Færsluflokkur: Kjaramál
Berjast fyrir Ísland !
9.1.2010 | 10:49
Hvenær ætlar þessi þjóð að læra ?
Hætta þessum flokka átrúnaði og áróðri og fara að líta á sig sem Íslendinga?
Hvað er best fyrir Ísland ?
Berjast fyrir Ísland ?
Það er lífsnauðsynlegt ef við ætlum að ná okkur uppúr þessu og ekki
lenda í sama farinu aftur að við fáum að kjósa einstaklinga i stað
flokka.
Það væri lýðræði og myndi stuðla að mun hæfari meirihluta á þingi þar sem það myndi grisja burtu hismið sem fylgir híðinu.
60% andvíg Icesave-lögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingrímur með lögheimili hja foreldrum
10.8.2009 | 16:45
Siðast þegar hann var ráðherra saug hann kerfið án þess að skammast sín með að fá aukalega greitt fyrir að hafa lögheimili sitt skráð hjá foreldrum sínum.
Ef þetta er til marks á viti hans á fjármálum og tækifærismennsku því ætti að taka hann trúanlegan núna ?
Sönnunargögn og grein birt hér að neðan.
Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lalli Jones Mótmælir Efnahagsástandinu (mynd)
29.1.2009 | 12:51
Lárus nokkur Jones mætti á Austurvöll í dag og sagðist vera farinn að finna hart fyrir kreppunni og mótmælti harðlega seinagangi og sleni stjórnavalda í efnahagsástandinu sem hann sagði merkilega duglaus að slá skjaldborg utan um heimilin í landinu meðan eignir landsmanna brynnu upp og væri nú ekkert að hafa lengur uppúr heiðarlegum innbrotum í landinu og atvinnuvegur hans og lífsstarf þannig lagt í rúst svo að ekki væri lengur hægt að kæra hann fyrir þjófnað og keyra austur fyrir fjall eins og venjan væri til á þessum köldustu mánuðum ársins.
Ásakaði Lalli Jones Ríkisvaldið um að misnota aðstöðu sína sem markaðs ráðandi afl í þjófnaði og íhugar að kæra til samkeppnisráðs.
Mætti Lárus gífurlegum fögnuði fyrrverandi viðskiptavina sinna sem og félagssamtökum um hagsmuni heimilanna sem tóku undir með honum og kom nú fyrir skömmu yfirlýsing frá tryggingarfélögum og félagi verslunareiganda landsins sem segjast taka undir með Lárusi þar sem ekki er hægt að selja tryggingar við slíku eða bæta ríkisþjófnað.
Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)