Og Hvar eru svo þessar svonefndu bloggfærslur ?
22.1.2009 | 12:48
Nei ég bara spyr þar sem það er auðvelt að skella fram alsslags áróðri og gera meira úr hlutunum en raun er sér til réttlætingar.
Það er misjafn sauður í mörgu fé bæði hjá mótmælendum og lögreglu og það er kristaltært að innann lögreglunar eru þvi miður einstaklingar sem ekki eru starfi sínu hæfir og lögreglan ætti alls ekki að sleppa sjálfsgagnrýni frekar en aðrir þvert á móti er það mun mikilvægara að hún geri það og láti ofbeldis óhæfumenn svara til saka innann sinna raða svo dómstóll götunar verði ekki tekin upp til að landsmenn telji sig geta sótt réttindi sín gagnvart brotum einstaklinga innann valdstjórnarinnar og það þætti mér mjög leitt að sjá gerast.
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nafnbirting lögreglumannsins birtist hér
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:56
Vonandi er búið að eyða þeim!!
Högni Arnarson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:56
Það er með öllu óþolandi að blanda persónu lögreglumanna inn í þetta, þeir eru bara að vinna vinnuna sína. allir þeir sem hvetja til ofbeldis í mótmælum ættu að skammast sín, þeir eru að eyðileggja málstaðinn, ég væri að mótmæla núna ef þetta færi friðsamlega fram, en nú væri ég meira til í að mótmæla mótmælunum
Jóhann Hallgrímsson, 22.1.2009 kl. 13:03
ekki gott mál ég vona að fólk sýni þann þroska að fara ekki að veitast að lögreglu mönnum og eyði þessu út.
Ef fólk telur sig eiga sökótt við valdstjórnina og er með nafn og myndir skora ég á það að leita rétta síns eftir lagalegum aðferðum.
Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða og það gyldir yfir okkur öll.
Í þetta skifti á lögreglan samúð mína en ef þetta er einángrað tilvik ætti Jón ekki að tala í fleirtölu þvi ef bloggsíðan væri Íslenskt væri auðvelt að fá þessu eytt út og krefja viðkomandi til áyrgðar
Ég hvet viðkomandi sem byrti þetta til að taka það út og vona að bæði mótmælendur, ofbeldismenn og lögregla ásamt sjórnini dragi lærdóm af þessu.
Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 13:08
Jóhann.
Ekki dæma alla mótmælendur eftir einangruðum tilvikum það kallast fordómar.
Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 13:09
Þetta er á www.ringulreid.org
og þetta er útaf því að þessi lögreglumaður barði stelpu í hausinn með kylfuni sinni eftir að hún rann að þeim á klakanum.
Stelpan er 13 ára.
Gunnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:48
Gunnar. Hvað var 13 ára stúlka að gera í mótmælunum? Hvernig gerðist það að hún rann í klaka í áttina að þeim?
Guðrún (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:46
Þetta er auðvitað slæmt mál... en við hverju býst lögreglan. Þetta er svo lítið land hérna þekkja allir alla, þeir eru ekki merktir með númerum... Yfirlögreglustjóri biður menn um að kæra ef löggan hefur gengið of langt. En ef þetta náðist ekki á mynd þá er það ómögulegt og það skapar bara gremju og veldur því að fólk fer að beita misgáfulegum ráðum gegn þeim.
Fannar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:02
Guðrún?! Þessi 13 ára stúlka var kannski ekki sátt með að vera skuldsett að eilífu af spilltri stjórn, hún hefur alveg sama rétt til að mótmæla ríkisstjórninni og hver annar, hún var inni í alþingisgarðinum að ég best veit og það var flughált þar
Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.