Gott Hjá Jóni Baldvini.

Mér er sama hvað öðrum finnst, því ég fýla Jón Baldvin. Jón Baldvin kann að segja sannleikan hníf beittann og koma rétt að markinu og miðað við allt það reynslulausa fólk sem nú ætlar að ota sínum tota í stjórnarkreppuni er gott að hafa reinslubolta sem hægt er að leita til og hefur ekkert annað að fyrirúmi nema hag íslands að leiðarljósi, framtiðar afkomenda sinna vegna.

Verst þykir mér að hann skuli vera í samfylkinguni, en ef það verður til að hreinsa upp í henni gæti álit mitt á henni breyst.

Ég hef aldrei fýlað Ingibjörgu Sólrúnu sem að mínu mati er einn rotnasti og gráðugast stjornmálamaður sem við höfum nokkurtimann átt og fáir hafa orðið jafn oft uppvísir að því að ganga jafn oft bak orða sinna.

Ég hef ekki gleimt ábyrgð samfylkingar Ingibjargar, Össurs og Björgvins í falli Íslands í haust og hrokanum og skilnings leisi þessa foringja jafnaðarmanna sem kölluðu hluta af þjóðinni ekki þjóð.

Öll ættu þaug heima í sjálfstæðisflokknum þó sérstaklega Ingibjörg sem yfirleitt tók undir með sjálfstæðismönnum í skjóli vináttu sinnar við Björn Bjarnason gegn flokksmeðlimum sínum í kvennalistanum þegar hún sat á þingi fyrir kvennalistan, við gætum kallað það i dag framsóknar taktík.

Jón Baldvin er þrátt fyrir meiningar margra og furðulega sögu sem oft er ansi á kantinum með skilning á ástandinu og fólkinu í landinu og ef fólk gefur honum tækifæri efast eg ekki um að hann bæti fyrir gamlar syndir og láti gott af sér leiða.

Hann hefur reinslu sem samfylkingin ætti að notfæra sér, hann er svoldið með þetta.

Enda eini maðurinn sem sagði okkur sannleikann um hvað raunverulega var að gerast í haust og hvernig ætti að bregðast við að vinstri grænum kanski frátöldum.

Ég styð Jón og þar sem hann átti hlut í að koma sjálfstæðisflokknum til valda á sínum tíma vil ég endilega gefa honum það tækifæri til að koma þeim flokki endalega frá völdum.

Þetta er þitt tækifæri Jón að feta í fótspor verkalíðshetjunar föður þíns, byrjaðu að brína sverðin björgunin verður blóðug og varganir eru á strandstaðnum að rífa í sig allt sem að kjafti kemur. 

Engu verður bjargað án bardaga.


mbl.is Jón Baldvin tilkynnir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband