Ég hef áhveðið að yfirgefa Ísland.

Þökk sé þessari atlögu og elítu bissnessmanna ásamt vanhæfri stjórn Geirs Haarde var fótunum kift undan mér í haust og atvinnuvegur minn lagður í rúst þannig að ég hef þurft að vera á félagsmálastyrk siðan.

Alveg eins og þátttaka mín í mótmælunum frá upphafi þá neita ég að gefast upp og hef ráðið mig í vinnu í norður Noregi Mo i Rana og hyggst koma með smá gjaldeyrir inn í landið ef mínir lánadrottnar vilja gefa mér tækifæri og koma til móts við mig þar sem ég hef ethvað að semja um og á loksins von á innkomu.

Ég mun samt kjósa erlendis frá í vor.

Vil ég þakka ykkur öllum samfylgdina og mun ég yfirgefa land mitt og ættmenni með sorg í huga þó vitandi það að þetta er það eina raunhæfa í stöðunni þar sem ég hef enga framtíð hér í augnablikinu og hef með þessu tækifæri að skila til Íslensks samfélags í stað þess að vera baggi á þvi og hálf geðveikur á aðgerðarleysi.

Heija Norge.


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Leitt að heyra..gangi þér allt í haginn!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Greyið þú! Er þetta allt öðrum að kenna?  En, ertu búinn að líta á landakort hvar Mo i Rana er??  Ætli það sé ekki um 30 gráðu frost þar núna.

Bon voyage!

Guðmundur Björn, 27.1.2009 kl. 21:09

3 identicon

Sigurður er þvílíkur óþveri og glæpamaður ég vona að það  verði teknar upp dauðarefsingar á Íslandi!!!!!!!! og hann verði fyrstur að leggjast á bekkinn.

Anna (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk Katrín og takk Guðmundur.

Ja Guðmundur auðvita veit ég hvar Mo i Rana er ég kanna hluti aður en ég tek afgerandi afstöðu og þó það sé frost þar er vinna þar.

Ég mæli með Guðmundur að þú kannir málin aður en þú ert með leiðindi og skæting því flest þaug fyrirtæki sem ég tengdist í iðnaði eru eða eru farinn á hausinn eftir fallið og mikið af iðnaðarmönnum þegar búnir að yfirgefa Island þar sem islenskur iðnaður er í rúst.

Ekki er ástandið betra hjá ljósmyndurum.

Ég get enganveigin tekið á mig ábyrgð vegna þessa þar sem ég hef verið vinnandi maður og því er þetta algerlega öðrum að kenna.

Það vita allir sem til þekkja.

Ekki skil ég hvað menn fá út úr þvi að reina niðra aðra.

Johann Trast Palmason, 27.1.2009 kl. 21:16

5 identicon

Gangi þér vel með það. Vona að okkur hér takist að byggja upp réttlátara þjóðfélag.

Kolbrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:18

6 identicon

Gangi þér allt í haginn þarna norður í rassgati minn kæri vinur, þín verður sárt saknað hér í breiðaholti í það minnsta.

Pjétur G (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:41

7 identicon

Ég hef ákveðið að útrásarvíkingarnir yfirgefi Ísland, verði dæmdir útlagar!!!

Kalli (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:48

8 identicon

Við munum öll koma á eftir þér! Bara tímaspursmál. Gangi þér sem allra allra best.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:54

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gangi þér vel Jói, það er nú batamerki a.m.k. að þú skulir leyta lausna. Já og reyndar batamerki líka að þér skuli hleypt inn í Noreg

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 22:03

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gangi þér vel minn kæri. Ég er amk þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér örlítið....og ég meina það!

Heiða B. Heiðars, 27.1.2009 kl. 22:14

11 Smámynd: Johann Trast Palmason

Þakka ykkur hlileg orð i minn garð og eg er líka þakklátur fyrir að hafa kynnst ykkur og mun geima þá minningu ásamt byltinguni

Við nefnilega vorum þáttakendur i að skrifa söguna og það er ekkert smá og bindur fólk saman með þeirri samkend sem þvi fylgir

Johann Trast Palmason, 27.1.2009 kl. 22:29

12 identicon

Það eru ekki margir góðir kostir í stöðunni. Eins og þér er einum lagið setur þú skynsemina í 1. sæti. Gangi þér vel og vonandi eru stofnanir hér ekki svo skyni skroppnar að þær sýni ekki biðlund ef þú ert búinn að koma þér í vinnu og átt von á innkomu. Var að finna bloggið þitt en vona að þú bloggir áfram frá útlöndum svo ég geti fylgst með.

Harpa Rut Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:49

13 Smámynd: Andrés.si

Leitt að heyra þetta en við allir reynum að bjarga nokkuð vegin það sem eftir mögulegt er að bjarga. Þú valðir Noreg og vil ég óska þér góða gengi í lífinu. 

Andrés.si, 28.1.2009 kl. 01:16

14 Smámynd: Kristján Logason

Frost eða ekki ég væri til í að koma á eftir þér. Má eflaust mynda norðurljós þarna.

En þín verðu saknað, það efa ég ekki. 

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 01:42

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þó við höfum ekki hist nema einu sinni þá finnst mér ég hafa kynnst einstaklega næmum listamanni í gegnum ljósmyndirnar þínar. Ég vona að þegar við förum að skrifa sögu byltingarinnar á Íslandi þá munu myndirnar þínar m.a. prýða þá bók.

Ég óska þér góðs gengis í Noregi og vona að við náum að reisa þannig við landið að það dragi þig aftur heim

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.1.2009 kl. 04:45

16 Smámynd: Neddi

Gangi þér vel í Norge. Ég mun bíða spenntur eftir því að sjá norskar myndir frá þér.

Neddi, 28.1.2009 kl. 08:39

17 identicon

Leiðinlegt að sjá vanhugsuð viðbrögð manna eins og Guðmundar Bjarnar hér að ofan. Hann áttar sig væntanlega ekki á stöðunni í landinu sem hann býr í og telur að hér séu menn atvinnulausir af vali einu saman.

Við óskum þér skjóts þroska, Guðmundur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:56

18 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég þakka ykkur fyrir þennann hlíhug og það er gaman að sjá þig hér Harpa mín æskuvinkona, liklega mun ég blogga ethvað og byrta myndir frá Mo I Rana og Sömum þar eða Indjánum norðursins.

Norðurljósin þarna eru víst gjeggjuð stjáni og þetta er 40 kilometra frá svíþjóð og jökull rétt hjá og þessi fjörður er tugir kílómetra það er vinnu að fá þarna og staðurinn gefur út sitt eigið dablað sem heitir því skemtilega nafni Rana Blad

Rakel ef enhver enhvertíman vill nota myndirnar mínar í bók af þessu skal ekki liggja á mínu framtaki til þess ef vilji er og líklega mun ég um tíu ár sjálfur gefa út söguna frá ocktober til þess tíma sem ég fór út. þar á meðal myndir frá fundum nýrra tíma sem aldrei hafa verið birtar.

Neddi þú munt ekki verða fyrir vonbrygðum I promis.

Jón hann Guðmundur mun vakkna á endanum þó ríkistjórnin hafi fallið er ástandið ekki búið né hefur það náð hámarki hann mun að endingu finna fyrir þvi líka.

Takk öllsömul aftur.

Johann Trast Palmason, 28.1.2009 kl. 11:05

19 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Æi vertu ekki svona dapur. það er ekki eins og þú sért að fara á heimsenda, bara til Noregs. Mo i Rana er fallegur staður eins og reyndar Noreg allt. Það verður komið vor þarna í apríl og sumar í mai. Og vinna er ekki vandamál fyrir þá sem vilja  vinna.  Gangi þér allt í hagin og líttu á þetta sem nýtt start.   Kv, Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:16

20 identicon

Góða ferð. Það styttir alltaf upp um síðir.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:42

21 identicon

Sæll, góða ferð, gott gengi. Ég "kommentaði" í gær á færsluna þína um Lýsingu.

Hrósaði þér f. kjarkinn. Endilega lofaðu að halda áfram að blogga.

Við þurfum menn eins og þig........

Valdemar Ásgeirsson,  LÍF OG LAND.....

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:33

22 identicon

Sæll Jóhann Þröstur. Þetta er gríðarlega erfið sem þú ert í og ég velti fyrir mér hve mörg þúsund manns eru í þessari sömu stöðu.

Það er virðingarvert að þú skulir þó vilja fara þangað sem vinnu er að hafa og standa á eigin fótum og á kaldan hrjóstrugan stað þar sem lífsbaráttan er ekki síður hörð. Gangi þér vel í nýju landi.

Ég hef lesið bloggið þitt öðru hvoru og myndirnar af mótmælunum voru góðar, en ekki síður ýmislegt sem þú upplýstir, t.d. um óheilbrigð afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum sem maður hélt að þekktist aðeins í ríkjum eins og Norður-Kóreu og gömlu Sovétríkjunum.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:58

23 Smámynd: klakinn

Góða ferð,óska þér og þínum skjanna bjartrar framtíðar í NORGE

klakinn, 29.1.2009 kl. 02:38

24 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þín verður sárt saknað - þó ég hafi aðeins fengið að kynnast þér smá í baráttunni þá hafa það verið ánægjuleg kynni. Skynsamleg ákvörðun þó sorglegt sé að horfa á eftir afbragsfólki streyma frá eyjunni okkar. Þú kemur vonandi efldur á sál og líkama eftir marga mánaða ströggl hér sem er ákaflega þreytandi og niðurbrjótandi - ég spái því að þú eigir eftir að ná langt sem ljósmyndari en ég hef ágætt auga fyrir hæfileikum og þú ert með sanni með næmt auga fyrir bæði mannlífi og umhverfinu.

Haltu endilega áfram að blogga og láttu okkur fylgjast með ævintýrum þínum í útöldum:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband