Opið bréf Ómars meindýraeyðisrs til fjölmiðla og hanns hlið á málinu.

Sendiboðinn skotinn

Að gefnu tilefni hef ég ákveðið að tjá mig um það mál sem nú er á flestra vörum, þ.e kattarmálið. Fréttamaður Rúv hafði samband við mig í gær og óskaði eftir því að ég tjáði mig um málið en þá var ég staddur á bráðamóttöku FSA með dóttur mína og var því ekki í aðstæðum til að tjá mig um þetta mál. Núna eru aðstæður aðrar og betri og tel ég að komið sé að mér að svara fyrir þann atburð sem átti sér stað aðfararnótt miðvikudagsins síðastliðinn og skrifað hefur verið um í fjölmiðlum.

Ég er ráðin í ákveðið verkefni hjá Norðurþing sem fólst i þessu tilfelli að ákveðinni reglugerð um hunda- og kattahald væri framfylgt. Þetta er reglugerð sem Norðurþing setti nú á dögunum og tók fullt gildi þann 1. Janúar 2009. Þessi reglugerð er sett í ljósi þess að mikil óþægindi hafa skapast af lausagöngu hunda og katta í sveitarfélaginu. Síðan það spurðist út að komin væri aðili sem tæki að sér að sinna þessari nýju reglugerð hefur ekki sá dagur liðið sem hringt sé í mig og kvartað út af lausum hundum sem flaðra upp um fólk eða eru að gera stikkin sín í görðum þess og köttum sem eru búnir að fara inní ókunnug hús, uppí barnavagna eða gerandi stikkin sín í sandkassa barna. Ég hef gert mitt besta til að handsama þessi dýr og koma þeim til sinna réttu eiganda eins fljótt og auðið er, jafnvel keyrt þeim upp að dyrum þrátt fyrir að mér beri engin skylda til samkvæmt nýrri reglugerð, að gera. Í raun svo það sé bara á hreinu þá ber mér að halda dýrunum í vörslu þangað til eigandi hefur vitjað þeirra og borgað umsamið gjald þeim til lausnar. Með þetta í huga skal athuga að ég hef heyrt þess getið að menn sem fengið hafa nóg af lausagöngu katta hafa tekið málin í sínar eigin hendur og oftar en ekki hef ég fengið þann þunga dóm götunnar að þarna hafi meindýraeyðirinn verið að verki.

Ég taldi mig vera í góðri trú um að sú starfslýsing sem Norðurþing gaf mér, væri fullkomlega í samræmi við gildandi lög, enda bæði verið í samvinnu við bæjaryfirvöld og lögreglu umdæmisins. Ég hef öll tilskilin leyfi frá þessum aðilum til að sinna þeirri vinnu sem ég tók að mér fyrir hönd Norðurþings.

Þann 22. Apríl s.l kom auglýsing frá Norðuþing um að þetta átak væri að fara í gang. Þar kemur skýrt fram að afleiðingar þess að köttur sem ekki er skráður (samkæmt nýjum reglum) og er á lausagöngu megi aflífa ef ekki næst að handsama hann. Þetta er átak sem á að standa allan mai mánuð.
Það má alveg deila um það hversu ógeðfelldar þessar framkvæmdir eru og hvort þessi reglugerð á rétt á sér eður ei, en mitt starf felst einungis í þvi að framfylgja því sem Norðurþing í þessu tilfelli ræður mig til að gera.

Aðfararnótt miðvikudagsins fékk ég símhringingu frá Lögreglunni á Húsavík þar sem mér var tilkynnt um lausagöngu tveggja katta. Ég aflífaði annan þeirra utan i Stangarbakka þar sem klárt var að engin annar en dýrið bæri skaða af. Við þetta fékk ég aðstoð tveggja Lögreglumanna sem eins og ég vissu ekki betur en að þetta væri allt samkvæmt lagabókstaf og í þeirri trú að engum sem þætti vænt um dýrið sitt mundi hleypa því út í ljósi nýrrar auglýstrar reglugerðar og það á þessum tíma. það má deila um hvort hægt hefði verið að fara öðruvísi að þetta umrædda kvöld, en eins og fyrr segir töldum við þetta vera útigangskött,(villikött) sem fellur undir 33gr. fyrrnefndrar reglugerðar. Að þessu sögðu skal ég alfarið taka það á mig að segja ekki satt og rétt frá þegar eigandi kattarins hringdi í mig til að athuga um afdrif dýrsins sins.
Ég hef verið nefndur maðurinn með svarta hjartað á ákveðinni facebook síðu en verð að leiðrétta þann misskilning og segja að það hafi verið fyrir allt annað en svart hjarta að ég hafði mig ekki í að segja fyrrnefndum eiganda að ég hefði tekið dýrið hans af lífi. Flestir þeir sem hafa hjarta mundu hika við að færa slíkar fréttir. Þetta voru mín mistök í starfi sem sennilega fæstir vildu vinna við og af þeim mistökum læri ég.

Það kom fram í fréttum í dag að það hefði engin beðið umrædda kattareigendur afsökunar . Þessi fullyrðing er ekki rétt. Afsökunarbeiðnin barst frá mér á fimmtudagskvöld.

Að þessu sögðu vil ég benda kattareigendum á að síðan umrædd reglugerð tók gildi hef ég fengið í mína vörslu á bilinu 30-40 ketti, allir ómerktir og sumir ekki með ól og bjöllu. Allir hafa þeir komist í hendur eigenda sinna aftur. Ég vil hvetja kattareigendur í Norðurþing til að skrá gæludýrin sín sér og þeim til heilla.

Að lokum þá vil ég segja að öll getum við lært af þessum atburði og séð að það er greinilega víða pottur brotinn þegar kemur að réttindum gæludýra eigenda, réttindum dýranna sjálfra og þeirra sem þurfa að umbera ókunnug dýr á þeirra eigin lóð eða heimili. Auðvitað á að skoða þetta mál í heild og rétt skal vera rétt. Ég tel þó að byrjað sé á vitlausum enda með því að byrja á að skjóta sendiboðann.

Nú tel ég mig hafa gert ágæta grein fyrir mínu máli og mun ég ekki tjá mig meira um það í fjölmiðlum þótt eftir því yrði leitað.

Virðingarfyllst:
Ómar Örn Jónsson Meindýraeyðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að vera valkostur fyrir borgarana hvort þeir kæri sig um mígandi, skítandi og breimandi ketti á sínu umráðasvæði. Það er ekki alltaf svo og þegar eigendur geta ekki ekki einu sinni fylgt lágmarksreglum um merkingu þá á auðvitað að kála kvikindunum.

Köttur þarf hugsanlega ekki svo mikið fleiri högl en þokkalega stór gæs og enginn kærir menn fyrir að skjóta hreindýr af löngu færi. Kisi hefur örugglega steinlegið og ég skil ekki þetta fár.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband