Dauða Marssering Sjálfstæðisflokksins
22.10.2008 | 02:23
Magnað hvað þetta slagorð Sjálfstæðismanna minnir á Propagandaið sem var á pósterum í Noregi undir handleiðslu Þýskalands á síðustu öld. (ykkur er frjálst að stela þessari mynd og nota að vild)
En þið sjálfstæðismenn ?
þið segið að við eigum ekki að leita sökudólga?
vera með hausa veiðar ?
Málið er bara ekki svona einfalt fyrir ykkur, það er aftur á móti mun einfaldara fyrir alþýðuna.
Við hlustuðum á lygar ykkar og blekkingar þaug 20 ár sem þið fóruð með efnahagsstjórnina og höfðuð bæði fjármálaráðuneytið og foresetisráðherra embættið. Flest okkar trúðum blint, enda einfaldir og heiðalegir borgarar og nú hefur stefna ykkar beðið allgert afhroð þar sem lygar og blekkingar ykkar hafa bersýnilega komið í ljós.
þið haldið að þið getið haldið þessu áfram, haldandi eftir upplýsingum með vanhæfan formann sem leiðtoga þjóðarinnar og gjörsamlega vanhæfa seðlabankastjórn sem þið skipuðu ykkur sjálfa í.
Traust okkar er gjörsamlega þrotið, farið, búið bless. VIÐ TREYSTUM YKKUR EKKI !! Og það er mjög einfalt fyrir okkur. þið svikuð falleg kosningarloforð ykkar, tryggðu ykkur auðmagn og völd með að selja eigur okkar og deila til velvildarmanna ykkar og jafnvel ykkar sjálfra.
Neituðu svo síðan að taka ábyrgð þegar að útaf bar heldur keyrðuð þið gjaldþrota stefnu ykkar hrokafullt áfram í stað þess að taka á málunum og lagfæra það sem útaf bar. Með því hafði splitta þjóðinni í tvennt og att uppá móti sjálfri sér.
Það verður ekkert nýtt Ísland byggt upp þannig undir forustu YKKAR!
Ykkar sem keyrðuð og keyrið áfram efnahagslíf okkar á lánum sem síðan enda mestmegnis í ykkar eigin vasa.
Ykkar sem þenjið út ríkisbanknið uppi 50% af landframleiðslu. Nei þið eruð búnir að vera.
Afhverju ? þið hættuð að hlusta á fólkið í landinu fölsuðu staðreyndir, lituð framhjá þeim og stunguð jafnvel undir borð, þverhausuðust áfram í dauða marsseringuni til að réttlæta gjaldþrota stefnu ykkar.
Í stað þess að sjá að ykkur og lagfæra það sem útaf bar, voruð þið eins og gráðugir úlfar, múraðir inni fílabeinsturnum ykkar, sópandi að ykkur völdum í eigin þágu. Þar til þið enduðu í veruleika fyrtri vitfirringu gjaldþrots alls landsins og settuð klafana á komandi kynslóðir Íslendinga.
Ja og ekki vantar nú sjálfsréttlætingarnar og leit YKKAR af sökudólgum til að viðhalda gjaldþrota stefnu ykkar, með tilheyrandi stéttarskiptingu og einkavæðingu, lágmarks réttinda borgarana.
Ég þakka guði fyrir að þið náðuð ekki að einkavæða sjúkrahúsinn eins og þið voruð búnir að stefna svo lengi á, til að koma borgurunum á sama stað og réttindalausum bandaríkjamönnum, með tryggingarfélög sem hafa menn í vinnu til að finna galla á lækna skýrslum svo þeir sleppi við að borga sjúkrahúsakostnað,i á kostnað heilsu og lífs hins almenna borgara sem hefur ekki efni á slíkri þjónustu úr eigin vasa.
Ykkur finnst það allt Í lagi, þið sem þénið um 1.8 milljón á mánuði þegar almennur borgari þarf að sætta sig við 150 þus til 250 og svo dragið þið fullann skatt af því en þið lækkuðu skatta auðmanna eins og ykkar sjálfra, hækkuðu og tryggðu ellilífeyri ykkar sjálfra (fyrir vel unninn störf í lánapólitíkina) og nú þurfa heiðalegir hart vinnandi borgarar landsins að sætta sig við töluverða skerðingu ellilífeyris sem þið lofuðu að hækka þvi hann hefur ekki verið til að lifa af.
Og þið ætlið ekki að losa okkur við verðtryggingarnar þó þið ætluð að lata OKKUR borga fyrir mistök stjórnar Seðlabankans, falsaðar greiningar F.M.E. og Seðlabankans og stjórnanda Landsbankans Icesave sem þið voruð í fullri samvinnu við.
ÞIÐ BERIÐ ÁBYRGÐINA EINS OG ÞEIR SEM ÞIÐ KRÖFÐUÐ TIL ÁBYRGÐAR SEM VORU YFIR BÖNKUNUM OG ÞÉR LÉTUÐ FARA!!! AFVERJU TAKIÐ ÞÉR EKKI SÖMU ÁBYRGÐ SJÁLFIR ?
Íslendingar neitum að borga af lánum vorum þar til verðtrygging hefur verið löggð af, krefjumst réttlætis, stöndum saman. Valdið er okkar notum það.
Í lokinn vil ég minna ykkur á lygar ykkar fyrir kosningar og sjáið hversu mikið af þeim er veruleiki í dag sem afleiðing af 20 ára hagstjórn.
Traustur grunnur
* erlendar skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp
(Landið berst við gjaldþrot og þarf líklega að skuldsetja sig meir en nokkru sinnum áður og leggja klafana á komandi kynslóðir)
* skattar hafa verið lækkaðir á einstaklinga og fyrirtæki
(kaupmáttur hefur minkað allt þetta ár og ekki verður komist hjá skattahækkunum til að standa skil á skuldum ríkisins)
(Námsmenn erlendis þurfa að hætta námi vegna verðslausrar krónu sem ekki er hægt að senda til þeirra þar sem bankakerfið er í rúst)
* hagur heimilanna hefur almennt batnað um 60% frá árinu 1995
(fólk berst í bökkum við að reina að halda heimilum sínum og margir hverjir hafa misst þaug og spáð er að fjöldi manna muni missa þaug vegna verðtryggingar bankana helmings hækkunar lána og stýrivaxta seðlabankans og svo vilduð þið leggja niður Íbúðarlánasjóð?)
* atvinnuleysi sem áður var mikið vandamál er nú svo að segja óþekkt
(Atvinnuleysi í dag er 3700 manns fjöldi skráir sig ekki heldur bíður og vonar og landsflótti er hafinn)
* opinber framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og eru nú með með þeim hæstu í heiminum
velferðarkerfið hefur beðið eilífrar niðurskurðar og var til skammar framkoma ykkar við ljósmæður td, og var stefna ykkar að einkavæða það og koma okkur á sama stað og B.N.A.
* Ísland er komið í 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífskjör eru best í heiminum.
(Ísland gengur undir nafninu hryðjuverkaland, ráðist er á Íslendinga erlendis vegna vanvita stjórnvalda sem eru ekki fær um að stjórna landinu, og landið er flokkað með 3 heims löndum á borð við Zimbabe sem reyndar er fyrir neðan okkur á listanum. traust okkar og orðspor er í rúst gjaldmiðillinn verðlaus.)
Nýir tímar
* á traustum grunni byggjum við frekari framfarir, tryggjum fleiri tækifæri og örugga velferð
(Náttúruauðlyndir okkar liggja undir álverum og virkjunum sem hafa skaðað ýmind okkar útávið og of hátt gengi hefur dregið úr ferðamannaiðnaði í valdatíð ykkar miðað við það sem að hefði eðlilega geta verið, þegar olian hækkaði á heimsmarkaði neituðu þið að hlusta á eða ræða við þá sem verst urðu úti fyrir því og siguðu lögreglu á fólk sem bað um náð til að lifa, verkamenn, fangelsuðu, börðu, uppnefndu og gösuðu)
* bætum hag aldraðra með því að minnka tekjutengdar skerðingar á lífeyri
(það var til skammar hvernig þið hafið komið fram við starfsfólks elliheimila á launasviðinu en verst er framkoma ykkar við eldri borgara sem þið svikuð ítrekað þessi loforð við og hækkun á ellilífeyri sem var bara brandari var étinn strax upp aftur af kaupmáttarskerðingu nú heimtið þið lífeyrisjóðina til landsins og tap þeirra á vanhæfum vinnubrögðum seðlabankans og stjórnvalda er þess valdandi að ekki verður komist hjá skerðingu lífeyris fyrir aldraða plús að nú þegar ungafólkið og erlenda vinnuaflið ríkur úr landi hverjir eiga þá að sjá um þá stóru kynslóð sem von er á inna öldrunarheimilinn')
* tryggjum að hér sé skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga fyllilega samkeppnishæft við önnur lönd
(erum við að tala um Afríkusambandið því við getum bara gleymt evrópu í dag)
* eflum samgöngur um allt land með stórátaki í uppbyggingu vega og annarra samgöngumannvirkja
(aukum þenslu, aukum ríkisbaknið þetta er ekki hægt miðað við þær aðstæður sem þið hafið komið okkur í)
* stuðlum að uppsprettu nýrra tækifæra með góðri og fjölbreyttri menntun, vísinda- og rannsóknastarfi
* nýtum forskot okkar á aðrar þjóðir, íslenska sérþekkingu og hugvit, á sviði endurnýjanlegra orkugjafa
(það tvennt sýnduð þið í verki í fjöldauppsögnum sérhæfs starfsfólks bankana og með meirihluta ykkar í borgarstjórn í orkuveitumálinu)
Málið er einfalt þó ég bókstaflega nenni ekki að sækoanalisera svör mín við kosningarloforð ykkar
EKKERT AF ÞESSU HEFUR STAÐIST OG STEFNA FLOKKSINS HEFUR BEÐIÐ ALGJÖRT GJALDÞROT!! Mér er óskiljanlegt hvernig þið ætlið að halda áfram með flokk sem hefur beðið hvílikt afhroð og gjaldþrot sem vart dæmi eru um í pólitiskri sögu allri Evrópu. Traust til ykkar er farið og í þetta sinn munum við ekki gleyma.
NEI!!
Við munum muna lengi hvernig þið óðuð áfram í valdahroka ykkar og valdaníðslu og neituðu að taka ábyrgð, hvernig stefna ykkar varð hættulegasta árást við sjálfstæði lýðveldisins í sögu þess. Hversu ófyrirleitinn og vanhæfur Geir Haarde er sem leiðtogi allrar þjóðarinnar, hvernig þið luguð og neituðuð að deila með okkur upplýsingum, hvernig þið svikuð öll loforð ykkar gegn okkur og neituðu að taka sérfæði álit annarra landa sem höfðu svo rétt fyrir sér og ekki minnst hvernig þið hlustuðu ekki á okkur og skömmtuðu sjálfum ykkur.
Já í þetta sinn Mun Ísland muna....
Aldrei Aftur X-D.
Leggjum Niður Flokkinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er þá Ríkistjórn ? Hvað er hún að gera ?
20.10.2008 | 11:33
Það er ekki hægt að koma framm fyrir erlenda skuldunauta og stofnanir með þennann sama seðlabankastjóra. Það er bara ekki hægt. Það er allveg sama hvaða nafn maðurinn ber og hver hann er. þá er bara staðreindinn sú að við verðum að skipta þar um áhöfn, afþvi að við verðum að reina að byggja aftur upp traust. Og það hljótum við að gera með nýum mönnum.
Við leitum til seðlabanka. Vinaþjóðanna svokölluðu, Bandaríkjanna, norðurlandana osf, Englandsbanka og evropu banka. Þeir rannsaka málið og niðurstaðan er þessi.
Bankakerfið Íslenska er orðið of stórt og þeir setja fram kröfu. Þið verðið að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann verður að gera á ykkur úttektina. Þið verðið að vinna björgunarplan í samráði við hann. Það er forsemda fyrir því að við getum gert ethvað.
Og hvar erum við stödd núna á strandstaðnum ?
Jón Baldvin Hannibalson í silfri Egils í gær.
Fóru þessar staðreindir ethvað framhjá þér Steingrímur ?
Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draumur Kvótakóngsins Halldórs Á. Er martröð.
20.10.2008 | 11:06
Enn einu sinni gera Íslensk stjórnvöld sig að fiffli ,og vanhæfni þeirra er öllum ljós, sú stefna sem ríkistjórn Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar bíður nú gjaldþrots á öllum sviðum.
Heimurinn gjörsamlega grætur af hlátri yfir fáránleika Íslands, og vanhæfni Stjórnvalda sem eru gjörsamlega skilningslaus á ástandinu og bera fullt traust til seðlabankastjórnarinnar ægilegu, sem hefur logið og falsað staðreyndir um bankana og er gjörsamlega rúinn öllu trausti á alþjóðarvetfangi.
Framboð Íslands er jafnkjánalegt en á annan hátt. Það er í reynd ekki að landið skuli nú vera gjaldþrota sem dæmir það úr leik.
Það er fremur augljós vanhæfni þess til að hafa eitthvað raunverulegt fram að færa til að viðhalda alþjóðlegu öryggi. Annaðhvort geta menn það og eru trúverðugir eða þeir geta það ekki og eiga þá ekki að bjóða sig fram."
það er ekki viðeigandi að ríki í öryggisráðinu geti greitt atkvæði um hernaðaraðgerðir án þess að það geti stutt slíka aðgerð með eigin hermönnum. Bindum nú enda á þann skrípaleik."
Heyr heyr
draumur vanhæfra stjórnvalda um að geta ráðstafað hervaldi annara þjóða hefur komið okkur á sama stað og Íran.
Nú væri gott að eiga ethvað eftir að peningum sem fóru í þetta til að borga skuldir.
Til hvers vorum við að þessu ?
Það eina sem situr uppi er meiri niðurlæging og vantraust á íslandi
Hvílík gjaldþrot sem stefna ríkistjórnar Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra hefur komið okkur í
Framboð Íslands út í hött? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Björgvin G Sigurðsson Viðskiptaráðherra er sekur um samsæri gegn Íslendingum
20.10.2008 | 03:39
Rakst á linka her
snilldar síða mæli með henni.
mér hreinlega ofbauð þegar þeg las þetta ásamt fleiru sem er á þessari síðu ég varð bara að tjá mig um þetta og reina að koma þessu á framfæri við fleiri.
Þar eru línkar inna upplýsingar sem voru á siðu hæstvirts viðskriftarráðherra sem er vist niðri vegna "viðgerða" en líklegra er að hann sé að reina að fela slóðina eftir sig og sektina
því Björgvin G Sigurðsson Viðskiptaráðherra var mikill þáttur í útrásinni og eins og aðrir hunsaði hann upplýsingar og aðvaranir þar sem bæði var sett uta fjármálaeftirlitið, seðlabankann og bankana sjálfa
þetta skrifar viðskiptaráðherra sjálfur (gögn sem verið er að reina að eyða)
"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.
Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem
þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.
Ítarleg greining þessarra tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."
Það er greinilega engum að treysta í þessari ríkistjórn sem ætti að sjá sóma sinn í að segja upp stjórn seðlabankanns og taka svo ábyrgð sjálfir og víkja og segja skilið við pólitík fyrir fullt og allt
þvílík endalausa spilling og vanhæfni og vanræksla
hvar voru þessir menn í hausnum ? in Wonderland eða hvað?
Þeir vissu þetta allann tímann !!!!
Ef Björgvin er saklaus er samsærið allgerlega á höndum seðlabanka Íslands og fjármálaeftirlitsins þvi þeir hafa falsað greininguna og logið að ráherranum.
Björgvin hvernig væri þá að fara að hreinsa til eða hreinlega víkja sjálfur ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde Bregst Íslandi einu sinni enn.
20.10.2008 | 00:14
Að Geir Haarde skuli ennþá halda hlífiskildi, yfir vanhæfni og mistökum seðlabankastjórnarinnar í stað þess að sýna styrk og leiðtoga hæfileika og skipta út stjórninni gerir ótrúlega lítið úr menntun hans sem hagfræðings og jaðrar ef það er ekki bein föðurlandssvik.
Davið hefði skipt Geir út á deginum þannig var Davið sem forsætisráðherra.
Geir ! Davið Oddsyni er sama um þig og okkur, reyndu að fara að átta þig á því
Geir mun falla með Davíð og sjálfstæðisflokkurinn með þeim, því það eru takmörk sett hve lengi samfylkingin hefur þolinmæði með þessari spillingu og valdaníðslu í pólitísku vændi sjálfstæðisflokksins.
Vitnum nú í Hr Jón Baldvin Hannibalsson sjálfan frá í dag, vini alþýðunar og Föðurlandsins íslands, hann hefur engu að tapa og þorir að seigja okkur sannleikann, hann af öllum ætti að þekkja hann best.
Ef seðlabankastjóri harðneitar að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna og bera ábyrgð á gerðum sínum með að víkja ásamt með öðrum í seðlabankastjórn. Þannig að hægt sé að endurreisa traust. Það er ekki hægt að koma frammi fyrir erlenda skuldunauta og stofnanir með þennan sama seðlabankastjóra. Það er bara ekki hægt. Það er alveg sama hvaða nafn maðurinn ber og hver hann er. þá er bara staðreindinn sú að við verðum að skipta þar um áhöfn, afþvi að við verðum að reina að byggja aftur upp traust. Og það hljótum við að gera með nýjum mönnum.
Nú ef að þetta gengur ekkert eftir. Þá getur stjórnin ekki ráðið við verkefni sín.
Og hvað eigum við þá að gera ?
Engin niðurstaða enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jón Baldvin Viðtalið orðrétt skriflega! Skyldulesning!
19.10.2008 | 23:52
(Jón Baldvin Hannibalsson í silfri Egils orðrétt)
Við erum á strandstað. Hvernig á að lýsa því ?
Sko, Ástandið í þjóðfélaginu, er þannig að þjóðarbúið er greiðsluþrota.Fjármálakerfið er hrunið. Gengið var í frjálsu falli, en nú er það ekki til. Krónan er farinn, horfinn, hún er ekki nothæf. Það þarf ekki um það að deila.
Meðann gengishrunið var svona hratt þá voru náttúrulega síðustu síðustu innkaup voru á mjög óhagstæðum kjörum. , þar að segja verðbólguspáin næstu mánuði verður brött.
Utanríkisverslun er strand, í bili vegna þess að öll greiðslukerfi eru strand. Traust okkar er horfið. Eignarbruninn sem á sér stað núna.
Einn maður lýsir því svo, að það samsvari rekstrarkostnaði landsspítalans á heilu ári. Sem að eignarbruninn er á deigi hverjum. Það er erfitt að skilja svona tölur. Nú fyrirtæki munu hrynja; ef við horfum ethvað fram því við erum á byrjunarreit. Við erum ekki á lokareit, við erum á byrjunarreit.
Atvinnuleysi er framlundann.Eignarmissir fjölda fólks vofir yfir. Það er vitað að eldri kynslóðinn sem hefur safnað í lífeyrisjóði sína, mun búa við skertan lífeyri. Mannorð okkar í útlöndum er farið. Þetta er lýsinginn sem hefur gerst á undanförnum dögum, í stórum dráttum.
Og orsakir ?
Þeir sem að trúðu því, að við gætum lifað einir í heiminum. Þeir sem trúðu því og héldu því til streitu, að við gætum búið við berskjaldaðan gjaldmiðil ein og óstudd, þrátt fyrir það að við værum sokkinn í skuldir. Jah þeir trúðu því en nú vitum við betur, það þarf ekki um það að deila.
Ég veit ekkert um það hvort það sé kominn tími til að greina orsakir.
Sko maður heitir Jónas Haralds, aldinn hagþulur, með mikla reynslu og elsti maður sem hefur komið hér í þætti hjá þér. (silfur Egils)
Hann sagði "Á undanförnum árum hefur enginn samræmd hagstjórn verið á Íslandi."
Merkir þetta ethvað ? jú það merkir það að hugtök eins og jafnvægi og stöðuleiki það brast.
Aflverju?
Við fórum í gríðarlegar framkvæmdir í virkjunum og álverum. Það þýddi innstreymi erlend lánsfjár inni hagkerfið. Við hefðum átt að ráða við það eitt útaf fyrir sig, en það var semsagt full atvinna og allt á fullu. en síðan tók ríkistjórnin ahvarðanir um að kynda undir.
Hvað gerði hún ?
Hún hækkaði veðmörk á húsnæðislánum og opnaði það allt uppa gátt. Þar með sprengdi hún upp fasteignamarkaðinn og hækkaði fasteignaverð með aðstoð seðlabankans. Hún lækkaði skattana á þeim ríku til að auka en meir umsvifin og eftirspurnarþensluna. Hún gerði eitt mjög jákvætt og það á að halda því til haga! Ríkið greiddi niður erlendar skuldir sínar. En þenslan var svo mikil á Íslandi að ríkisbaknið ókst frá því að vera 36% af þjóðarframleiðslu, og er núna líklega að nálgast 50% og á eftir að vaxa. Það var með öðrum orðum ekki safnað í sjóði undir forustu sjálfstæðisflokksins, einkaframtaksflokksins í spariræðunni. Þá þandist ríkisbáknið út með meiri hraða, heldur en þekkist á byggðu bóli
Seðlabankinn. Hvað gerði hann ?
Hann á að standa á bremsunni í svona þenslu ástandi.
Hvað gerði hann ?
Hann hefði átt að hækka bindisskyldu. Hann lækkaði hana og afnam hana. Hann hefði átt að grípa í taumana þegar hann horfði á það að bankakerfið sem áður var svona 40% af okkar þjóðarframleiðslu, var að þenjast út fyrir augunum þeirra. Hann átti að gera annað af tvennu. Annað hvort átti hann að safna í gjaldeyrisvarasjóð sem er dýrt, eða hann átti að grípa inní og skilja á milli innlendrar starfsemi bankana og erlendrar
.
Skýrslan sem að var unninn fyrir Landsbankann.
Það er rétt að halda því til haga, sem var stungið undir stól. Hún sagði nákvæmlega þetta. Og bara þetta, það er tveggja kosta völ. Annað hvort verða bankarnir að flytja höfuðstöðvar sínar til útlanda til þess að fá skjól frá öflugum seðlabanka, þið getið það ekki, eða þið verðið að ganga inni evropu sambandið sjálf. Henni var stungið undir stól og kallað venjulegt morgunfundar snakk.
Guð minn almáttugur.
Tilraunin með sjálfstæða peningamálastefnu, og verðbólgumarkmiðið 2,5%. á grundvelli krónunnar. Sem við byrjuðum með 2001, sem seðlabankinn er ábyrgur fyrir og hefur haldið til streitu þar til að allt hrundi. Er náttúrulega, því er lokið. Það þarf ekki að deila um þetta. Þeir eru ekki enþá farnir að átta sig á því að þeir eiga að lækka stýrivexti
.
Það sem Jónas Haralds var að segja er að það er enginn samræmd hagstjórn á Íslandi
ég er búinn að lýsa því hvað ríkið gerði. Seðlabankinn sem átti að standa á bremsunum.
Hvað gerði hann ?
Hann hækkaði stýrivextina sem laðaði að áhættufjármagn, sem að hækkaði gengið, sem að gerði innflutning ódýrann, sem skapaði innflutningsæði, sem að þýddi vaxandi skuldasöfnun og viðskiptahalla. Stefna Seðlabankans hafði þveröfug áhrif.
Það var enginn samræmd hagstjórn enda hafði Davíð Oddsson í bræðikasti lagt niður þjóðarstofnun sem lagði grundvöllinn að þvi.
Ein spurning ? Var þetta allt útlendingum að kenna ? V
ar þetta allt ethvað sem á uppruna sinn í vitlausri efnahagspólitík Buhs Bandaríkjaforseta ?
Þar að seigja Bankakreppunni sem þaðan kom ?
Nei. Það er ekki svo. Þetta er mestanpart sjálfskaparvíti.
En neistinn sem kveikti bálið kom, þegar lokað var fyrir áframhaldandi sjálfvirku ódýru lánsfjármagni til bankana.Það gerist í hinni Alþjóðlegri krísu.
Og þá fara menn að skoða. þjóðarframleiðsla. Nei Island ? Guð minn almáttugur. Það er sokkið í skuldir. Og bankakerfið sem er orðið margföld, tíföld, tólföld, fjórtánföld eða hvað menn eru að segja,Áttatíu og fimm prósent af skuldum þjóðarbúsins eru í gegnum þessa banka. Og það er enginn gjaldeyrisvarasjóður.
Um þá kenningu að engir erlendir seðlabankar sem vildu lána okkur hafi lagt okkur í rúst.
Um þá kenningu er það að segja. Er að það ætti að kenna okkur að það getur enginn verið einn í þessum heimi. Við leitum til seðlabanka. Vinaþjóðanna svokölluðu, Bandaríkjanna, norðurlandana osf, Englandsbanka og evropu banka. Þeir rannsaka málið og niðurstaðan er þessi.
Bankakerfið Íslenska er orðið of stórt og þeir setja fram kröfu. Þið verðið að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann verður að gera á ykkur úttektina. Þið verðið að vinna björgunarplan í samráði við hann. Það er forsemda fyrir því að við getum gert ethvað.
Og hvar erum við stödd núna á strandstaðnum ?
Sko, það er fullt af fólki að vinna hérna baki brotnu nótt og nýtan dag, við að bjarga því sem bjargað verður í brunanum meðann eignirnar brenna í útlöndum. Og það sem enhver sagði hérna nú ættum við að fara okkur hægt, þvílík vitleisa. Við megum engann tíma missa í björgunarleiðangrinum.
En hann snýst aðallega um eitt. Hann snýst um það að hraða því að við náum samningum við alþjóðagjaldelrisjóðinn, ekki vegna þess að það sé góður kostur, heldur vegna þess að við eigum engann anann kost. Engan anann kost.
Án þess við höfum samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og áætlun um lausnir, þá þýðir ekki fyrir okkur að gera af því skóna að við endurreisum neitt traust. Stimpill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er úr þessu það eina sem við þurfum. Til þess að geta hvað ? Til þess að geta hafið aftur eðlileg greiðsluviðskipti, gjaldeyrisviðskipti. Til þess að Íslensk útflutnings fyrirtæki geti starfað. Rock Bottom!! Þetta verðum við að fá.
En hvað er að gerast ?
Ég hef traustar heimildir fyrir því, innann úr sjálfstæðisflokknum frá vinum mínum þar sem ég á en nokkra. Að sá sem stendur harður á móti þvi að þetta verði sé seðlabankastjórinn. Og þá seigi ég ef þetta er rétt þá seigji ég. Það er ekki bara að hann axli ekki ábyrgð af hruni af sjálfstæðri peningastefnu sem hann var ábyrgur fyrir. Og hruni ríkisfjármálastefnu sem hann var líka ábyrgur fyrir. Heldur er hann að þvælast fyrir á strandstaðnum líka. Þetta gengur ekki.
IMF mun setja skilyrði fyrir lánveitingum og detaljeruð skilyrði.Sko það er bara um björgunarleiðangur að ræða. IMF hefur hræðilegt orðspor meðal þróunarríkja og það er engu á hann logið þar. Hann gerði líka meiriháttar mistök eftir asíu kreppuna, þó verðum við að halda því til haga, að þeir höfðu rænu á að biðjast afsökunar þegar frjálshyggjuvitleisann þar hafði farið úti hreinar öfgar og gert illt verra. Það er svo langt um liðið 40 ár síðann þeir hafa tekist á við vanda þróaðra ríkja, það var reyndar Bretland þjóðaróvinur nr.1. Núna verður það Ísland og Ungverjaland. Ég veit náttúrulega ekkert fyrirfram hver verður niðurstaðan. Það verður agaplan.
Við erum núna eins og óþekktarormar, æðrulausir að vísu, uppvísir af því að við kunnum ekki að stjórna okkur sjálfir
ég .Ég held að þar sé munurinn, við heimtum aðhaldseimi í ríkisbúskapnum sem hefur verið að slaka öllu út. Og þeir munu fara mjög náið oní saumana á því að við stöndum við erlendar skuldbindingar okkar. En held þeir geti ekki knúið okkur til þess að ganga lengra en bandaríkjamenn gera sem hafa sagt, þegar fjármálastofnanir hrynja "það á að vera tap þeirra sem græddu forðum þar að seigja hluthafana og það er ekki sjalgefið að skattgreiðendur eigi að taka á sig tap áhættufjárfesta".
En án þess að fá leiðsinni alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þá erum við bara en á strandstaðnum að ausa og við komust ekki út. Við megum engan tíma missa því eignirnar eru að brenna.
Ég lagði það til sem formaður Alþýðuflokksins, minn flokkur studdi það að við stefndum að inngöngu í evropusambandið árið 1994, fyrir kosningarnar 95. Þá vorum við að fara inni góðæriskeið og það lék allt í lyndi á grundvelli eös samningsins.
Ef að við hefðum gert þetta þá gengið inni evrópusambandi. Þegar við fullnægðum öllum skilyrðum lika að fara inni peninga samstarfið. Þá hefðum við haft gjaldmiðil, Traustann gjaldmiðil sem heitir evra. Þá hefðum við haft að bakhjarli seðlabanka evropu í Frankfurt. Og þá fullyrði ég einn hlut. Þá hefði ekkert af þessu gerst.
Það er eins og núna þegar allt er eftir dúk og disk, þegar ógæfan hefur skollið yfir okkur og við erum æðrulaus þjóð í greiðsluþroti. Að þá eru góð ráð dýr. Fyrst er að fixa og redda. og partur af því er að, það er stæðasta atriðið það er alþjóðagjaldeyrisjóðurinn. Síðann er að byggja upp nýtt þjóðfélag. Ekki á þeim grundvelli að við ætlum að verða einir í heiminum. Heldur að finna okkur stað meðal þeirra þjóða þar sem við eigum heima. Sem er meðal norðulanda og eistrasaltsþjóða í svæðasamstarfi innann evropusambandsins. Þetta eigum við að byggja upp sem markmið við eigum að lýsa þessu yfir sem allra allra fyrst. Síðann að vinna kerfisbundið að þessu markmiði. Það tekur 6 til 9 mánuði að semja fyrir Ísland afþví við erum auka aðilar. Að semja um aðild að evropusambandinu 6 til 9 mánuði. Það hefur Olli Rens, sá ágæti finni ´sem fer með þaug mál í evrópusambandinu staðfest.
Nú í frammhaldi að því tekur það svoldin tíma að komast inni forstofuna hjá evrópska seðlabankanum. Sem heitir exchange rate mechanism. Í því myndi felast að við myndum festa krónu en þá semjum við um ethvert jafnvægisgengi sem við ætlum að hanga á, á millibilsástandinu. Með mikklum vikmörkum, en það þýðir samt sem áður að við verðum að leggja talsvert mikla gjaldeyrisvarasjóði til þess að treysta það.
(Eigill Helgason "þú telur ekki að við getum haldið krónuni ein og sjálf ?)
Það er búið mál, hættum að tala um þessa vitleisu Guð minn almáttugur getum við aldrei lært neitt ekki einu sinni af óförum annara ? Hvað þá heldur sjálfra okkar.
(Eigill Helgason "En Jón hvernig er með þessar pólitisku afleiðingar af þessu ?)
Hinar pólitísku afleiðingar?
Menn segja sem svo, sko nú eiga allir að einbeita sér að björgunarstarfinu á strandstaðnum, þá er eins gott að menn séu að því. Og séu ekki að þvælast fyrir.
Spyrjum okkur sko ?
Hér er ríkistjórn með mikinn þingmeirihluta.Sjálfstæðisflokkur, Samfylking. Sjálfstæðisflokkur hefur borið ábyrgð á efnahagsmál á Íslandi í 20 ár . Hann hefur bæði haft forsetisráherrann og fjármálaráherrann. Leiðtogi sjálfstæðisflokksins, sem ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga þeirra að þeirra eigin mati. Var forsætisráðherra sem mótaði þá efnahagsstefnu sem nú hefur beðið gjaldþrot, skipbrot. Og seðlabankastjóri sem presenterar yfir rústum péningamála stefnunar. Á stradstaðnum er nú verið að ræða björgunarleiðangur.
Og það er númer eitt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn versus Rússa láns von. Og ef það er rétt að seðlabankastjórinn sé nú genginn í lið með rússum og vilji rússalán. En andvígur samningi við alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þá er það grafalvarlegt mál auðvita í þessu stjórnarsamstarfi.
í öðru lagi ef seðlabankastjóri harðneitar að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna og bera ábyrgð á gerðum sínum með að víkja ásamt með öðrum í seðlabankastjórn. Þannig að hægt sé að endurreisa traust. Það er ekki hægt að koma framm fyrir erlenda skuldunauta og stofnanir með þennann sama seðlabankastjóra. Það er bara ekki hægt. Það er allveg sama hvaða nafn maðurinn ber og hver hann er. þá er bara staðreindinn sú að við verðum að skipta þar um áhöfn, afþvi að við verðum að reina að byggja aftur upp traust. Og það hljótum við að gera með nýum mönnum.
Nú ef að þetta gengur ekkert eftir. Þá getur stjórnin ekki ráðið við verkefni sín.
Og hvað eigum við þá að gera ?
Ef að pólitíkusarnir eru ekki til nokkurs nýtir, geta ekki tekið áhvarðanir um td hluti eins og alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geta ekki tekið hluti um að nokkur maður axli ábyrgð á óförum okkar. Geta ekki tekið áhvörðun um að marka stefnuna framm í tímann til evrópusambandsins. Hvað er þá Ríkistjórn ? Hvað er hún að gera ?
(Eigill Helgason "Hvað er þá samfylkinginn að gera?")
Ég veit það ekki hvað hún er að gera.
Ég held að hún sé sensé á strandstaðnum að reina að bjarga. Ég veit það að samfylkingarmenn ganga hart að ná þessum samningi við alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem er síniconon sem er forsemda.
Ég vildi óska þess að pólitisk forusta sjálfstæðisflokksins myndi nú horfast í augu við það, hún hefur þurt að gera það áður. það á aldrei að vanmeta getu manna til þess að læra af reinsluni. Að efa þessi stjórn á að lifa þá eiga þeir nú að taka í höndina á hvorum á öðrum og handsala það að við byrjun nú að vinna að inngöngu í evrópusambandið. Ef að þeir gera það þá á þessi stjórn von. En nú ella þá er í lýðræðisríki ekkert annað að gera heldur en að leggja málið í dóm kjósenda.
Ég veit alveg að Íslendingar eru búnir að læra það af beiskri reynslu, að það var rangt sem þeim var sagt að við gætum lifað hér við þessa krónu aleinir og óstuddir og berskjaldaðir fyrir vindum og veðrum heims kapitalismanns. Við getum það ekki.
(Eigill Helgason "En nú er verið að leisa allt samfélagið til ríkisins bara, og það þarf að deila þessu út aftur og spurninginn er liklega að bankarnir eru þannig staddir að við þurfum bara að borga með þeim næstu misseri ?)
Sko við getum bara ekki ýmindað okkur þessar tölur. Nú seðlabankinn mun hafa lánað gömlu Íslensku bönkunum mjög umtalsverðar fjárhæðir. Sem væntanlega eru tapaðar. Sko þessar tölur eru allveg gríðarlegar. Jájá það er verið að ríkisvæða allt það er með öðrum orðum verið að staðfesta endanlegt hugmyndarfræðilegt og praktiskt gjaldþrot ofstrúar markaðshyggjunar.
Þar sé heimatrúboðsins. Ekki bara hér heldur á heimsvísu.sem staðfestir en það að við eigum 2 hugmyndarkerfi upplifað 2 hugmyndarkerfi hrunin.Annarsvegar kommonismann sem féll í berlín 89 9 septenber. Ekki kapitalismann sem slíkann, heldur nýfrjálshyggjuna sem aldrei var nein hagvísindi heldur heimtrúboð öfgamanna sem tröllreið heiminum frá 1980. Og er nú í rústum sviðinn jörð. Eftir stendur eins merkileg þjóðfélagstilraun frá síðustu öld sem að blivur. Og hún heitir þjóðfélag jafnaðarstefnunar og velferðaríkið. og er í evrópu og þar eigum við heima.
(Eigill Helgason "Hvernig deilum við út þessum gæðum út aftur?")
Við erum á byrjunarreit þetta tekur mörg ár. Við viljum ekki norður koreu og við ætlum ekki að ríkisvæða þetta, auðvita munum við að lokum aftur taka upp þær spurningar.Nú er bara neyðarraáðstafanir.
En sko þetta líka rifjar upp, hvernig var einkavæðinginn framhvæmd hérna ?
Hún var auðvita án regluverks og án stuðnings af leikreglum virks lýðræðislegs ríkisvalds. Þetta var úthlutun, þetta var úthlutun böggla uppboð pólitiskt, og enn eitt til að læra af. Þegar þar að kemur að við förum að endureisa fjármálakerfið íslenska, þá verðum við að gera það í sammvinnu við erlenda aðila. Við verðum að opna ísland, þannig að hér verður starfandi erlendur banki til aðhalds og samkeppni við innlendu klíkurnar.
Og um rannsóknarnefnindina sem við eigum að skipa. Þá skulum við bara horfast í augu við það, að ísland er pínu lítið klíku samfélag. Pólitískt klíkusamfélag,þar sem að klíkur hafa farið sínu fram með heimatrúboð, og hagsmuna vensl og teingsl.
Það er allveg eins og krossvennslu eignarhaldsfélögum auðkýfingana. Það er alveg eins í pólitíkini, þú verður altaf að fara í ættfræði töflur eða vera mjög vel að þér í klíku vennslum til aðþess að vita hvar hagsmunirnir liggja.
það þýðir ekkert að tala um að við lærum af reinsluni með ransóknarnefnd sem verður skipuð af klíkubroddunum. Við verðum að fá sérfróða erlenda menn inni þessa rannsóknarvinnu, bæði af því hún er tæknilega flókinn og líka vegna þess að klíkumönnun er ekki treystandi fyrir því.
Við þurfum svartbók ekki hvítbók allveg eins og þegar fiskistofnarnir hrundu.
Jón Baldvin Hannibalsson
(fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Reykjavíkur 1982-1998, formaður Alþýðuflokksins 1984-1998, fjármálaráðherra Íslands frá 1987-1988 og utanríkisráðherra Íslands 1988-1995. Sendiherra í Washington í Bandaríkjunum og síðar í Helsinki í Finnlandi.
Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.
Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964-1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970-1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964-1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979-1982.
AMEN!!! EINS OG TALAÐ ÚR MÍNUM MUNNI EF ÉG VÆRI HÁSKÓLAMENTAÐUR.
Og munið...
Aldrei Aftur X-D.
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svar sjálfstæðismanna við mótmælum landsmanna er að kalla þaug einelti.
19.10.2008 | 09:31
Landsmenn virðast klofnir til tveggja meininga í viðhorfum sínum, til þeirra sem vilja að Davíð Oddson sæti þeirri ábyrgð sem hann hefur verið á launum fyrir að taka frá hinu Íslenska ríki og gerir ekki.
Fólk virðist hafa strax gleymt hvaða hlut Davíð á í öllu þessu og kokgleypir (hunda sálfræði) aðferðarfræði hins mentaða auðvalds, sem sjálfstæðisflokkurinn notar sér til réttlætinga, og til að stoppa andstæðinga sína.
Nýjasta útspil þeirra er að reina að rífa djúpt í tilfinningar fólks og hrópa "EINELTI EINELTI"
þetta er svo eitthvað týpískt Geir Haarde og Davíð sjálfur að koma þessu af stað.
Virkilega low og ógeðfalt gagnvart þeim sem raunverulega verða fyrir einelti að svara alþýðunni svona, og etja henni upp á móti sjálfri sér og stuðla með því að sundrungu innann hennar til að viðhalda eigin völdum og draga athyglina frá hinu raunverulega vandamáli.
"DÓNI" "EINELTI" "NORNAVEIÐAR" osf. Einfalt og hnitmiðað típískur Geir Haarde.
(Það væri náttúrulega ægilegt ef sjálfstæðisflokkurinn missti stöðu seðlabankastjóra til einhvers annars hæfari einstaklings sem væri flokksbundinn öðrum flokki (mögulega jafnaðarflokknum samfylkingunni) sem myndi redda málunum!! munið að það er svona sem flokkarnir tryggja völd sín í samfélaginu að skipa flokksbundna meðlimi í lykilstöður)
Ég vil bara þakka fyrir að Davíð Oddsson sé ekki svartur þá gætuð þið stimplað okkur kynþáttahatara og nýnasista.
Allt til að færa umræðuna frá málefnalegum tilgangi hennar og markmiðum og jarða andstæðinga sina með Sálfræðilegum menntahroka og ANDLEGU OFBELDI.
Íslendingar hvenær ætlið þið að horfa gegnum blekkingar auðvaldsins?
Að sjálfsögðu er þetta ekkert einelti, frekar en þegar starfsmanni er sagt upp vinnu í fyrirtæki sem hann vinnur hjá það er ekkert persónulegt.
Ef hinn venjulegi íslendingur ræður sig í vinnu og stendur ekki undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar eru það ekki leit af "sökudólgi" "Nornaveiðar" eða "Einelti" hann einfaldlega er á röngum stað í lífinu og er látinn sæta þeirri ábyrgð sagt upp störfum og látinn fara. Ekkert persónulegt og eitthvað sem öll við hin þurfum að lifa við og jafnvel ganga í gegnum sama hvaða stétt þjóðfélagsins við tilheyrum og enginn þarf að leita til Samtakana Regnbogabarna á eftir.
þetta snýst ekki um persónu Davíðs, heldur vinnu og framkomu Seðlabankastjóra Íslenska lýðveldisins.
Hann hefur ekki gert goða hluti, er ekki hæfur, hefur heldur ekki þá menntun sem til þarf, fyrirtækið ISLAND hefur tapað á honum, og það er eðlilegt að hann víki svo fyrirtækið öðlist það traust aftur sem það þarfnast, og sá hæfasti einstaklingur sem völ er á með viðeigandi menntun á sé ráðinn í stöðuna.
Seðlabanki íslands á ekki að vera öldrunarheimili elliæra pólitíkusa eins og hann virðist hafa verið notaður til.
það er magnað að þeir hinir sömu sem hrópa út alþýðuna fyrir að sækja rétt sinn í löglegum mótmælum, taka þátt í raunverulegu einelti Davíðs Oddsonar gegn Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans.
Jón Ásgeir og fjölskylda virðast vera án nokkurra réttinda í lýðræðisríkinu ísland. Munið að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð (þið krefjist þess réttar sjálf) og Davíð hefur í fjölmiðlum ítrekað tekið þann rétt af Jóni Ásgeiri.
þannig er það bara.
Íslendingar það er kominn tími til að byrja að hugsa, en ekki láta hrokafullan flokksáróður sjálfstæðisflokksins hugsa fyrir ykkur gegnum fjölmiðlana.
Lesið milli linana og látið af andlegu ofbeldi gegn alþýðunni virðið rétt hennar!!
Valdið er fólksins ekki flokksins
stöndum saman
og munið....
Aldrei Aftur X-D.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
BURT MEÐ DAVÍÐ!! 39 MYNDIR !!!!
18.10.2008 | 19:27
Í þversögn við fréttaflutnings morgunblaðsins sem hefur eftir hundum sjálfstæðisflokknum að um 500 manns hafi verið á austurvelli voru þar um 4000 manns og mikill hiti í fólki þó kuldi hafi verið úti
þetta er töluverð aukning síðan síðast þegar mótmælt var við seðlabankann og 200 manns voru á staðnum og þýðir að einhverjir af þjóðinni eru vaknaðir um raunverulegt vandamál okkar, og þeir sem mættu eru jú bara toppurinn á ísjakanum enda gengur Davíð og Geir um í valdníðslu sínum um með lífverði gegn eigin þjóð og sérsveit lögreglunar æfir í görðum sjálfstæðismanna.
Hinn Fjölmiðlaóði og athyglisbrjálaði Davíð Oddson er sjálfsagt hoppandi af kæti yfir allri athygglini sem hann fær, því eins og hver önnur rokkstjarna virðist hann taka því sem neikvæð world wide athygli sé betri en engin, þó landið og seðlabankinn gjaldi þess og peningar komi ekki inni landið vegna hans.
ég ætla ekki að hafa þetta lengra,hér eru myndir frá því í dag. Njótið.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2008 kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
ÍSLENSKA ÞJÓÐ STÖNDUM SAMAN!! BURT MEÐ DAVÍÐ ODDSON.
17.10.2008 | 04:06
Í fréttatilkynningu frá hópnum, sem kallar sig Nýir tímar - Vertu þátttakandi, ekki þolandi segir að eina leiðin til að þjóðin haldi sjálfsvirðingu sinni nú sé að hún sameinist í fjölmennum mótmælum með ein skýr skilaboð til stjórnmálamanna. Skýr skilaboð um að þjóðin sé þátttakandi en ekki þolandi í þeirri atburðarás sem nú fari í hönd. Skýr skilaboð sem valdhafar geti brugðist við strax, að Davíð Oddssyni verði vikið úr starfi Seðlabankastjóra.
Davíð Oddsson ber mesta pólitíska ábyrgð á því að bankarnir voru einkavinavæddir á sínum tíma og hleypt í útrás með veikburða eftirlitskerfi. Síðan stillti hann sér upp til að fylgjast með þeim sem Seðlabankastjóri án faglegar þekkingar. Með röð mistaka í hagstjórn Seðlabankans undir forustu Davíðs og ótrúlegan einleik hans síðustu vikur er þjóðin gjaldþrota, rúin trausti og virðingu í alþjóðasamfélaginu," segir í tilkynningu sem Hörður Torfason, Birgir Þórarinsson, Kolfinna Baldvinsdóttir, Dr.Gunni og Andri Sigurðsson skrifa undir.
Mótmælt verður á Austurvelli á laugardag klukkan 15.
ÞAÐ ER SKYLDA OKKAR ALLRA SEM VILJUM STANDA VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ OG MISBÍÐUR AF PÓLITÍSKRI SPILLINGU AÐ MÆTA
MÆTTU OG SKIPTU MÁLI
HÆTTUM AÐ TALA OG FÖRUM AÐ FRAMKVÆMA!! ALLIR SEM VILJA DAVÍÐ BURT MÆTIÐ!!
Og munið...
Aldrei Aftur X-D.
P.S. Hér er linkur á undirskriftalista til að knýa á það að davíð oddson seigji af sér.
KVITTAÐU UNDIR!!
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handstýrð lækkun á oliu með heimatilbuinni kreppu.
16.10.2008 | 20:25
Já ok svo það er líklega þetta sem okkur var fórnað fyrir. Aðgang og verðlækkanir á olíu. Líklega er það stór hluti af þvi sem er búið að vera í gangi og byrjaði í bandaríkjunum.
Það verður nottla að passa að Sádar og aðrar músslima þjóðir ásamt rússum dragi ekki til sín allt fjármagn bandaríkjana og hvað er þá betra en að skapa kreppu.
Baráttan gegn hryðjuverkum heldur áfram, jafnt múslimum sem og Íslendingum.
Fatið niður fyrir 70 dollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2008 kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)