Vinsamlegast afhendið ekki ríkistjórn Íslands lánsfé.

Við, íbúar íslenska lýðveldisins,
á þessum tímum efnahagsþrenginga og yfirvofandi gjaldþrots þjóðarinnar, viljum koma því á framfæri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka grannþjóða Íslands og ríkisstjórnir þeirra að það sé ekki til framdráttar fyrir íslensku þjóðina að núverandi ríkisstjórn taki við lánsfé ykkar.

Vegna spilltra innlendra stjórnmála og óstjórnar efnahags- og peningamála stöndum við nú andspænis þessum efnahagsþrengingum. Við trúum því að stjórnmálaleg ábyrgð og siðleg stjórnsýsla séu frumforsendur þess að hér komist á raunverulegur efnahagsbati og ný skipan fjármála. Til þess þarf að skipta um ríkisstjórn svo endurvekja megi traust og trúverðugleika bæði innanlands og utan.

Við krefjumst þess að kosningar verði haldnar sem fyrst og við erum sannfærð um að þær leiði til nýrrar og bættrar stjórnskipunar. Þangað til,

Vinsamlegast afhendið ríkisstjórn Íslands ekki lánsfé.

HREYFING FYRIR NÝJU LÝÐVELDI Á ÍSLANDI

 

Hér getiðið kvittað fyrir þessu http://iceland-calling.this.is/


mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   rétt hjá þér

oli (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:11

2 identicon

Búinn að kvitta.

Þjóðstjórn straks og spillingarliðið í burtu.

Þeim er ekki treystandi fyrir fjármunum þessum vitleysingum sem fara með völdin þessa stundina.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband