Hvað ætlar moggin að skrifa margar fréttir um það sem Davið sagði ?

Nei ég bara spyr.

Það fer hreinlega um mig kjánahrollur að koma inna mbl.is og sja herna 10 fréttir i röð þar sem er verið að skrifa kastljósið orðrétt upp eftir Davið.

Erum við að tala um barnalega vanhæfa fjölmiðlamensku eða hreinlega málgagn sjálfstæðisflokksins og áróðursrit ?

Anars vorkenni ég bara Davið.

Hann má eiga Það hann var heiðarlegur sem ávalt fyrr en svoldið mikið veikur.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mogginn er svolítið eins og Hannes Hólmsteinn: His master voice..

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:11

2 identicon

Já það er slæmt að Jón Ásgeir skuli ekki eiga Moggann líka - þá þyrfti bara að lesa 1 blað.

Annars tek ég ekkert mark á þvaðri landflótta gungu sem baðaði sig hér í góðærinu en lagði svo niður skottið ( að eigin sögn ) þegar harðnaði á dalnum og flýði land í stað þess að taka þátt í uppbyggingunni - og að kjósa VG og co.

taktu þau til þín væni -þið eruð af sama sauðarhúsinu

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Alltaf hugrakkar þessar ip tölur.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Jóhannes Frank Jóhannesson

Ef hann er svona heiðarlegur sem fyrr hversvegna trúir fólk þá honum ekki? hann segist hafa sent aðvörunar bréf! hvers vegna er ekki hlustað á það ? og er hann einn sekur í tunnuni ?er hann skemmda eplið eða voru þau öll eitthvað löskuð og þurftu bara smá extra til að spillast alveg.

Oft er ekki hlustað á þann sem hrópar úlfur úlfur  en síðan er ráðist á hann fyrir að hafa ekki hrópað nógu hátt ! 

Mér fannst hann komast nokkuð vel frá þessu Kastljós dæmi og ég held að það vakni nú nokkrar spurningar um hversvegna var EKKI hlustað á hanns orð ? það er líka alveg ófært að heimili manna séu ekki í friði og lýsir ferkar  veiku eðli að ráðast á fjölskyldur manna, nó er nú að samt.

Annars held ég að gaman verði að sjá hvað Búsáhaldabyltingin "fræga" fái á orkað þegar upp er staðið allavega er ekki mikið að ske með stjórnina eins og er nema hún einbeytir sér bara að einu máli, að koma bráðabyrgða bankastjóra að í Seðlabankanum sem á svo að gera hvað???

Ég held reyndar að mjög margir íslendingar hafi nefnilega notið "góðærisins" með einum eða öðrum hætti og að segjast ekki hafa tekið þátt í þessu er einföldun á málinu að mínu mati.

Ég hef unnið alla mína ævi hörðum höndum til að eignas það sem ég á og horfi nu á þetta allt brenna hægt og rólega upp í verðbóta báli, Ég hef ekki tíma til að vera að berja potta og pönnur á torgum en ég get stutt ýmis konar mótmæli en þá verða líka að vera til lausnir sem eru nýtilegar það   finns mér vanta í alla Byltinguna! og mikil tími fór í ræðum um hvað fór úrskeiðis og hvern ætti að sækja til saka það kannar alltað á klapp og ánæju hróp í fjöldanum og er auðvelt til að afla sér vinnsælda.

Og eitt en Jóhann ef þú ert með kjánahroll vegna Davíðs hversvegna ertu þá líka að blogga ummhann ?

Kveðja

Jóhannes Frank Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 22:47

5 identicon

Þetta er ekki bara hér...farðu bara inn á dv.is og vísir.is  þar er líka verið að skrifa þetta.

 Þetta var alveg helvíti merkilegt viðtal og Davíð kom vel út úr því eins og honum er von og vísa. Ég er samt engin Davíðs fan en ég tel og hef talið lengi að þetta bankahrun sé ekki honum að kenna heldur liðinu sem stjórnaði bönkunum og ákveðnum "útrásarvíkingum". Auðvitað bera margir ábyrgð eins og ríkisstjórnin, seðlabankinn, eftirlitsstofnanir og síðan auðvitað við líka. Fólk verður líka að horfa í eigin barm. Sumur tóku engan þátt í þessu og eru alveg saklausir en alltof margir voru að skuldsetja sig upp fyrir haus, keyptu bíla sem þeir höfðu ekki efni á, miklu stærri og flottara húsnæði en það hafði efni á, fór til útlanda án þess að hafa efni á því o.s.frv.

Bankarnir gerðu það síðan að verkum að auðvelt var að ná í peninga til að vera á þessu flippi. Ég held að við Íslendingar þurfum almennt að líta í eigin barm og athuga hvort við höfum með einhverjum hætti tekið þátt í þessu og hvort að við séum e.t.v. að einhverju leiti í þeirri aðstöðu sem við erum í núna með skuldirnar út af því að við lifðum of hátt.

Það eru ekki allir í djúpum skít og margt af því fólki bjó bara í húsnæði sem hefði alveg mátt vera stærra og flottara en vildi ekki koma sér í skuldir, keyrðu um á gamla bílnum eða jafnvel átti engan bíl. Átti engan sumarbústað þó það hefði líklegast getað fengið lán fyrir honum og fór ekki til útlanda nema vera búið að safna fyrir því lengi.

Fólkið sem er síðan öryrkjar, ellilífeyrisþegar og þessi hópur á alla mína samúð, hlutirnir hljóta að vera mjög erfiðir hjá þessu fólki og það hefur ekki tekið þátt í ruglinu.

Ætla að hætta núna en skilaboðin eru þau að við verðum að skoða okkar mál því annars lendum við bara í sömu súpunni næst þegar kemur góðæri.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Jóhannes Frank Jóhannesson

Við skulum EKKI gleyma þætti fjölmiðla í þessu öllu en þeir haga nú seglum eftir vindi og reyna sífelt að finna og nota eitthvað misjafnt (að þeir telja) til að koma högi á einhvern eða einhverja sjalfum sér til upphefðar þannig græða þeir líka á "góðærinu"og líka "ástandinu" en eins dauði er annars brauð ,við þurfum bara að vera dugleg að tina um upp  molana svo við verðum södd

Annars datt mér líka í hug smá athugasemd, í mörgum glæðasögum er segt "follow the money" til að finna höfuppaurinn í klíkunni svo hvernig væri  að gera svona núna, fylgja peningunum hver er að græða á "ástandinu"???

Johannes

Jóhannes Frank Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 23:05

7 identicon

Jóhannes Frank: hér á landi er mikið af fólki sem naut einskis af þessu "góðæri", hér á landi er líka mikið af fólki sem ekki studdi þá þróun sem samfélag okkar var í, það er því með öllu merkingarlaust að gagnrýna fólk á þeim nótum, að það hafi "líka notið" góðærissins eins og þeir sem það gagnrýnir.

Jón Þór (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:28

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég kalla þetta skaðlegt fréttamat! E.t.v. er þetta líka besti vitnisburðurinn um það hversu sjálfstætt fréttamat fjölmiðla á Íslandi er í raun

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.2.2009 kl. 00:51

9 Smámynd: Johann Trast Palmason

ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar sjónarmið og komment.

Til þín Ólafur I Hrólfsson.

Þá vil ég minna þig á að það fyrsta sem hrundi með bönkunum var Iðnaðarmennskan og beið ég hér i 4 mánuði á 97 þus krona styrk til að sjá hvort ekki myndi rætast úr þar sem ég er þrátt fyrir allt Iðnaðarmaður og horfði ég á flesta sem ég þekti fara á hausinn á meðan á mettíma.

Að ég sýni sjalfsbjargar viðleitni og fari erlendis til að afla fjár til að borga skuldir mínar á íslandi í stað þess að leggja þær á ykkur hin og hanga án tilgangs á landinu á styrk hins opinbera sem er aftur byrði á landinu er allt annað en gungu háttur.

Það þarf "Balls" til að byrja uppá nýtt á ókunugum stað þar sem enginn þekkir til þín og það þarf balls til að standa við skuldbindingar sínar og finna leiðir útur vandanum.

Ég er þó að senda péning heim.

Hvað ert þú að gera Hr ólafur ?

Þú þarft að vera ansi mikið betri til að standa undir slíkum sleggju dómum.

Johann Trast Palmason, 25.2.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband