Fólk mun deija
2.5.2009 | 17:31
Svo sagði norski yfirlæknirinn í viðtali við norska dagblaðið um svínaflensuna og benti á að á hverjum vetri dæju um 1000 norðmenn af inflúensum sem ríða árlega yfir landið.
Ekkert nema fjölmiðlafár og hysteria hefur bent til þess að þessi flensa sé nokkuð alvarlegri en aðrar nema að þeim undartekningum undanskildum að hún virðist drepa fátækt fólk og í yngri aldurshópum sem er utan um það venjulega.
Óöruggi um framgang hennar eða breytingar virðist gefa stjórnvöldum allra landa ásamt fjölmiðlum tæki til óttastjórnunar og sköpunar móðursíkis. En ef vestræn ríki raunverulega skoða stöðuna hefur þessi flensa ekki sýnt skaðlegri áhrif en árlegar flensur sem hafa herjað á okkur síðustu 60 70 ár nema það er kannski ekki bóluefni gegn þessari enþá.
En hei ! það sem gerist það mun gerast og ég ætla ekki að eyða lífi mínu í ótta um ethvað sem mögulega gæti gerst þegar það hefur ekki verið sýnt frammá að vera það alvarlegt, miðað við það sem við þurfum að díla við árlega.
Njótum lífsins meðan við höfum það.
Svínaflensan hugsanlega komin til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur dottið í hug að þetta sé ekki alvarlegra en aðrar flensur sem legst á þá veikustu fyrst eins og allar flensur gera. Kanski ekki verra en að deija úr hungri, eymd, vosbúð og stríðsátökum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2009 kl. 18:31
Er ég einn um það að finnast eins og það sé verið að prufukeyra eitthvað sem á að nota seinna í stærri skammti og á skemmri tíma á afmörkuðu svæði. Ég finn alltaf peningalykt í loftinu þegar að fjölmiðlar heimsins rjúka til handa og fóta yfir einhverju eins og flensu. Verst er að ég finn bara lyktina og fæ ekkert af peningunum, en pottþétt einhver að græða feitt núna á hlutabréfabraski í lyfjafyrirtækjum.
Stebbi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:14
Nei þú ert ekki einn um það. Enda er raunveruleikinn mun stærri en sjóndeildarhringurinn.
Johann Trast Palmason, 3.5.2009 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.