Byltingarkent Ástand!

islenskifaninnskjaldamerkid.jpg

Já, það var mikill hiti í fólki og mikið talað og valdníðsla ríkjandi stjórnvalda öllum augljós.

Ástandið var funheitt og eldfimt og þingmenn urðu flestir sér til skammar.

Fannst mér góður punktur manns úr heilbryggðiskerfinu sem þakkaði þingmönnum fyrir að búa sig undir kreppuna síðustu á með niðurskurðum á heilbryggðiskerfið þar sem ekki eru fjárveitingar til neins og launin á sama kalberi meðan hundruðir milljóna væru notaðar til að þjálfa Íslenskan her fyrir Írak og Afganistan uppá miðnesheiði.

Sérstaklega oft voru Íslenskir fjölmiðlar gagnrýndir fyrir lélegan ábyrgðarlausan fréttaflutning sinn og og hreinlega stjórnvaldalegan hliðhollan og falsaðan jafnvel ritskoðaðan.

Sturla fulltrúi vörubílstjóra kom líka sterkur inn en segja má að Einar Már hafi sagt það sem flestum brann á hjarta

Einar gagnrýndi auðmenn og framgöngu þeirra undanfarin ár. Hann krafðist þess að eignir þeirra yrðu frystar tafarlaust. Þá krafðist hann að bankastjórar Seðlabankans, ríkisstjórnin og Fjármálaeftirlitið yrðu sett af.

Einar sagði að glæpir hefðu verið framdir með vitund stjórnmálamanna sem hefðu gefið bankanna í hendur vildarvina sinna. Um skuldir Íslendinga sagði Einar Már: ,,Við erum gíslar á lögreglustöð heimskapítalismans."

Þá líkti Einar ríkisstjórninni við persónur úr bók sinni Englum alheimsins sem fóru á Hótel Sögu og fengu sér að borða án þess að greiða reikninginn. Einar sagði að ríkisstjórnin væri ábyrgðarlaus líkt og persónurnar í bókinni. Munurinn væri aftur á móti sá að samfélagið hefði tekið af þeim ábyrgðina en ríkisstjórnin hefði verið kosin til að taka ábyrgð.

Þjóðin getur ekki beðið eins og Breiðavíkurdrengir eftir hvítbók, að mati Einars sem kallaði jafnframt eftir ábyrgð greiningardeilda bankanna sem hefðu verið á launum við ljúga.

 

Það er nokkuð ljóst að ríkjandi stjórnvöld eru gjörspillt og verða að fara og verður spennandi að sjá hvað verður um frumvarp frjálslyndra í dag um ellilyfeyri þingmanna þar sem þeir sögðu allir frá öllum flokkum að að sjálfsögðu ættu þeir að njóta sömu kjara og fólkið í landinu.

Egning kom fram að flest allar umbætur stoppa á yfirstjórn seðlabankans, hann verður að fara.

n1069015666_30195481_6785.jpg

Fólk er hrætt, líður ílla og er að byrja að missa eignir sínar og atvinnu, landið er í rúst meðan ríkistjórnin þeigir og rígheldur í völdin á kostnað þjáningar borgarana.

Aldrei aftur X-D.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei aldrei aftur x D ætti að vera lexían af þessu öllu. Þjóðin verður að frelsa sig frá þessum hermdarverkamönnum. Nei aldrei aftur x B ætti að vera lexían af þessu öllu líka (en B-listinn er jú nærri dauður ef atkvæðin eru talin). Frelsi frá helsi kapítalismans, hinu stærsta og öflugasta þrælahagkerfi allra tíma. Óvinir fólksins eru menn eins og Davíð Oddson, Hannes Hólmsteinn, Pétur Blöndal, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og að sjálfsögðu öll núverandi ríkisstjórn og margir fleiri. Þetta auma lið á að gera útlægt úr landinu um aldur og ævi; það hefur kostað þjóðina nóg fram að þessu og ofureftirlaun á þetta pakk ekki skilið; það hefur ekki unnið fyrir þeim, svo mikið er víst. Þessir heimsfrægu aular og fífl verða á framfæri hins opinbera fljótlega...Hvaða glóra er í því?

Einherji (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband