V.R. VeRst Í Heimi

vr_burt_721482.jpg

Ekki bara það að hin siðspillta sjálfsupptekna stjórn vr sé ónýt. Heldur er félagið ónýtt í heild. Það er engin samstaða meðal félaga vr sem voru eins og barnir hundar á vinnustöðum sínum líkt og hvert annað fórnarlamb heimilisofbeldis, til að vinna fyrir skuldum útrásar sjálfstæðismanna undir forustu Björgólfs feðga og Geirs Haarde.

Fulla virðingu mína og stuðning skulu þeir huguðu menn og konur fá sem mættu á staðinn og létu í ljós óánægju sína yfir spillingu og ábyrgðarleysi stjórnar vr í hádeiginu í dag og veit ég um að mun fleiri félagsmenn voru með þeim í huga þó þeir neyddust til að vera á vinnustöðum sínum.

vr_burt_2.jpg

 

 

 

 Ekki sá neinn á skrifstofu vr neina ástæðu til að ræða við félagsmenn sína enda starfar vr fyrir aðra hagsmuni.

Ég legg til að atvinnurekendur gangi á bak hálftíma matartímasamningum við vr næstu viku og hvetji fólk sitt til að taka þátt í að standa upp fyrir rétti sínum og láta stuðning sinn og vilja í ljós í verki ásamt því að öðlast sjálfsvirðingu sína aftur. Það mun skila fyrirtækjunum mun afkastameiri og ánægðari starfsmönnum og ekki minnst kannski bjarga þessu félagi sem hefur brotið á síðustu árum félagsmenn sína gjörsamlega niður og samstöðu milli þeirra

Saga mín og reynsla af vr.

Í hinu svokallaða góðæri var ég starfsmaður í einu af stærstu verslunar fyrirtæki á sínu sviði sem sölumaður.

Ég vann þar í tvö ár. Eftir eitt ár skipti fyrirtækið um eigendur sem lofuðu okkur öryggi og öllu fögru sem þeir sviku. Vr sá ekkert athugunarvert við það.

Allt næsta ár gekk útá smá uppsagnir eingöngu á starfsmönnum með 2 ára starfsreynslu eða meira og í búðinni sem ég vann í var aldrei færri en 5 manns sagt upp á mánuði. Þetta var vegna hagræðingar, engar frekari upplýsingar var þörf því eins og stjórn Vr sagði þá höfðu þeir gert hina frábæru samninga fyrir okkur að fyrirtækin þyrftu ekki að tilgreina ástæður uppsagna vegna þess að við þyrftum það ekki heldur.

HÚRRA!!!

Allir vissu hina raunverulegu ástæðu sem var að fólk með 2 ára starf eða meira hafði of mikil réttindi gagnvart fyrirtækinu og auk þess var hægt að spara peninga á því að ráða inn nýtt fólk með mun minni launaréttindi og þetta lítur voða vel út á blaði. Vr fannst ekkert athugunarvert við slíka starfshætti.

Nú þegar ég var fluttur milli búða var vinnutími minn aukinn að einum þriðja og samt hækkaði ekki talan á launaseðli mínum. Í december var einnig bætt við okkur vinnutíma á sömu launum. Allt þetta eftir samningum Vr um mánaðarlaun.

Það kom líka að því að velja átti trúnaðarmenn og þegar að því kom sat ég hjá yfirmönnum fyrirtækisins þar sem þeir ræddu sín á milli hvern þeir ættu að styðja til slíks. Nokkra vildu þeir ekki sjá því þeir gætu verið með kjaft, en það skipti ekki máli eins og einn yfirmannanna sagði ef þeir hegða sér ekki þá bara rekum við hann, við höfum gert það áður... Svo var hlegið. Allt án athugunarsemda frá vr.

Ég man líka eftir fréttatilkiningu frá vr að ef við yrðum veik í einn dag fengjum við hann ekki borgaðan þar sem brögð hefðu verið að því að fólk misnotaði veikindadaga, þannig fólk varð að taka 2 veikindaga ásamt læknisvottorði ef það ætti að hafa einhvern rétt og þetta fundu þeir upp að sínu eigin frumhvæði. Þá spurði ég mig ? fyrir hverja vinna þessir menn ?

Svo kom að því að jól nálguðust og 2 samstarfsmenn mínir fóru til fjölskyldna sinna út á land að halda gleðileg jól. Til að dekka upp starfsmanna tapið stóðum við tveir eftir í þessari deild aukavaktir til að gæta hag fyrirtækisins milli jóla og nýárs.

Fyrir nýa árið var 5 í viðbót sagt upp, allt starfsmenn með 2 ár uppí tíu. Ég prísaði mig sælan enda leið öllum illa í búðinni þetta árið, við vorum í stöðugu óöryggi um störf okkar sem tölur á blaði ekki persónur fyrir utan það að fyrrverandi verslunarstjóri hafði samið við mig um laun rétt áður en hann hætti sem voru samkvæmt iðnaðarmanna taxta og töluvert hærri en yfirmenn höfðu ætlað sér og hafði verið mál út af því á sínum tíma. Þannig ég bjóst jafnt og þétt við að fá það í hausinn.

Á gamlársdag hringir hjá mer dyrabjallan og er þar einn yfirmanna fyrirtækisins mættur. Hann er með uppsagnarbréf í hendinni og hafði víst gleymt að segja mér upp störfum. Hann var mættur heim til mín svo uppsögnin gæti tekið gildi frá mánaðarmótunum. Uppsagnarbréfið var dagsett nokkrum dögum fyrr  og samkvæmt lögum eiga yfirmenn alltaf að vera 2 saman þegar að uppsögn kemur en þarna var hann einn. Ég vil taka það fram að þetta var góður maður sem hafði einnig útvegað mér vinnu annarstaðar og fékk fyrirtækið til að borga mér út uppsagnarfrestinn uppsögnin var ekki hans ákvörðun.

En þetta var kolólögleg uppsögn og vægast sagt siðlaus. Þegar ég svo hringi í Vr eftir áramótin til að leita réttar míns er mér svarað með kjafthætti og þeir tóku endalaust málstað fyrirtækisins og rétt þeirra. Þar á meðal að ekki þyrfti að tilgreina ástæðu uppsagnar sem var engin. svo var mer vísað á einhvern þjónustu fulltrúa og hefði ég alveg eins getað hringt í vinalínuna því svör og aðstoð var engin. ÞEIM VAR SAMA.

Ég spyr mig fyrir hvern er vr ?

þetta er handónýtt félag og held ég að áhrifaríkustu mótmælin væru að hætta að borga félagsgjöld.

Félagar Vr!!

Standið Saman

Þið eruð félagið en ekki gjörónýt, siðlaus stjórn þess sem arðrænir ykkur peningum og rétti.

HÆTTIÐ AÐ BORGA Í FÉLAGIÐ!!!

STOFNIÐ NÝTT.

Mótmælið þangað til. Gerist sýnileg


mbl.is Klanið burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband