Opið bréf til yfirmanna Lýsingar.
27.1.2009 | 18:29
Sendi fyrirtækinu Lýsingu þetta bréf. pósta því hér lika þá kannski skilar það sér á réttan stað þar sem ég fann hvergi net póst föng yfirmanna lýsingar og þurfti að senda þetta á almennt meil.
Til Yfirmanna lýsingar Áframsendist.
¨Þá segir í yfirlýsingunni að sú fullyrðing, að Lýsing hf. sé að leysa til sín leigumuni þegar ekki hefur verið greitt af samningum í einn til tvo mánuði sé ekki rétt. Lýsing hf. reynir eftir fremsta megni að finna leiðir með sínum viðskiptamönnum svo þeir geti uppfyllt gerða samninga."Ég vil vitna í þessa yfirlýsingu frá lýsingu Þar sem þetta er ekki mín reynsla af fyrirtækinu og virðast þeir þjónustufulltrúar sem ég hef talað við algerlega skilningslausir á þetta og jafnframt áhugalausir og fela sig bak við reglugerðir og segja ekkert þýði að tala við yfirmenn sína sem jafnframt sendu út þessa yfirlýsingu.
Síðast í dag reyndi ég að tala við þjónustufulltrúa nokkurn um skuld mína gagnvart lýsingu og vildi reina að finna einhverja leið til þess að komast til móts við félagið og byrja að borga skuldir mínar niður aftur eftir skamma hríð.
Ósveigjanleikinn var algjör og heimtaði hún 75 þus kr með sólahringsfyrirvara af manni sem gengur á félagsmálastyrk í augnablikinu og það jafnvel þó ég segði henni að líkur væri til þess að sú staða myndi breytast í næsta mánuði.
Ekki skil ég að fyrirtækið vilji kalla inn verðlausan bil sem keyptur var sem vinnu bíll bil sem þeir fá ekkert fyrir og hrinda mér þannig yfir í gjaldþrot og sitja uppi með allan kostnað sjálfir.
Mín reynsla er af lýsingu að þegar i haust þegar stefndi i óefni hjá mér útaf efnahagsástandinu hafði ég samband við þjónustu fulltrúa fyrirtækisins tilbúin að ræða við þá og leita einhverrar lausnar og svörin sem ég fékk til baka voru hótunarbréf með lögfræðing og svo uppsögn á samning og þó er ég er en með bílinn sem er vita verðlaus.
Það þýðir ekkert að segjast að hafa hringt í símanúmer sem er ekki einu sinni skráð á mitt nafn og skilið eftir skilaboð á því talhólfi þegar eg hef verið með annað í rúmt eitt og hálft ár og ítrekað haft samband við ykkur úr því sem ég nota og fengið þjónustu fulltrúa ykkar til að hringja i það sem er á mínu nafni og nú seinast í dag og varð ég hreinlega að spyrja útí hvaða númer þeir væru eiginlega að hringja í þar sem ég hef ekkert orðið var við slíkar tilraunir þó lýsing skrái þær niður sjálf.
Og að dirfast að segja að það sé á mína ábyrgð er hreinlega ósvífni.
Hverslags viðskiptahættir eru það að koma út í tapi ? Nú það er það sem þjónustufulltrúar ykkar eru að leggja upp fyrir ykkur.
Ég vil gjarnan fá að tala við einhvern sem fær enhverru ráðið og vinnur eftir þessari yfirlýsingu fyrirtækisins til að finna sameiginlega lausn sem er raunhæf.
síminn minn er 8965139
Virðingarfyllst
Jóhann Þröstur Pálmason
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt 28.1.2009 kl. 17:18 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann Þröstur.
Þú ert að lýsa reynslu fjölda fólks. Sjálfur er ég með Skoda Oktavía, 2005 árg. Bíllinn er ekinn nær 200.000 km. Metinn á 800.000.- kr. Skuldin er 2.500.000.- kr. Greiðslubyrði 110.000.- kr. pr. mán. Var 43.000.- þegar ég gerði samninginn. !!!!
Kunningi minn var með Toyota, ´98, skuld 300.000.- Bíllinn var tekinn. Fjármögnunarfyrirtækið mat bílinn á 7.000.- kr. Sjöþúsund kr. !!!!
Ég tek fram að bíllinn var í ágætu lagi.
Eigandinn fékk svo reikning uppá 293.000.- kr. frá fjármögnunarfyrirtækinu.
Ég vil hrósa þér sérstakl. f. kjarkinn og hreinskilnina. ÞAÐ ER ALLT OF MIKIÐ AF FÓLKI Í OKKAR STÖÐU, EN ÞORIR EÐA VILL EKKI SEGJA SÍNA SÖGU.
SKAMMAST SÍN EÐA E-Ð ÞANNIG...
Þitt blog er komið í mitt "favorit".
Kv. Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, LÍF OG LAND.........
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:56
Þakka þér fyrir Valdemar
Ég þekki líðan þína og það er ægilegt þegar fótunum er kyft svona undan manni
Hvað getur mar gert annað en reina og reina ná til þeirra sem enhveru ráða.
Það er samt huggun í harmi að finna að maður er ekki einn í þessari ósangjörnu stöðu þó það sem mjög miður og á ég líklega eftir að sakkna mótmælana og samkendarinnar sem maður fann þar
Sú samkend hefur hjálpað mer mikið síðustu mánuði.
Bestu kveðjur
Johann þröstur
Johann Trast Palmason, 27.1.2009 kl. 19:02
Þetta eru ekki ný sannindi af lýsingu, þetta er eitt það allra versta fjármögnunar fyrirtæki sem á markaði er.
Ég á svona sög frá árinu 2007 þegar að ég veiktist og þurfti á fyrirgreiðslu að halda, var með atvinnutæki í fullum skilum og vildi áður en til vanskila kom frysta í 3-6 mán og lengja samning á mót Nei og þvert nei þegar að 3. gjaldagi fellur þá talar þú við lögfræðideildina.
Ég seldi tækið og hef ekki fundi þörf hjá mér til að versla meira við þetta skítafyrirtæki.
Þekki fjölda sagna af samskonar málum.
Baráttukveðjur Vilbogi.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:48
það er skelfilegt að heyra slíkar frásagnir og vart i takt við þá tíma sem við lifum að fyrirtæki hegði sér á slíkan hátt.
Það er ekki vitlaus hugmynd þar sem loforð nýrrar ríkistjórnar um verndun heimilina er kominn fram að fara kanna lánadrottna heimilina og þar með lýsingu og sambærileg fyrirtæki og setja þeim stólin fyrir dyrnar og standa við það sem ríkistjórnin sagði í haust.
Annars sé eg ekkert athugunarvert við það að draga mótmælin að slíkum fyrirtækjum til að knýja á breitingar i viðskifta háttum í gjörbreyttu þjóðfélagi.
Stöndum saman.
Johann Trast Palmason, 27.1.2009 kl. 21:05
Jaaa.. hvernig fólk getur veðsett eignirnar sínar meinarðu?
Jamm (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:48
Mæli með því að neytendur láti á þessi mál reyna fyrir dómstólum.
Skv. lögum og reglugerðum sem eru virk hér í gegnum EES samninginn eiga kaupalögin að tryggja neytendur gegn svona misbeitingu.
Viðskiptaforsendur upphaflegs samnings hafa gjörsamlega brostið og neytandinn á ekki að bera allan þungann af því.
Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 22:07
Ótrúlegt að heyra Jóhann.
Gangi þér vel með þetta mál. Ég hef m.a af eigin reynslu af svona fyrirtækjum að þeir vilja frekar taka af fólki nánast verðlausa bíla (í mörgum tilvikum) frekar en að reyna að koma á móts við einstaklingin og semja.
Svona vinnubrögð eru ámælisverð, vægast sagt.
Bestu kveðjur
ThoR-E, 28.1.2009 kl. 13:39
Að beiðni yfirmanns innheimtusviðs hef ég tekið út nafn þjónustufulltrúans í þessari færslu enda hennar persóna ekki rellvant i þessu máli og sjálfsagt mál að gera slíkt.
Tinna!
I dag fór ég niður í Ármúla eigin persónu og talaði við yfirmann innheimtusviðs. Þær mótökur sem ég fékk þar voru öllu mikið öðruvísi en ég lýsti í bréfi mínu í gær og verð ég að segja að umburðalyndi hans og sveigjaleiki og vilji til að koma á sameiginlegri lausn var til fyrirmyndar.
Líklega er það vegna þeirra gjörbreyttra aðstæðna sem hafa skapast í þjóðfélaginu en ekki má gleyma að ég hef loksins ethvað fram að færa og i þessum viðskiptum hefur ákveðins misskilnings gætt sem með símamálin.
Ekki get ég annað sagt að gagnvart mér eftir daginn i dag virðast þeir fyllilega standa við sín orð um að finna leið svo ég geti staðið við gerða samninga sem ég hef svo fullan hug að gera.
Myndi ég því af þessari reynslu minni frá í dag mæla með að þú bendir þessari konu á að gera slíkt hið sama.
Vil ég líka benda á að annar félagi minn fór til þeirra í dag og varð fyrir sömu reynslu í alls óskyldu máli.
Er ég mjög svo ánægður fyrir hönd eiganda lýsingar með slíka stefnubreytingu, þá meina ég Lýð og Ágúst Guðmundssyni sem ég vann hjá í 3 ár í Bakkavör fyrir 19 árum og þekki ekkert nema af umburðarlyndi og dugnaði ásamt skilning og var oft ótrúlegt að sjá hversu langt þeir teigðu sig í að mæta mannskap sínum sem þeir voru mikill hluti af og unnu oft samhliða í vinnsluni hvort sem fólk vill trúa því eða ekki í dag.
Það eina sem ég fann að Bakkavör síðasta árið sem ég vann hjá þeim var hversu erfitt var að hætta hjá þeim þar sem þeir héldu vel í sína. miðað við hvernig fyrirtækið þróaðist hefði maður kannski betur hlustað á þá og látið það ógert.
Það er gott að sjá þessi gömlu gildi þeirra bræðra koma upp á yfirborðið aftur í öðrum fyrirtækjum þeirra og vona ég að það verði reynsla fleiri og haft að leiðarljósi á þessum erfiðu tímum í hinu nýja íslandi.
Johann Trast Palmason, 28.1.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.