ÍSLENSKA ÞJÓÐ STÖNDUM SAMAN!! BURT MEÐ DAVÍÐ ODDSON.
17.10.2008 | 04:06
Í fréttatilkynningu frá hópnum, sem kallar sig Nýir tímar - Vertu þátttakandi, ekki þolandi segir að eina leiðin til að þjóðin haldi sjálfsvirðingu sinni nú sé að hún sameinist í fjölmennum mótmælum með ein skýr skilaboð til stjórnmálamanna. Skýr skilaboð um að þjóðin sé þátttakandi en ekki þolandi í þeirri atburðarás sem nú fari í hönd. Skýr skilaboð sem valdhafar geti brugðist við strax, að Davíð Oddssyni verði vikið úr starfi Seðlabankastjóra.
Davíð Oddsson ber mesta pólitíska ábyrgð á því að bankarnir voru einkavinavæddir á sínum tíma og hleypt í útrás með veikburða eftirlitskerfi. Síðan stillti hann sér upp til að fylgjast með þeim sem Seðlabankastjóri án faglegar þekkingar. Með röð mistaka í hagstjórn Seðlabankans undir forustu Davíðs og ótrúlegan einleik hans síðustu vikur er þjóðin gjaldþrota, rúin trausti og virðingu í alþjóðasamfélaginu," segir í tilkynningu sem Hörður Torfason, Birgir Þórarinsson, Kolfinna Baldvinsdóttir, Dr.Gunni og Andri Sigurðsson skrifa undir.
Mótmælt verður á Austurvelli á laugardag klukkan 15.
ÞAÐ ER SKYLDA OKKAR ALLRA SEM VILJUM STANDA VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ OG MISBÍÐUR AF PÓLITÍSKRI SPILLINGU AÐ MÆTA
MÆTTU OG SKIPTU MÁLI
HÆTTUM AÐ TALA OG FÖRUM AÐ FRAMKVÆMA!! ALLIR SEM VILJA DAVÍÐ BURT MÆTIÐ!!
Og munið...
Aldrei Aftur X-D.
P.S. Hér er linkur á undirskriftalista til að knýa á það að davíð oddson seigji af sér.
KVITTAÐU UNDIR!!
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.