Landsbankinn. Ekki Ísland.!
22.10.2008 | 18:01
Eins og flestir sáu síðasta daga, var það nafn landsbankans, ekki ísland sjálft eða íslendinga. Heldur Landsbanki Íslands, sem er skýrður eftir íslandi sem var á þessum lista.
það er með ólíkkindum mikil svívirða og líklega einnig blekking "auðnavaldsins" að persónugera landsbanka íslands að íslandi og sannfæra okkur með því til að bægja athyglinni frá hinu raunverulega vandamáli. Þannig þeir gætu möglunarlaust tekið lán í okkar nafni, og borgað skuldir Björgúlfsfeðga sem nú hafa boðist til að kaupa eignir landsbankans á brunaútsölu, eftir að hafa margfaldað skuldir hanns þaug 6 ár sem þeir áttu hann og stýrðu ethvað sem kom svo okkur á þennan stað.
Annar punktur er. Að það er ótrúlega hrokafullt og tillitslaust við líf og heilsu íslendinga í Bretlandi, að fara berjast í svona áróðri móti Bretum. Og rífa í sár þeirra reiði sem hafa misst og tapað í Icesave. Og svo ekki þá heldur, þeirra Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi hvor þá heldur við nám eða störf. Að þá mögulega að hella þannig olíu á eld þeirra þjóðernislegu öfgamanna sem gætu látið reiði sína þannig bitnað á saklausu fólki, fyrir þær sakir einar að vera íslenskt, er hrein og bein svívirða
Það er nóg búið að dynja yfir Íslendinga í Bretlandi síðustu daga og annarstaðar í Evrópu.
Ég vil að lokum óska þeim til hamingju sem mættu til að taka á sig sök Björgúlfsfeðga og gerast andlit Landsbanka Íslands til hamingju með þann fúsleika þar sem einungis skuldir þeirra fylgja með því.
Einnig vil ég benda þeim á að þeir eru að samþykkja að vera kallaðir hryðjuverkamenn og koma því með óbeinni sálfræði í viðhorfum yfir á venjulega Íslendinga og halda þannig slíkum viðhorfi lifandi þannig að sem flestir í heiminum verði meðvitaðir um það.
Að draga þannig athyglina frá þeim sem RAUNVERULEGA bera sökina, og taka þannig þátt í að draga athyglina burt frá raunveru legu örsökinni í sjálfsréttlætinga fullum áróðri þeirra, og blekkingum yfir á afleiðinguna sem ég þó persónulega er alls ekkert sáttur við aðferðarlega séð.
Ef ekkert breytist, Þá breytist ekkert !
Frá húmanísku sjónarmiði finnst mér alls ekkert fyndið að hætta þannig öryggi og mögulega heilsu, líf og eignartjóni íslendinga sem búsettir eru í Englandi eða hafa erindi þangað af einhverri gerð er hrein og bein svívirða.
Ef ég ætti mynd sem þannig kveikti neistann af fordómum andlegsvanheils manns sem siðar léti reiði sína bitna á saklausum íslenskum borgara sem jafnvel léti lífið eða biði varanlegs heilsutjóns, gæti ég ekki lifað með mér.
Ein árás vegna þessa væri einni árás of mikið.
Sorglegt að sjá hversu margir hafa keypt blekkingu svikamillunnar og eru tilbúnir að leggja sig fram til að viðhalda henni og borga svo fyrir það eftir á.
Lifið heil
Breska heimsveldið hörfaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.