86 myndir frá mótmælunum í dag.
8.11.2008 | 22:19
Því miður gat ég ekki sett inná moggabloggið heilt albúm af þessum myndum þar sem ég var búinn að nota allt leyfilegt pláss. Ég reyndi að kaupa meira en það gekk enhvernveiginn ekki i gegn. þá reyndi ég að henda út albúmi af firstu mótmælunum og loda meira upp en það var bara ómuglegt enhvernveiginn.
Ef þið skoðið myndirnar sjáið þið að það voru margskonar mótmæli í gangi í einu. Hverjum sem er, er frjálst að nota og taka þessar myndir af vild
En eg er með þær annarstaðar á netinu
hér er linkur á mótmælin í dag http://www.flickr.com/photos/motmli0811008/
Síðustu helgi http://www.flickr.com/photos/vik_burt_rikistjorn/
Helgin þar áður http://www.flickr.com/photos/nyirtimar2/
Og svo þaug fyrstu http://www.flickr.com/photos/burt_med_david/
Set samt nokkur sampel hér á neðan sem ég linkaði af, af netinu
Njótið
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég tók boði þínu og fékk tvær myndir að láni hjá þér. Auðvitað vísaði ég í síðuna þína á móti en langaði til þakka þér fyrir hérna líka Þú ert greinilega með góða vél því myndirnar eru svo skírar og fínar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:20
Góðar myndir. Ég á örugglega eftir að krukka í safnið þitt.
Kíktu endilega á www.nyjaisland.is
Villi Asgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:28
Takk fyrir þessar myndir!
Ég var þarna en sé mig hvergi í mynd. Í moggafréttinni segir að þarna hafi 2000 manns verið. Það er gamla lagið á þeim, sögufölsun eins og þeim er best lagið!
brana (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:13
blank_page
Smá vídeo frá þessu sama ígær.
Við Jóhann, stöndum hlíð við hlið virðist vera.
http://video.google.com/videoplay?docid=-4701951453648702851
Andrés.si, 9.11.2008 kl. 00:19
Takk fyrir það öll. Þegar þú tekur þetta video Andrés er ég buinn að klfra uppá stittuna af jóni sigurðsini og er að mynda alþingishúsið þaðan. þegar þú snyrð cameruni fra alþingishúsinu yfir fólkið serðu mig i smá stund eins og svartan skugga á styttuni og þu stoppar a mer í smá stund... þarna er ég að klifra niður til að ná handtökuni.
Gaman að þvi
Johann Trast Palmason, 9.11.2008 kl. 00:28
Brana
Það hjálpar ekki málstað okkar að ljúga. Í moggafréttinni stóð:
"Innlent | mbl.is | 8.11.2008 | 15:51
Eggjum kastað í Alþingishúsið
Fleiri þúsund manns eru í miðborg Reykjavíkur og mikill hiti í fólki....."
....eða þýðir fleiri þúsund aðeins tvö þúsund í þínum huga?
Vitringur, 9.11.2008 kl. 00:44
Þakka þér fyrir þessar góðu myndir. Á þeim sést m.a. að mannfjöldinn er meiri en Mogginn sagði (well duh) og að Sjónvarpið hermdi rangt að sá handtekni væri sá sami og hífði upp fánann.
Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 00:51
Vitringur: Það eru fleiri en ein frétt á mbl.is um mótmælaaðgerðirnar í dag. Talan dregst alltaf smátt og smátt saman hjá þeim. Kíktu t.d. á þessa þar sem segir að mótmælendur hafi verið tvöþúsund. Það er hins vegar rétt hjá þér að í fréttinni sem þú klippir úr þá eru þeir „sagðir fleiri þúsund“. Skrýtið hvað fjöldinn skrapp saman á rétt um hálftíma.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:59
Aha, sem sagt þú er þessi Jóhann haha. Skal taka betur næst eftir skugga hér og þar. :) 15.11. þá verður heittara held ég. Satt að segja hafði ég grún um að dagin ígær ýrði erfytari fyrir lögreglu.
Andrés.si, 9.11.2008 kl. 01:36
Fékk að nýta eina mynd frá þér Svartur :-) - enda frábærar myndir.
Það var gaman að vera þarna í dag og sjá að fólk stóð saman og þegar lögreglan hörfaði fyrir fjöldanum hjá Dómkirkjunni.
Svo var ágætis sýnig hjá vélhjólamönnum, sem þorðu greinilega að mæta og sýna sinn hug til alþingismanna :-)
En á allt litið - á er greinilegt að næsti laugardagur verður áhugaverður og það verður gaman að sjá hvort að fólk mætir ekki hreinlega í tugum þúsunda, ekki bara 500 eins og mogginn á örugglega eftir að segja frá eftir nokkrar klukkustundir ;-)
U4ea, 9.11.2008 kl. 02:05
hér er lag fyrir byltinguna á íslandi og teikning (mynd )sem ma lika nota
http://www.youtube.com/watch?v=rxF3MdcxwgQ
gefumst aldrei upp!!!!
bylting (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:58
Ég er búin að ræna myndum frá þér,
Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 18:50
Flottar myndir félagi.
Lifi byltingin.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.