Ég Fór Til Noregs.

Eftir að hafa verið með þeim fyrstu sem misstu vinnuna orðið atvinnulaus og séð frammá gjaldþrot og barist hatrammlega gegn landráðsstjórn sjálfstæðismanna og samfylkingar yfirgaf ég landið í febrúar.

Það var ekkert annað í stöðunni.

Annað hvort það eða flytja í kjallarann hjá mömmu og bíða eftir gjaldþroti.

Héðan hef ég getað borgað af skuldum mínum og því sem óreiðumenn lögðu á þær, og ekki minnst bílunum okkar 2 sem lýsing og avant halda samkvæmt samningi í gíslingu á íslandi og heimta fulla kaskótryggingar af þó þeir bara standi.

Tekur smá tíma að koma sér fyrir en ég náði því á tveim mánuðum þó ég hafi aðeins farið í fötunum sem ég stóð í.

Konan kom eftir tvo mánuði, hún er komin með vinnu líka.

síðasta mánuð þénaði ég nærri 800 þusund, og er bara málari. Reindar eru föst útgjöld min um 300 þusund, þá húsaleiga og skuldir.

Höfum það eiginlega bara helviti gott hérna, betra en í góðærinu á Ísland þó það sé kreppa hér líka og veðrið er búið að vera frábært.

Er að kom heim eftir 3 daga og ná í köttinn.

Allir eiga betra skilið.

Allir útlendingar fá 17% skattaafslátt í noregi fyrstu 3 árin til að koma sér inni landið. svo eru óteljandi þættir sem eru frádráttarhæfir frá skatti eins og börn, skuldir osf.

Norskir olíudollarar eru stabílir.

það er gott að geta einbeitt sér að þvi að vera bara manneskja og enjoying the human experience


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel í nýja landinu hvoert sem það verður til lengri eða skemmri tíma.

Agla (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir það Agla mín. Óska ykkur heima þess besta líka og vona það besta fyrir Ísland.

Johann Trast Palmason, 17.8.2009 kl. 14:52

3 identicon

Það munu vera rúmlega 16000 störf laus í Noregi . En hvað eru margir atvinnulausir ? Hversu margir hafa verið án vinnu í meira en eitt ár ?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Jah Hraf nú verður þú að spyrja aðra en mig um það.

En eitt veit ég að ef þú ert tilbuin að vinna við hvað sem er og flytja þangað sem vinnu er að fá i Noregi er nóg af vinnu að fá.

Það sem hrjáði Norðmenn og hefur aðeins breyst með alheims kreppuni er að ef þeir fengu ekki vinnu við sína mentun vildu þeir heldur þyggja bætur og þeir voru ekki tilbúnir að flytja til að fá þá vinnu ef hun eða önnur væri i boði annarstaðar i landinu en þeir bjuggu.

Atvinnuleisið og kreppan kom verst við stæðstu bæina hér en miðað við island var það ekkert.

Fjöldi atvinnulausra i þessu næstum 5 milljon manna landi í dag er meiri en á islandi en prosentan mun lægri.

Hingað flykkist mikið af svíum því svíþjóð er í rúst og þar geturðu talað um allvöru atvinnuleisi

Það virðist sem Eu hafi ekkert gert fyrir Svíþjóð sem var framleiðslumessta og sterkasta norðulandaþjóðin  og sorglegt að sjá hvernig landsbyggðin hjá þeim drabbast niður meðan noregur stendur í blóma sem næstum helmingi færri að ibúðartölu framleiða í fyrsta sinn í söguni og selja úr landi mun meira en svíar.

það var umfjöllun um allt þetta sem ég drap á um daginn og er af og til, en betur get ég ekki svarað þer.

Johann Trast Palmason, 17.8.2009 kl. 18:15

5 identicon

Bestu þakkir fyrir svarið . Ég fann tölur frá júní og þá var atvinnuleysið 2,7% sem eru ca 70000 . Tölur er tölur! Ef 2,7% eru atvinnulausir þá eru 97,3%! með vinnu .Ég er algerlega sammála þér; ef þú ert hreyfanlegur og tilbúinn að vinna hvar sem er og hvað sem er þá ertu öryggur með vinnu .Ég var í Ósló í tæpt ár fyrir nokkrum árum . Ég vann við margvísleg störf skamman tíma í senn . Það var ágæt reynsla . Ég held að það sé gott fyrir Íslendinga að vinna í Noregi . Hér eyðum við um efni fram . Í Noregi lærum við að lifa undir efnum . Gangi ykkur vel í nýju og góðu landi .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband