Jón Baldvin Viðtalið orðrétt skriflega! Skyldulesning!

 (Jón Baldvin Hannibalsson í silfri Egils orðrétt)

Við erum á strandstað. Hvernig á að lýsa því ?

Sko, Ástandið í þjóðfélaginu, er þannig að þjóðarbúið er greiðsluþrota.Fjármálakerfið er hrunið. Gengið var í frjálsu falli, en nú er það ekki til. Krónan er farinn, horfinn, hún er ekki nothæf. Það þarf ekki um það að deila.

Meðann gengishrunið var svona hratt þá voru náttúrulega síðustu síðustu innkaup voru á mjög óhagstæðum kjörum. , þar að segja verðbólguspáin næstu mánuði verður brött.

Utanríkisverslun er strand, í bili vegna þess að öll greiðslukerfi eru strand. Traust okkar er horfið. Eignarbruninn sem á sér stað núna.

Einn maður lýsir því svo, að það samsvari rekstrarkostnaði landsspítalans á heilu ári. Sem að eignarbruninn er á deigi hverjum. Það er erfitt að skilja svona tölur. Nú fyrirtæki munu hrynja; ef við horfum ethvað fram því við erum á byrjunarreit. Við erum ekki á lokareit, við erum á byrjunarreit.

Atvinnuleysi er framlundann.Eignarmissir fjölda fólks vofir yfir. Það er vitað að eldri kynslóðinn sem hefur safnað í lífeyrisjóði sína, mun búa við skertan lífeyri. Mannorð okkar í útlöndum er farið. Þetta er lýsinginn sem hefur gerst á undanförnum dögum, í stórum dráttum.

Og orsakir ?

Þeir sem að trúðu því, að við gætum lifað einir í heiminum. Þeir sem trúðu því og héldu því til streitu, að við gætum búið við berskjaldaðan gjaldmiðil ein og óstudd, þrátt fyrir það að við værum sokkinn í skuldir. Jah þeir trúðu því en nú vitum við betur, það þarf ekki um það að deila.
Ég veit ekkert um það hvort það sé kominn tími til að greina orsakir.

Sko maður heitir Jónas Haralds, aldinn hagþulur, með mikla reynslu og elsti maður sem hefur komið hér í þætti hjá þér. (silfur Egils)

Hann sagði "Á undanförnum árum hefur enginn samræmd hagstjórn verið á Íslandi."

Merkir þetta ethvað ? jú það merkir það að hugtök eins og jafnvægi og stöðuleiki það brast.

Aflverju?

Við fórum í gríðarlegar framkvæmdir í virkjunum og álverum. Það þýddi innstreymi erlend lánsfjár inni hagkerfið. Við hefðum átt að ráða við það eitt útaf fyrir sig, en það var semsagt full atvinna og allt á fullu. en síðan tók ríkistjórnin ahvarðanir um að kynda undir.

Hvað gerði hún ?

Hún hækkaði veðmörk á húsnæðislánum og opnaði það allt uppa gátt. Þar með sprengdi hún upp fasteignamarkaðinn og hækkaði fasteignaverð með aðstoð seðlabankans. Hún lækkaði skattana á þeim ríku til að auka en meir umsvifin og eftirspurnarþensluna. Hún gerði eitt mjög jákvætt og það á að halda því til haga! Ríkið greiddi niður erlendar skuldir sínar. En þenslan var svo mikil á Íslandi að ríkisbaknið ókst frá því að vera 36% af þjóðarframleiðslu, og er núna líklega að nálgast 50% og á eftir að vaxa. Það var með öðrum orðum ekki safnað í sjóði undir forustu sjálfstæðisflokksins, einkaframtaksflokksins í spariræðunni. Þá þandist ríkisbáknið út með meiri hraða, heldur en þekkist á byggðu bóli

Seðlabankinn. Hvað gerði hann ?

Hann á að standa á bremsunni í svona þenslu ástandi.

Hvað gerði hann ?

Hann hefði átt að hækka bindisskyldu. Hann lækkaði hana og afnam hana. Hann hefði átt að grípa í taumana þegar hann horfði á það að bankakerfið sem áður var svona 40% af okkar þjóðarframleiðslu, var að þenjast út fyrir augunum þeirra. Hann átti að gera annað af tvennu. Annað hvort átti hann að safna í gjaldeyrisvarasjóð sem er dýrt, eða hann átti að grípa inní og skilja á milli innlendrar starfsemi bankana og erlendrar

.
Skýrslan sem að var unninn fyrir Landsbankann.

Það er rétt að halda því til haga, sem var stungið undir stól. Hún sagði nákvæmlega þetta. Og bara þetta, það er tveggja kosta völ. Annað hvort verða bankarnir að flytja höfuðstöðvar sínar til útlanda til þess að fá skjól frá öflugum seðlabanka, þið getið það ekki, eða þið verðið að ganga inni evropu sambandið sjálf. Henni var stungið undir stól og kallað venjulegt morgunfundar snakk.

Guð minn almáttugur.


Tilraunin með sjálfstæða peningamálastefnu, og verðbólgumarkmiðið 2,5%. á grundvelli krónunnar. Sem við byrjuðum með 2001, sem
seðlabankinn er ábyrgur fyrir og hefur haldið til streitu þar til að allt hrundi. Er náttúrulega, því er lokið. Það þarf ekki að deila um þetta. Þeir eru ekki enþá farnir að átta sig á því að þeir eiga að lækka stýrivexti

.
Það sem Jónas Haralds var að segja er að það er enginn samræmd hagstjórn á Íslandi

ég er búinn að lýsa því hvað ríkið gerði. Seðlabankinn sem átti að standa á bremsunum.

Hvað gerði hann ?

Hann hækkaði stýrivextina sem laðaði að áhættufjármagn, sem að hækkaði gengið, sem að gerði innflutning ódýrann, sem skapaði innflutningsæði, sem að þýddi vaxandi skuldasöfnun og viðskiptahalla. Stefna Seðlabankans hafði þveröfug áhrif.

Það var enginn samræmd hagstjórn enda hafði Davíð Oddsson í bræðikasti lagt niður þjóðarstofnun sem lagði grundvöllinn að þvi.


Ein spurning ? Var þetta allt útlendingum að kenna ? V

ar þetta allt ethvað sem á uppruna sinn í vitlausri efnahagspólitík Buhs Bandaríkjaforseta ?

Þar að seigja Bankakreppunni sem þaðan kom ?

Nei. Það er ekki svo. Þetta er mestanpart sjálfskaparvíti.

En neistinn sem kveikti bálið kom, þegar lokað var fyrir áframhaldandi sjálfvirku ódýru lánsfjármagni til bankana.Það gerist í hinni Alþjóðlegri krísu.

Og þá fara menn að skoða. þjóðarframleiðsla. Nei Island ? Guð minn almáttugur. Það er sokkið í skuldir. Og bankakerfið sem er orðið margföld, tíföld, tólföld, fjórtánföld eða hvað menn eru að segja,Áttatíu og fimm prósent af skuldum þjóðarbúsins eru í gegnum þessa banka. Og það er enginn gjaldeyrisvarasjóður.

Um þá kenningu að engir erlendir seðlabankar sem vildu lána okkur hafi lagt okkur í rúst.

Um þá kenningu er það að segja. Er að það ætti að kenna okkur að það getur enginn verið einn í þessum heimi. Við leitum til seðlabanka. Vinaþjóðanna svokölluðu, Bandaríkjanna, norðurlandana osf, Englandsbanka og evropu banka. Þeir rannsaka málið og niðurstaðan er þessi.

Bankakerfið Íslenska er orðið of stórt og þeir setja fram kröfu. Þið verðið að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann verður að gera á ykkur úttektina. Þið verðið að vinna björgunarplan í samráði við hann. Það er forsemda fyrir því að við getum gert ethvað.

Og hvar erum við stödd núna á strandstaðnum ?

Sko, það er fullt af fólki að vinna hérna baki brotnu nótt og nýtan dag, við að bjarga því sem bjargað verður í brunanum meðann eignirnar brenna í útlöndum. Og það sem enhver sagði hérna nú ættum við að fara okkur hægt, þvílík vitleisa. Við megum engann tíma missa í björgunarleiðangrinum.

En hann snýst aðallega um eitt. Hann snýst um það að hraða því að við náum samningum við alþjóðagjaldelrisjóðinn, ekki vegna þess að það sé góður kostur, heldur vegna þess að við eigum engann anann kost. Engan anann kost.


Án þess við höfum samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og áætlun um lausnir, þá þýðir ekki fyrir okkur að gera af því skóna að við endurreisum neitt traust. Stimpill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er úr þessu það eina sem við þurfum. Til þess að geta hvað ? Til þess að geta hafið aftur eðlileg greiðsluviðskipti, gjaldeyrisviðskipti. Til þess að Íslensk útflutnings fyrirtæki geti starfað. Rock Bottom!! Þetta verðum við að fá.

En hvað er að gerast ?

Ég hef traustar heimildir fyrir því, innann úr sjálfstæðisflokknum frá vinum mínum þar sem ég á en nokkra. Að sá sem stendur harður á móti þvi að þetta verði sé seðlabankastjórinn. Og þá seigi ég ef þetta er rétt þá seigji ég. Það er ekki bara að hann axli ekki ábyrgð af hruni af sjálfstæðri peningastefnu sem hann var ábyrgur fyrir. Og hruni ríkisfjármálastefnu sem hann var líka ábyrgur fyrir. Heldur er hann að þvælast fyrir á strandstaðnum líka. Þetta gengur ekki.

IMF mun setja skilyrði fyrir lánveitingum og detaljeruð skilyrði.Sko það er bara um björgunarleiðangur að ræða. IMF hefur hræðilegt orðspor meðal þróunarríkja og það er engu á hann logið þar. Hann gerði líka meiriháttar mistök eftir asíu kreppuna, þó verðum við að halda því til haga, að þeir höfðu rænu á að biðjast afsökunar þegar frjálshyggjuvitleisann þar hafði farið úti hreinar öfgar og gert illt verra. Það er svo langt um liðið 40 ár síðann þeir hafa tekist á við vanda þróaðra ríkja, það var reyndar Bretland þjóðaróvinur nr.1. Núna verður það Ísland og Ungverjaland. Ég veit náttúrulega ekkert fyrirfram hver verður niðurstaðan. Það verður agaplan.

Við erum núna eins og óþekktarormar, æðrulausir að vísu, uppvísir af því að við kunnum ekki að stjórna okkur sjálfir

ég .Ég held að þar sé munurinn, við heimtum aðhaldseimi í ríkisbúskapnum sem hefur verið að slaka öllu út. Og þeir munu fara mjög náið oní saumana á því að við stöndum við erlendar skuldbindingar okkar. En held þeir geti ekki knúið okkur til þess að ganga lengra en bandaríkjamenn gera sem hafa sagt, þegar fjármálastofnanir hrynja "það á að vera tap þeirra sem græddu forðum þar að seigja hluthafana og það er ekki sjalgefið að skattgreiðendur eigi að taka á sig tap áhættufjárfesta".

En án þess að fá leiðsinni alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þá erum við bara en á strandstaðnum að ausa og við komust ekki út. Við megum engan tíma missa því eignirnar eru að brenna.

Ég lagði það til sem formaður Alþýðuflokksins, minn flokkur studdi það að við stefndum að inngöngu í evropusambandið árið 1994, fyrir kosningarnar 95. Þá vorum við að fara inni góðæriskeið og það lék allt í lyndi á grundvelli eös samningsins.

Ef að við hefðum gert þetta þá gengið inni evrópusambandi. Þegar við fullnægðum öllum skilyrðum lika að fara inni peninga samstarfið. Þá hefðum við haft gjaldmiðil, Traustann gjaldmiðil sem heitir evra. Þá hefðum við haft að bakhjarli seðlabanka evropu í Frankfurt. Og þá fullyrði ég einn hlut. Þá hefði ekkert af þessu gerst.

Það er eins og núna þegar allt er eftir dúk og disk, þegar ógæfan hefur skollið yfir okkur og við erum æðrulaus þjóð í greiðsluþroti. Að þá eru góð ráð dýr. Fyrst er að fixa og redda. og partur af því er að, það er stæðasta atriðið það er alþjóðagjaldeyrisjóðurinn. Síðann er að byggja upp nýtt þjóðfélag. Ekki á þeim grundvelli að við ætlum að verða einir í heiminum. Heldur að finna okkur stað meðal þeirra þjóða þar sem við eigum heima. Sem er meðal norðulanda og eistrasaltsþjóða í svæðasamstarfi innann evropusambandsins. Þetta eigum við að byggja upp sem markmið við eigum að lýsa þessu yfir sem allra allra fyrst. Síðann að vinna kerfisbundið að þessu markmiði. Það tekur 6 til 9 mánuði að semja fyrir Ísland afþví við erum auka aðilar. Að semja um aðild að evropusambandinu 6 til 9 mánuði. Það hefur Olli Rens, sá ágæti finni ´sem fer með þaug mál í evrópusambandinu staðfest.
Nú í frammhaldi að því tekur það svoldin tíma að komast inni forstofuna hjá evrópska seðlabankanum. Sem heitir exchange rate mechanism. Í því myndi felast að við myndum festa krónu en þá semjum við um ethvert jafnvægisgengi sem við ætlum að hanga á, á millibilsástandinu. Með mikklum vikmörkum, en það þýðir samt sem áður að við verðum að leggja talsvert mikla gjaldeyrisvarasjóði til þess að treysta það.


(Eigill Helgason "þú telur ekki að við getum haldið krónuni ein og sjálf ?)

Það er búið mál, hættum að tala um þessa vitleisu Guð minn almáttugur
getum við aldrei lært neitt ekki einu sinni af óförum annara ? Hvað þá heldur sjálfra okkar.

(Eigill Helgason "En Jón hvernig er með þessar pólitisku afleiðingar af þessu ?)

Hinar pólitísku afleiðingar?

Menn segja sem svo, sko nú eiga allir að einbeita sér að björgunarstarfinu á strandstaðnum, þá er eins gott að menn séu að því. Og séu ekki að þvælast fyrir.

Spyrjum okkur sko ?

Hér er ríkistjórn með mikinn þingmeirihluta.Sjálfstæðisflokkur, Samfylking. Sjálfstæðisflokkur hefur borið ábyrgð á efnahagsmál á Íslandi í 20 ár . Hann hefur bæði haft forsetisráherrann og fjármálaráherrann. Leiðtogi sjálfstæðisflokksins,  sem ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga þeirra að þeirra eigin mati. Var forsætisráðherra sem mótaði þá efnahagsstefnu sem nú hefur beðið gjaldþrot, skipbrot. Og seðlabankastjóri sem presenterar yfir rústum péningamála stefnunar. Á stradstaðnum er nú verið að ræða björgunarleiðangur. 

Og það er númer eitt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn versus Rússa láns von. Og ef það er rétt að seðlabankastjórinn sé nú genginn í lið með rússum og vilji rússalán. En andvígur samningi við alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þá er það grafalvarlegt mál auðvita í þessu stjórnarsamstarfi.

í öðru lagi ef seðlabankastjóri harðneitar að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna og bera ábyrgð á gerðum sínum með að víkja ásamt með öðrum í seðlabankastjórn. Þannig að hægt sé að endurreisa traust. Það er ekki hægt að koma framm fyrir erlenda skuldunauta og stofnanir með þennann sama seðlabankastjóra. Það er bara ekki hægt. Það er allveg sama hvaða nafn maðurinn ber og hver hann er. þá er bara staðreindinn sú að við verðum að skipta þar um áhöfn, afþvi að við verðum að reina að byggja aftur upp traust. Og það hljótum við að gera með nýum mönnum.

Nú ef að þetta gengur ekkert eftir. Þá getur stjórnin ekki ráðið við verkefni sín.

Og hvað eigum við þá að gera ?

Ef að pólitíkusarnir eru ekki til nokkurs nýtir, geta ekki tekið áhvarðanir um td hluti eins og alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geta ekki tekið hluti um að nokkur maður axli ábyrgð á óförum okkar. Geta ekki tekið áhvörðun um að marka stefnuna framm í tímann til evrópusambandsins. Hvað er þá Ríkistjórn ? Hvað er hún að gera ?

(Eigill Helgason "Hvað er þá samfylkinginn að gera?")

Ég veit það ekki hvað hún er að gera.

Ég held að hún sé sensé á strandstaðnum að reina að bjarga. Ég veit það að samfylkingarmenn ganga hart að ná þessum samningi við alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem er síniconon sem er forsemda.

Ég vildi óska þess að pólitisk forusta sjálfstæðisflokksins  myndi nú horfast í augu við það, hún hefur þurt að gera það áður. það á aldrei að vanmeta getu manna til þess að læra af reinsluni. Að efa þessi stjórn á að lifa þá eiga þeir nú að taka í höndina á hvorum á öðrum og handsala það að við byrjun nú að vinna að inngöngu í evrópusambandið. Ef að þeir gera það þá á þessi stjórn von. En nú ella þá er í lýðræðisríki ekkert annað að gera heldur en að leggja málið í dóm kjósenda.

Ég veit alveg að Íslendingar eru búnir að læra það af beiskri reynslu, að það var rangt sem þeim var sagt að við gætum lifað hér við þessa krónu aleinir og óstuddir og berskjaldaðir fyrir vindum og veðrum heims kapitalismanns. Við getum það ekki.

(Eigill Helgason "En nú er verið að leisa allt samfélagið til ríkisins bara, og það þarf að deila þessu út aftur og spurninginn er liklega að bankarnir eru þannig staddir að við þurfum bara að borga með þeim næstu misseri ?)

Sko við getum bara ekki ýmindað okkur þessar tölur. Nú seðlabankinn mun hafa lánað gömlu Íslensku bönkunum mjög umtalsverðar fjárhæðir. Sem væntanlega eru tapaðar. Sko þessar tölur eru allveg gríðarlegar. Jájá það er verið að ríkisvæða allt það er með öðrum orðum verið að staðfesta endanlegt hugmyndarfræðilegt og praktiskt gjaldþrot ofstrúar markaðshyggjunar.

Þar sé heimatrúboðsins. Ekki bara hér heldur á heimsvísu.sem staðfestir en það að  við eigum 2 hugmyndarkerfi  upplifað 2 hugmyndarkerfi hrunin.Annarsvegar kommonismann sem féll í berlín 89 9 septenber. Ekki kapitalismann sem slíkann, heldur nýfrjálshyggjuna sem aldrei var nein hagvísindi heldur heimtrúboð öfgamanna sem tröllreið heiminum frá 1980. Og er nú í rústum sviðinn jörð. Eftir stendur eins merkileg þjóðfélagstilraun frá síðustu öld sem að blivur. Og hún heitir þjóðfélag jafnaðarstefnunar og velferðaríkið. og er í evrópu og þar eigum við heima.

(Eigill Helgason "Hvernig deilum við út þessum gæðum út aftur?")

Við erum á byrjunarreit þetta tekur mörg ár. Við viljum ekki norður koreu og við ætlum ekki að ríkisvæða þetta, auðvita munum við að lokum aftur taka upp þær spurningar.Nú er bara neyðarraáðstafanir.

En sko þetta líka rifjar upp, hvernig var einkavæðinginn framhvæmd hérna ?

Hún var auðvita án regluverks og án stuðnings af leikreglum virks lýðræðislegs ríkisvalds. Þetta var úthlutun, þetta var úthlutun böggla uppboð pólitiskt, og enn eitt til að læra af. Þegar þar að kemur að við förum að endureisa fjármálakerfið íslenska, þá verðum við að gera það í sammvinnu við erlenda aðila. Við verðum að opna ísland, þannig að hér verður starfandi erlendur banki til aðhalds og samkeppni við innlendu klíkurnar.

Og um rannsóknarnefnindina sem við eigum að skipa. Þá skulum við bara horfast í augu við það, að ísland er pínu lítið klíku samfélag. Pólitískt klíkusamfélag,þar sem að klíkur hafa farið sínu fram með heimatrúboð, og hagsmuna vensl og teingsl.

Það er allveg eins og krossvennslu eignarhaldsfélögum auðkýfingana. Það er alveg eins í pólitíkini, þú verður altaf að fara í ættfræði töflur eða vera mjög vel að þér í klíku vennslum til aðþess að vita hvar hagsmunirnir liggja.

það þýðir ekkert að tala um að við lærum af reinsluni með ransóknarnefnd sem verður skipuð af klíkubroddunum. Við verðum að fá sérfróða erlenda menn inni þessa rannsóknarvinnu, bæði af því hún er tæknilega flókinn og líka vegna þess að klíkumönnun er ekki treystandi fyrir því.

Við þurfum svartbók ekki hvítbók allveg eins og þegar fiskistofnarnir hrundu.

Jón Baldvin Hannibalsson 

(fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Reykjavíkur 1982-1998, formaður Alþýðuflokksins 1984-1998, fjármálaráðherra Íslands frá 1987-1988 og utanríkisráðherra Íslands 1988-1995. Sendiherra í Washington í Bandaríkjunum og síðar í Helsinki í Finnlandi.

Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.

Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964-1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970-1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964-1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979-1982.

AMEN!!! EINS OG TALAÐ ÚR MÍNUM MUNNI EF ÉG VÆRI HÁSKÓLAMENTAÐUR.

Og munið...

Aldrei Aftur X-D.


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

JBH: "Krónan er farinn, horfin, hún er ekki nothæf. Það þarf ekki um það að deila."

Hvað á maðurinn við? Hefur hann ekkert farið út í búð fyrir Bryndísi nýlega?

Óráðlegt þykir mér að taka trú á klisjur Jóns Baldvins, og gleymum ekki vel földum kattarþvotti hans á því, að það var hann sjálfur sem manna mest varnn að því að troða okkur inn á Evrópska efnahagssvæðið og þar með gera okkur berskjölduð fyrir ævintýramennsku og afhroðum eins og þessum sem við nú höfum mátt þola.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 20.10.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir þetta málefnalega komment Jón Valur þykir það gott þó ég hallist að Jóni baldvini og vþi sem hann sagði.

Fólk getur breist og fyrir mér talaði hann sannleikann í gær þó deila meigi um pólitiska fortíð hanns.

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband