Sækja þarf til saka og draga til ábyrgðar sem fyrirskipuðu þetta.

Það eru ýmis úrræði sem hægt er að nota þegar ástand fer úr böndunum önnur en gas og kylfur td að spúla fólk með kraftmiklum vatnsslöngum.

Afhverju þetta ? og afhverju endalaus aðferðarfræði sem skilar einungis meira ofbeldi til baka?

það er greinilegt að i lögreglunni eru margir menn sem ættu ekki að starfa þar og þeir sem taka ahvarðanir með slíka hluti sem gerðist i gær og aðan ætti að víkja tafarlaust úr starfi 

Það ætti að vera næsta krafa mótmælanda.

Það er eins og dauðateigi eiturslöngunar sjálfstæðisflokks endurspeglist i aðgerðum lögreglunar sem dauðþreytt og útúrpirruð er látin ráðast á eigin landsmenn.

Er lögreglustjórinn virkilega að biðja um að bensínsprengjum verði látið rigna yfir menn sína ?

Það er það næsta sagan segir okkur það skoðið söguna erlendis og hvernig ahveðin viðbrögð yfirvalda kallar á áhveðin viðbrögð mótmælanda.

 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta eru stór taktísk mistök hjá lögreglu.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 01:28

2 identicon

Ætla bara að benda á að þegar kalt er í veðri eins og í kvöld þá getur sú aðferð sem þú "mælir með" að sprauta vatni verið mun hættulegri en gas og kylfur þar sem að fólk kólnar hratt þegar það blotnar og getur ollið alvarlegum veikindum.

gestur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:36

3 identicon

biddu til hvers voru þið að grýta lögreglu skjóta flugeldm að þein kasta i þa kinverjum og svo ma telja margt annað fram . það er grennilegt að það var ekkert annað sem dugði þvi miður og vill eg taka það skyrt fram að það er ekki lögrelan sem ber ábyrgð á kreppunni

hilmar örn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:36

4 identicon

Sammála með að það eru margir menn í löggunni sem eru vanhæfir!!!  en ekki allir og það langt í frá! kannski svipuð prósenta og þeir sem eru að mótmæla miðað við höfðatölu íslands.

en þeir fara ekki að beita gasinu nema nauðsyn þurfi....

ég er nú alfarið með því að mótmæla og stið það... en svona asnaskapur og barnalæti eins og er hjá mörgum er bara fáránleg!!! leið og skemmdir eða farið er að ógna öðrum, er málið farið úr böndunum. og er mér þá alveg sama hvort menn fái að finna fyrir því frá lögreglu....

og þar sem við erum sannmála því að það eru menn í löggunni sem eru vanhæfir, hvernig fynnst þér að þeir fái byssur í hönd líka??? en með þessu áframhaldi, og að lögregglumaður slasist illa við störf munu leiða til þess að þær verði innleiddar....

gusti (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Daði Þorkelsson

Þá spyr ég þig var ekki nóg að bíða þar lögreglumaður var slasaður, átti að bíða þar til e-h var drepinn?

Að nota vatn til að spúla fólkinu burt, vá hvað þú ert sniðugur. Jú meiri meiðsli þeirra sem verða fyrir því og jú kanski svoldið hættulegt að bleyta fólk sem er úti í kuldanum?? ertu farin að fatta hvað ég er að fara...

á ég að halda áfram?

Daði Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

ég tók vatnið sem dæmi um önnur úrræði.

Vatn og smá kuldi hefur aldrei drepið neinn þó hann fái kvef það er ekki eins og það sé 20 stiga frost úti og íslendingar eru ekki aumingjar.

táragas er mikið verra en það og getur haft varanleg áhrif á dna osf kyntu þér málið og við erum að tala um ungt fólk framtíð landsins.

Finnst ykkur betra að eyðileggja það fyrir lífstíð heldur en það fái kvef ?

Hvað með manninn sem var handlegsbrotinn á heimleið í gær ?

rök og réttlætingar með aðgerðum lögreglunar eru gjaldþrota 

Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Daði Þorkelsson

sæll hefur vatn og kuldi ekki drepið nein og ekki kvef heldur, þú ert alveg að tapa þér.

Allir sem eru lögregluskólagegnir hafa bæði verið gasaðir og meisaðir. Svo ég þekki málið vel, prufað bæði oft.

Daði Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 14:36

8 Smámynd: Johann Trast Palmason

nei ég er alls ekki að tapa mér.

Hafi ég rangt fyrir mér þá biðst ég auðmjúklega afsökunar á umælum mínum.

Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti óbreittum lögreglumönnum sem sinna skyldustörfum og í öllu þessu hef ég enga neihvæða reinslu af þeim og gagnvart mér hafa þeir ávalt verið til fyrirmyndar 

Ég var að tala við þonokkuð marga lögreglu menn áðan sem voru að störfum í nótt og hafa verið undanfarið og vildu þeir ekki kalla þá einstaklinga sem þessi mál í nótt snérust að mótmælendur heldur ethvað annað fólk í yngri kantinum sem augljóslega var einungis að leita af action og sögðu þeir þaug andlit ekki þaug sömu og andlit mótmælanda.

sé það rétt eru þessar aðgerðir fyllilega skiljanlegar

Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband