ALSHERJAR VERKFALL.
5.11.2008 | 18:12
Íslendingar nú er komið nóg.
Ríkistjórnin ætlar að greiða öllum erlendum aðilum með ykkar peningum allar innistæður sínar með vöxtum út úr þrotabúi einkarekins fyrir tækis sem við þurftum aldrei að bera ábyrgð á.
Og hvað ætla þeir að gera fyrir okkur ?
EKKERT!!!
ALLS EKKERT!!!
Það hafa verið gerð mistök á mistök ofan og engin gengst við ábyrgð.
VIÐ KREFJUMST ÞJÓÐARSÁTTAR.
Kröfur okkar ættu að vera
Burt með verðtryggingu, lækkun stýrivaxta, og leiðréttingu á lánum og vöxtum þeirra jafnvel afskriftir og stór hluti þeirra frystur eftir þörfum almenings vegna ástandsins.
Að peningar sem við áttum í lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyrissjóðum ásamt öðrum sjóðum bankana sem áttu að vera gjörsamlega öryggir verði okkur bættir upp að við njótum sama réttar og þeir sem við höfum lofað fullum bótum.
Að þeir sem misstu fasteignir sínar, hús og vinnu og lentu í gjaldþroti fái uppreisn æru og verði þurrkaðir útaf vanskilaskrám og gjaldþrotaskrá
Að fólk sem bar ábyrgð á þessu verði dregið fyrir dóm og eignir okkar teknar af því.
Að hreinsað verði til í stjórnsýslukerfinu.
Að hreinsað verði til í yfirstjórn verkalýðsfélagana og þá sérstaklega Vr
Að laun og eftirlaun þingmanna og ráðherra verði leiðrétt eftir töxtum ríkisins og þeir njóti einnig sömu lífeyriskjara og restin af fólkinu í landinu.
Til að þetta geti orðið verður öll ríkistjórnin að víkja og þjóðstjórn taki við þangað til það verði boðað til nýrra kosninga.
Að allir þeir þingmenn sem tengjast þessum málum verði tafarlaust settir frá og gert óafturkvæmt í stjórnunarstöður aftur sem og alþingi íslendinga.
Seðlabankastjórnin verður einnig að víkja.
Að þeir aðilar sem fundnir verði sekir sæti dómi um landráð og sitji af sér ásamt þess að verða skyldaðir í samfélagsþjónustu.
Til að þetta geti orðið þurfum við að standa saman og
Hætta að borga af lánunum.
Leggja niður vinnu og boða til
ALLSHERJARVERKFALLS
ASÍ lýsir furðu og hneykslan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Athugasemdir
Jóhann. Nú ríður á að draga andann djúpt því við þurfum að spara kraftana og stóru orðin líka til síðari tíma brúks.
Hef það eftir innmúruðm að það sem þegar er á yfirborðinu sé hreinasta hátíð miðað við það sem á eftir að koma í ljós þegar menn hætta að rannsaka sig sjálfir og utanaðkomandi fara ofan í sauman á hlutunum.
Þetta er tæplega byrjað enn þó nóg sé.
Verð illa svikinn ef ekki verður brotinn gluggi svona uppúr áramótunum eða jafnvel fyrr.
Förum í ræktina og byggjum upp vöðvana fyrirkomandi átök.
101 (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:30
Það er laukrétt hjá þér að við eigum að hætta þessari borgunarvitleysu, þar til landið fær stjórn og gjaldgengur gjaldmiðill verður til staðar.
Hreggviður Davíðsson, 5.11.2008 kl. 18:42
Verkfall, prýðileg hugmynd!
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2008 kl. 19:37
Tek undir með Jóhanni.Það eru allir búnir að fá meir en nóg af bullinu og uppástungurnar hér að ofan góðar.
ASÍ virðist ekki vera með á nótunum. Og nú enn nýtt hneyksli með VR. Hvað á eftir að koma fleira?
Þjóðstjórn strax!
Tori, 5.11.2008 kl. 19:43
Ég er Samála síðasta ræðumanni, það verður að fara gera eitthvað í þessu helv...
Guðni Hjalti Haraldsson, 5.11.2008 kl. 19:44
Heykvíslar á loft?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.