Ísland Engin Framtíð
7.11.2008 | 10:44
Það er alltaf að verða ljósara og sýnilegra með hverjum deginum sem líður að á íslandi er engin framtíð.
Hin huglausa og aðgerðarlausa ríkistjórn Geirs H Haarde hefur ekkert gert síðustu 5 vikur annað en ganga milli landa og betla ljúgandi af okkur eiðandi gögnum eftir sjálfa sig rífandi kjaft við landsmenn og þeirra svar við vanda okkar var að hækka stýrivexti og þar með leggja hvert fyrirtæki og heimili í rúst.
Glæsilegt.
Íslandi er stjórnað af sérplægnum hálfvitum.
Plan fyrrum seðlabanka hagfræðingsins Geirs Haarde var víst að æsa fólkið í að reka Davíð úr seðlabankanum svo hann gæti tekið stöðu hans og þorgerður Katrín tekið við forsætisráðherrastólnum.
Í öllu þessu rugli hafa þaug bara hugsað um sjálf sig og eigin völd í stað þess að vinna fyrir fólkið og plottið með þessu sandkasti í augu landsmanna bar næstum árangur.
Jafnvel Bubbi Morteins lét blekkjast
Sjá qoute í bubba af síðu hanns hér http://www.bubbi.is/index.php?option=com_fireboard&Itemid=20&func=view&id=1225&catid=2
"ég vil Þessa Ríkistjórn burt en ég vil Þorgerði Katrínu Næsta Forsætisráðherra
já furðulegt nei mér finnst það ekki hún er milli tveggja elda þannig séð
en hún skynjar hvað þarf hún sér við verðum að ganga skrefið evran er málið
einfalt hún er leiðtogin sem við þurfum takk fyrir"
En fólkið hefur að hluta snúist á móti þeim sem bera raunverulega ábyrgð á ástandinu og eru líkur til að Davíð kljúfi sjálfstæðisflokkinn til höfuðs Geirs fyrir atlögu hanns að honum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem geir plottar um pólitíska framtíð sína og stingur menn og vini i bakið en í þetta sinn gekk hann of langt og stakk íslensku þjóðina í bakið.
Ef ykkur dettur í hug að þið séuð að losna við þennan aumingja vil ég benda ykkur á að það er ekki svo auðvelt eins og hann skrifaði Obama.
Þá vill geir fyrir hönd ríkistjórnarinnar "ekki íslands eða íslensku þjóðarinnar" óska honum til hamingju og hann hlakkar til að starfa með honum en ekki Íslenska þjóðin.
Þetta segir ýmislegt um eðli hans og að hann hefur ekkert hugsað sér að taka ábyrgð og fara.
hver er staðan nú eftir 5 vikur ?
Jú það er engin framtið fyrir ungt fólk á Íslandi
Eins og Sverrir Stormsker seigir
ÞETTA ER EKKI ÞJÓÐFÉLAG ÞETTA ER ÞJÓFAFÉLAG!
Pólverjar munu lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.