Verkalýðsfélöginn eru ónýt. Forustan siðlaus!
29.10.2008 | 19:38
Það er gjörsamlega tært að spillingin sem við höfum fengið nasasjón af á alþingi teigi sig víðar.
Forusta verkalýðsfélagana er ónýt og er hún og hefur verið um árabil verst í VR.
Þessir menn eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um auðvaldið og skítsama um hinn almenna launamann.
Ég hélt að það hefði verið lögbundið að laun mættu ekki lækka, en það er vist allt í lagi ef fólki er hótað með atvinnumissi. Það er ekki eins og verslunarfólk sé á bankastjóralaunum eða verkalýðsforustu launum.
Mér bíður við þessari úrkynjun!
Jú jú það er æðislegt þið fáið launalækkun, svo ætlum við að minka vinnuna ykkar um 2 daga þar af auki á mánuði, sem þið getið tekið þegar okkur hentar....
(hvað hafa þá launin þá raunverulega lækkað um mörg prósent)
Og verkalýðsforusta VR hrópar húrra?
Þetta er að gerast á versta tíma í samfélaginu þegar viðbúið er að gengið falli um 50% vegna stýrivaxtahækkunarstefnu seðlabankans og kaupmáttarskerðing á neyslufé mun aukast um 20% og það eftir skatt
Hvað eru þessir menn að hugsa ?
Kunna þessir menn ekki að skammast sín ?
Félagar VR! þið eigið ekki að láta bjóða ykkur þetta, það eruð þið sem haldið verslununum gangandi og forustu VR uppi á einum þeim hæstu aumingjabótum sem þekkjast í samfélaginu.
Standið upp!
segið nei!
Hingað og ekki lengra það er búið að selja nóg nú þegar af réttindum ykkar.
Bjóða lægra starfshlutfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða djók er þetta?
Fyrirtækin berjast við gjaldþrot og greiðslustöðvanir, heldurðu að það sé bara hægt að krefjast þess að þau haldi óbreyttum launum, vinnustundum og starfsmannafjölda með því að vera nógu ákveðinn? Þetta virkar ekki þannig. Fyrirtæki sem tekst ekki á við raunverulega fjárhagsstöðu sína fer bara á hausinn, og starfsmennirnir missa allir vinnuna.
Hvernig er hægt að tala um að 'laun megi ekki lækka'? Meira að segja þegar landsframleiðsla gæti verið að minnka um allt að 10%?
Ég voga mér að segja að þig vanti mögulega smá jarðsamband.
Alexandra Briem, 29.10.2008 kl. 22:27
Ekki láta eins og fífl. Fyrirtækin eru að gera þetta til að reyna að takmarka það að segja upp fólki. Mér persónulega finnst betra að lækka launin aðeins, tímabundið frekar en að missa vinnuna í þessu árferði. En jú ég er sammála þér í einu við eigum að standa saman en ekki á móti þessu svokallaða "auðvaldi" heldur eigum við að standa saman og hlúa að hvort öðru.
stefán (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:30
Er það fólkinu að kenna eða ríkistjórnini ?
Hvar er orsökin og hvar er afleiðingin ?
þið eruð fullir í réttlætingum vanhæfra stjórnvalda þetta er einfaldlega rangt.
eg vil benda á að ef styrivextirnir hefðu td ekki verið hækkaðir um 6% sem er 50% og við hefðum heldur sett höft á gjaldeyrisviðskipti með skattaálagningu væri ástandið annað.
Auk þess eiga verkalýðsfélögin að gæta hagsmuna felaga sinna ekki etvinnurekanda ég hef góða reinslu af vr og leifi mer að seigja rettlætanlegt að drulla yfir það.
ég veit ekki hvaðan þið hafið þessi viðhorf ykkar en ég veit hvaðan sá heilaþvottur er uppurinn.
ég er liklega einn af þeim fyrstu sem fékk að finna fyrir falli bankana
ég voga mér að segja að eg sé með of mikið jarðsamband og of mikið af upplisingum um hvað er að gerast her í kringum mig
en slik viðhorf sem þið eruð með er að vera sofandi.
Vakknið
Stöndum saman
Þetta þarf ekki að vera svona.
Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 23:05
Strákar hættið að trúa áróðri, það eru til svo margar aðrar leiðir.
Það er mjög ljótt þegar fyrirtæki nota svona réttlætingar í svona ástandi eins hrikalegu og það er í dag til að skerða laun hinns lægst launaða.
Takið eftir að það er ekkert gert fyrir fólkið það minnsta væri að það fengi að ráða þessum 2 frídögum sínum sem það fær fyrir þessa fórn nei það fær það ekki heldur fær eigandi fyrirtækisins það. og takið eftir það er ekkert talað um skerðingu launa yfirmanna þessara fyrirtæka eða eiganda.
Þetta er einfaldlega ekki réttlátt eða réttlætanlegt á neinn hátt.
Drullið yfir mig að vild en eg þekki skít þegar ég finn lyktina af honum.
Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 23:13
það er hægt að krefjast þess að ríkið geri ethvað fyrir fólkið.
gera þeir það ?
nei þeir seldu okkur.
ætliði bara að lata það yfir ykkur ganga ?
ég segi nei.
Burt með þessa ríkisÓSTJÓRN
Stöndum saman
sameinað ísland
Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 23:16
2 vinnudaga = 10% laun
miðað við 4 vinnuvikur í mánuði og 5 virka daga í hverri viku, svo þetta kemur útá það sama.
Og er ekki betra að skera launin um 10% hjá 100 manns heldur en að segja 10 upp ?, væri nú ekki gaman að vera einn af þessum 10 sem hefur enga vinnu lengur og kannski enga sérfræðimenntun eða neina sérstöðu innan atvinnugeirans og þá er nú hægara sagt en gert að redda sér annarri vinnu á þessum tímum.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:12
Láttu mig þekkja það vinur það er varla séns.
Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 09:06
Þú talar um að það eru bara þessir lægst launuðu sem fá þessa launalækkun en það er bara ekki rétt hjá þér. 10% launalækkunin gengur jafnt yfir alla hjá þeim fyrirtækjum sem þetta gera.
Síðan með þessa vaxtahækkun þá skal ég alveg vera sammála að sú aðgerð á eftir að koma mörgum illa en það á ekki að dæma þetta ónýtt strax jú það eru nokkrir hagfræðingar sem eru búnir að dæma þetta ónýtt. En það eru líka miklu fleiri sem segja að þetta hafi verið eina leiðin til að koma einhverri ró á gengið hjá okkur. Afhverju er þessir hagfræðingar sem eru á móti hækkuninni betri heldur en þessir sem eru fylgjandi henni.
Síðan talar þú um að kjósa V-Græna mér sýnist þeir ekki vera að koma með neinar raunhæfar lausnir þeir eru of uppteknir í atkvæðaleit þegar flokkur sem ekki er í stjórn er í svoleiðis látum þá er ekki mark takandi á þeim vegna þess að þeir þurfa ekki að taka ábyrgð á sínum orðum.
Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:04
þetta er rosa gott point hjá þér stéfan og málefnalegt comment.
þu vekur mig allavegna til umhugsunar og til víðara samhengi sem er mjög jáhvætt og þroskandi.
Takk fyrir það.
Það er alveg spurning hvort mar eigi bara ekki að hætta að hvetja aðra til að kjósa það sem ég sjalfur er ekki með fastmotaðar skoðanir á hvort ég se samþykkur og þegar eg setti þetta upp var min huxun aðsenda skilaboð til stærri flokkana með að kjosa þá minni.
Ég vildi óska að það væri meira að velja ur.
Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.