíma hehe

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband