Rjúfum Þögn Ráðamanna 50 myndir.
25.10.2008 | 21:27
Þetta voru mjög lýðræðisleg mótmæli þar sem hver og einn fékk frelsið til að mótmæla því sem hann hafði þörf á og nauðsynleg þannig til að tappa af þeirri reiði og ólgu sem safnast hefur saman meðal borgarana. Aðstandendur þeirra eiga lof skilið og ekki ætti að reina að gera litið úr fólki sem berst fyrir því sem það trúir á fyrir þjóð og fósturjörð.
Slíkar kæfingar á tjáningarfrelsi einstaklingsins til að reina að koma til skila til stjórnvalda hvernig honum líður með atferli þeirra er brot á lýðræði landsins.
Ég set her inn nokkur exampel af myndum sem ég tók þarna, höldum mómælunum lifandi á vefnum hverjum sem er, er frjáls að stela þessum myndum af vild.
restina getið þið séð i myndalbúmi hér
Þögn ráðamanna mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
slatti af gullmolamyndum... annars finnst mér mótmæli hér alltaf vera frekar hallærisleg. við erum svo afar spéhrædd og kunnum ekki að nota slagorð.
Birgitta Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 22:20
Ætli það fari bara ekki að breytast.. ég meina, það eru nýir tímar... ;)
Johann Trast Palmason, 25.10.2008 kl. 22:43
Það sem mér fannst hallærislegt var að Kolfinna og Jón Baldvin skyldu boða til þessara mótmæla án samráðs við Hörð Torfa & Co. og þannig í raun splitta mótmælafundinum. Það var vísvitað og meðvitað. Það er illa gert að dreifa villandi upplýsingum um mótmælafund.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 00:10
haa.. hvað meinarðu Vésteinn ? Ég er nú mjög hrifin af Jóni þannig ég vona að þetta sé enhver misskilningur.
það síðasta sem við þurfum í dag er sundrung.
við þurfum að standa saman og setja egóið og sjalfshyggjuna til hliðar. Gera þetta fyrir framtíðina ekki nútiðina.
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 00:26
Takk fyrir myndir sem gefa góða sýn á umfang mótmælanna í Reykjavík. Eru þetta ekki fleiri en 2000 manns??
En í sambandi við athugasemd Vesteins... það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Ég efast um að ástæðan fyrir því að Hörður Torfa var ekki með í mótmælunum í gær hafi verið sú að hann hafi verið sniðgenginn af skipuleggendum þeirra. Þeir sem lásu athugasemdir þeirra sem voru viðstaddir þau um síðustu helgi, hérna á blogginu alla vegana, gátu séð að flestir voru ánægðir með allt þá nema Hörð... Hörður hefur sennilega bara þekkt sinn vitjunartíma.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:55
Ekkert að þakka Rakel, ég legg til það sem ég get og kann í þessari baráttu.
Í fyrri mótmælunum vissi ég og heyrði frá nokkrum sjálfum að þeir hefðu einungis lánað nafn sitt til þeirra og voru ekki á staðnum.
Ekkert fannst mér að Herði þar og skil ég ekki að það þurfi að vera sama line up aftur og aftur. Það er ekki slæmt að fá menn eins og jón í lið með sér, sem vekja enn meiri athyggli á málstaðnum og vegna þessa kemur mér ekki á óvart ethvað sjálfstæðisflokks propaganda sent úti samfélagið til að reina að sundra okkur með að drulla yfir jón.
Hann særði jú flokkinn dfúpu sári með yfirlýsingum sínum umm hann þannig það jaðrar við fóstbræðrasvik en held ég að tilgangur hanns hafi , verið göfugri og æðri. Ísland fyrir komandi kynsloðir.
Ég get ekki séð að jón hafi nokkuru hagsmuni í pólitik að gæta með þessu og hefur min upplifun á honum verið sú að hann sé sannleikanum samhvæmur fyrir þjóð og fósturjörð sama svo hvaða sögu hann á.
Öll breitumst við með tímanum.
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 01:11
Óánægja með Hörð um síðustu helgi fór algerlega fram hjá mér. Rakel getur kannski bent mér á dæmi?
Mótmæli þau sem Hörður hefur verið í forystu fyrir voru haldin kl. 15 í dag eins og síðustu tvo laugardaga. Færri mættu en búist var við, vegna þess að Kolfinna hafði dreift misvísandi skilaboðum um blysför kl. 16, svo margir héldu að 15-fundurinn hefði verið blásinn af -- sem hann var ekki. Kolfinna var í hópnum með Herði o.fl. en tók upp á þessu upp á sitt einsdæmi og vildi ekkert samstarf við Hörð og félaga. Hún er að reyna að kljúfa mótmælahreyfinguna.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:43
Ég er búin að vera að skoða færslur þeirra sem blogguðu við þessa frétt og ákvað að misnota síðuna þína til að bæta við athugasemd mína til Vésteins hér á undan. Ég skil núna hvað þú átt við. Ég veit ekkert hvað þú hefur fyrir þér í því að feðginin, Jón Baldvin og Kolfinna, hafi vísvitandi dreift röngum skilaboðum í sambandi við aðgerðirnar í Reykjavík í dag.
Ég, sem bý norður á Akureyri, vissi hins vegar að fundurinn byrjaði kl. 15:00 á Austurvelli en gangan í framhaldi hans kl. 16:00. Hins vegar er ég mjög tortryggin í garð Jóns Baldvins. Ég er ekki alveg tilbúin til að kaupa stakkaskiptin sem urðu á honum síðan hann var í pólitíkinni sjálfur... eða eru það engin stakkskipti??
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 01:48
Jón Baldvin er gamall refur sem kann sitt fag og hefur engu gleymt. Ég hef alveg átt það til að hrífast með þegar gagnrýni hans sker í gegn um lygar eins og heitur hnífur í gegn um volgt smér -- en ég sé mig ekki í anda greiða honum atkvæði í kosningum. Þau feðgin hafa náttúrlega sín sambönd í fjölmiðlum og pólitískum kreðsum, sem þau hafa að sjálfsögðu nýtt sér. Það getur líka varla verið tilviljun hvað fréttir voru misvísandi. Ég var á Austurvelli og rétt fyrir kl. 16 dreif að fjölda fólks sem hélt að það væri að koma á hin reglubundnu mótmæli. Þetta var ódýrt en meinlegt bragð.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:59
Ég vil gjarnan vita hvað þú hefur fyrir þér í þessu vésteinn þvi þetta er og var auglyst alstaðar þar a meðal á síðu nyrra tima http://www.nyirtimar.com/ kl 16
það er varla hægt að hafa slíka sundrungar kenningar ósannaðar og væri liklega best að tala við Hörð, Kolfinnu og rest til að fá úr því skorið.
Ég hef allavegna ekki verið meðvitaður um aðra timasetningu.
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 02:14
Reindar er Hörður ekki á listanum núna en það er Dr Gunni ekki heldur ?
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 02:18
Síðan Nýir tímar er í umsjá Kolfinnu og hún ræður því hvað er á henni. Hún var stofnuð sem málgagn eþssarar hreyfingar, en nú er Kolfinna að reyna að hædjakka hreyfingunni og skúbba Herði Torfa út. Ég talaði við Hörð sjálfan. Kolfinna vildi ekkert samstarf við hann. Ég skil ekki hvað hún meinar með því. Klofningur er ekki það sem okkur vantar.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 02:25
Ekki gott
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 07:04
Það er mikil synd að sundrung sé það fyrsta sem við gerum þegar möguleiki er á fjöldahreyfingu, en það ætti ekki að koma neinum á óvart. Eftir að hafa unnið að því um langt árabil að vekja þjóðina til meðvitundar um stóðiðjuæðið sem og umhverfisvernd hefur það oft valdið mér miklum vonbrigðum að upplifa sundrungina sem þar finnst. Endalausar grúbbur sem kljúfa sig frá og oftar en ekki sem fólk sýnir andúð gagnvart mismunandi aðferðum og þá er stutt í nætur hinna löngu hnífa. Oft var beðið um að fólk myndi ekki gagnrýna aðrar hreyfingar sem þó vinna að sömu málefnum opinberlega en það varð aldrei svo.
Við verðum sem þjóð að hætta þessum kóngakotungshætti og standa saman, það er aðeins þeim sem hafa stýrt þessu landi í þrot til þægðar að við séum sundruð. Fjöldahreyfing sem kallar eftir breytingum ætti að sýna fordæmi þess að hún geti í það minnsta lært að vinna saman en ekki gegn hvort öðru.
Það voru mikil vonbrigði að sjá að þessir tveir hópar hafi ekki getað unnið saman og í ofanálag ruglað fólk svo rækilega í ríminu að það missir trúnna á þessa leið til að fá útrás fyrir hulkinn innra með sér.
Birgitta Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:08
Hörður lagði fram hugmynd við Kolfinnu og Jón B um að sameina fundina þannig að fyrst yrði fundað á Austurvelli og síðan farið í blysför að ráðherrabústaðnum. Nei. Þessi hugmynd var of góð til að Kolfinna gæti gengið að henni.
Þessi Tjarnargötumótmæli eru skipulögð af Samfylkingunni sem spilar nú með báðum liðum, er bæði í stjórn og stjórnaradstöðu en það kallast "populismi" og er af allra verstu sort.
Það hefði komið stekar út að hafa einn fund.
Nú hlær ríkisstjórnin.
Annar fundur er boðaður á Austurvelli kl 15:00 á laugadaginn kemur og það eru engir stjórmálaflokkar sem eru þar á bak við.
11 (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:55
Ég verð að viðurkenna að ég er nú bara ekki það mikið inni hlutunum til að vita þetta, ég vil samt biðja ykkur í að fara varlega í að fara úti alla hluti sem gætu stuðlað að frekari sundrungu þar til botn fæst i þetta.
við verðum að standa saman
Sameinað Ísland
þó við förum í mótmæli þá þýðir það ekki að við tilbyðjum eða kjósum forsvarsmenn mótmælana.
Ég vil meina að öll mótmæli eru góð, þvi fleiri þvi betir og efa þessir 2 hópar geta ekki komið sér saman er þá ekki bara að stofna 3 möguleikann sem sameinar þá 2 ?
Það eru ekki til vandamál aðeins lausnir, finnum lausn.
Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 14:08
Vésteinn! Ég sé núna að það sem þú bentir á um klofninginn í hópi skipuleggjenda mótmælanna í gær er rétt. Ég vildi ekki trúa því og var þess vegna of fljót á mér að draga orð þín í efa. Ég bið þig afsökunar á því. Ég vil taka það fram að ég hef sjálf ekkert á móti Herði Torfasyni. Ég er líka á þeirri skoðun að flokkadrættir af því tagi sem áttu sér stað í sambandi við skipulag og auglýsingar á aðgerðunum í Reykjavík eru síst til að skila þeim árangri sem okkur dreymir um.
Ég skoðaði athugasemdir við bloggfærslur um mótmælin um síðustu helgi og komst að því að sennilega hef ég dregið ranga ályktun varðandi gagnrýnina á mótmælin þá. Það sem ég taldi að ætti við Hörð hefur sennilega átt við um einhvern annan sem kom fram þá og spilaði á gítar og söng. Þar sem ég var ekki á staðnum (bý á Akureyri) þá get ég ekki giskað á um hvern er verið að tala.
Í sjálfu sér finnst mér það ekki skipta öllu máli. Mér finnst það jákvætt að þjóðin skuli standa saman og sýna vonbrigði sín og vandlætingu með framgöngu stjórnvalda sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna. En ég tek undir hvert orð Birgittu Jónsdóttur hér að ofan. Það er áríðandi að þeir sem eru óánægðir standi saman.
Þessir flokkadrættir og sundrung er mjög neikvæð og í versta falli hættuleg. Hún verður til þess að þeir sem eru tilbúnir til að láta óánægju sína í ljós og taka þátt í mótmælum af þessu tagi ákveða að sitja frekar heima. Þannig er líka auðvelt fyrir alla þá sem mótmælendur vilja ná til að sniðganga það sem er aðalatriði þessara mótmæla.
Ég stend alla vega í þeirri meiningu að allir séu sammála um að það eru aðgerðir núverandi stjórnenda Seðlabankans og þeirra sem leiða stjórnarsamstarfið sem hafa komið þjóðinni í þá stöðu sem blasir við okkur núna. Við viljum að þeir sýni ábyrgð og taki afleiðingum gjörða sinna. Við getum ekki sætt okkur við að þeir sem unnu þjóðinni bæði fjárhagslegt tjón og tjón á virðingu hennar út á við sitji enn við stjórnvölinn og vinni að björgunaraðgerðum. Við treystum þeim einfaldlega ekki til þess!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:10
Þetta er bara týpísk upplausn !
Stefanía, 27.10.2008 kl. 00:06
Ekki átta ég mig á því hvaða gítaristi þetta var sem fólk var óhresst með, og satt að segja á ég bágt með að trúa því að fólk setji það fyrir sig sem eitthvað aðalatriði.
Auðvitað þurfum við öll að standa saman og megum ekki láta stjórnarandstöðuarm Samfylkingarinnar (!) splitta þessu og afvegaleiða hreyfinguna.
Næsti mótmælafundur er á laugardaginn klukkan 15:00 á Austurvelli. Ég vonast til að sjá alla sem geta komist.
Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 00:23
Takk fyrir þetta Vésteinn. ég mæti.
Ég hef lika verið í sambandi við Kolfinnu og vil ég biðja fólk að róa sig í samsæriskenningunum og með enhverja splittun þar sem þetta er alls ekki svona í raunveruleikanum þó vissulega áhveðið ósætti sé milli þeirra tveggja skipuleggjanda mótmælana og vil ég þar benda á statement á heimasíðu Harðar Torfa sem ég reindi að ná sambandi við í dag til að heyra hanns hliðs málsins.
Bæði mótmælinn eru góð og stuðningur fyrrverandi utanríkisráðherra gerði þaug sýnileg um allann heim sem er mjög gott fyrir okkur öll að komandi kynslóðir hafi það documenterað að okkur var ekki sama.
Stondum saman
stuðlum að einingu
Sameinað Ísland
Mótmælum öll
Johann Trast Palmason, 27.10.2008 kl. 00:36
Þetta er rétta viðhorfið
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:42
Sammála því. Við eigum ekki að eyða orkunni í vitleysu heldur beina spjótunum að (a) seðlabankanum, (b) ríkisstjórninni og umfram allt (c) auðvaldinu!
Sjáumst ekki seinna en á laugardaginn kl. 15!
Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 01:03
sammála síðustu ræðumönnum, reynum að standa saman - held að það væri frábær lausn ef blysmótmæli yrðu flutt á sunnudaga til að fyrirbyggja allan misskilning. það er allt of mikið að vera úti um hávetur í tvo tíma.
Birgitta Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 11:03
mér þykir leiðinlegt að þú þurfir að persónugera mótmæli sem eru eina vopn alþýðunar og gera litið úr þeim þar sem þú skilur ekkert eftir annað handa fólki til að láta í ser heira eða gera sig sýnilegt. það er bara mjög sad viðhorf.
Fólk er að finna til á íslandi í dag og það er fólk sem hefur samkend með þvi sem styður það, sama hvaða nöfn það ber eða hvaða skoðanir það hefur þa er þetta velmeinandi fólk
mér finnst þessar samsæriskenningar mjög íllar og í raun mjög ethvað sjálfstæðisflokkslegear til að kæfa alþýðuna til hlíðni.
í þessum mótmælum voru margar ólikar fylkingar með ólikar áheyrslur sem þó gátu fundið farveg saman til að láta í ljós vanþóknun sína og var hverjum sem er frjálst að mótmæla þvi sem hann vildi. það kalla eg mjög lýðræðisleg mótmæli,
það var líka fólk þarna frá ýmsum félagasamtökum og öllum flokkum nema einum. Sjálfstæðisflokknum hann afþakkaði boð um að vera með.
þess vegna tel ég þennann sundrungar áróður þinn ace mjög sorglegan og sjálfstæðisflokkslegan. Ertu viss um hvaða málstað svona komment þjónar?
Það er allavegna ekki að gera mikið fyrir allt folkið sem kom á staðinn til að láta sig verða sýnilegt i fjöldanum.
Johann Trast Palmason, 28.10.2008 kl. 02:37
Ég vil byðja þig afsökunar á óumburðarlyndi mínu gagnvart skoðunum þínum sem þú sannarlega átt fullann rétt á að hafa og tjá eins og hver annar borgari.
Ég hef sofið lítið og er frekar þreittur á að persónur sem sýndu stuðning sinn við mótmæli séu oft notuð til að gera lítið úr þeim og tek ég orð þín fyrir þvi að það hafi ekki verið ætlun þín.
það er bara mikill áróður gegn þessum mótmælum, og reint er að splitta alþýðuni gegn sjálfri sér, fréttir ritskoðaðar og ruv neitar að fjalla td um þaug. Mér ofbýður bara þessi meðferð á borgurum og rétti þeirra.
Við verðum að standa saman.
En og aftur kæri Ace viðurkenni ég breiskleika minn og bið þig afsökunar á framfæri mínu gagnvart þer.
við munum starfa með Herði og Hörður með okkur þetta er nefnilega mótmæli fólksins gegn kúgun stjórnvalda en ekki þeirra sem standa á bak við eða þeirra sem sýna stuðning sinn og gera þaug sýnilegri
Sameinað Ísland.
Johann Trast Palmason, 28.10.2008 kl. 14:39
Á morgun, laugardag 1. nóvember, eru stór útimótmæli gegn ríkisstjórninni. Krefjumst afsagnar óhæfra stjórnmálamanna, brottrekstrar óhæfra embættismanna og afnáms óhæfs kerfis! Klukkan 15 á Austurvelli! Látið það berast!
Vésteinn Valgarðsson, 31.10.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.