22 Myndir Frá Iðnó og Pistill

Mikið var rætt og fékk fólk að fronta ráðamenn sem sátu undir svörum. Tel ég slíka gjörninga mjög mikilvæga og bráðnauðsynlega. Bæði Steingrímur J og Magnús Þór Hafsteinsson vildu að yrði boðað til kosninga sem snarast. Púað var ítrekað á Illuga og Valgerði sem sögð var guðmóðir útrásarinnar.

Allir þingmenn virtust vera á einu máli um að afnema bæri verðtrygginguna og rétta á eftirlauna frumvarpið sem engin virtist kannast við að hafa stutt.

Einungis svaramaður samfylkingarinnar sagði að það væri ekki hægt að afnema verðtrygginguna og varði hana og eftirlaunafrumvarpið sem og samstarf samfylkingarinnar við sjálfstæðisflokkinn sem hann sagði ganga glimrandi vel við mikinn ófögnuð viðstaddra sem allir vildu helst sjá ríkistjórn vinstri græna og samfylkingarinnar.

Hef þetta ekki mikið meira hér eru myndir sem ég smellti af við tækifærið

Njótið.

b2b1b4b5b7b8b15b6b9b10b16b19b18b22.jpgb3b17b20b13b12b14


mbl.is Fjölmenni í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tókstu myndir á Austurvelli í dag, Jóhann Þröstur?

Mig langar að segja Grétari Eir að það voru ekki skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli sem stóðu fyrir eggjakastinu. Beðið var sérstaklega um það í upphafi fundar að fólk væri og færi með friði og að mótmælin væru friðsamleg.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Rétt Hörður myndi aldrei standa fyrir eða leggja nafn sitt við slík mótmæli. þetta voru öfgafullir mótmælendur og taktikarnar líkar þeim sem oft má sja erlendis frá. Hvað sem fólki finnst um þeirra statement vekur það mikkla athyggli og er þeirra hluti af mótmælunum og lyðræðislegur réttur til að tjá sig, þo það væri brot á lögum voru þeir tilbúnir að taka þvi fyrir sinn malstað sem þeir meina gott fyrir okkur öll.

Svona virkar bara lýðræðið og við verðum að leifa fólki að hafa frjálst val svo lengi sem það er tilbúið að taka afleiðingum gerða sinna.

Það hefur ekkert með Hörð að gera og ég er feginn að fólk sjái það.

Lára eg er að vinna um 80 myndir frá i dag set þær inn á eftir.

Johann Trast Palmason, 8.11.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek heilshugar undir það sem þið segið um Hörð, strákar. Hann er allt sem þið nefnið og meira til, svo mikið er víst.

Ég er að skrifa pistil um umfjöllun fjölmiðla um fundinn sem ég er ekki par ánægð með. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að mótmæla á sinn máta, en verst fannst mér að umfjöllun fjölmiðla er nær eingöngu um eggjakastið og Bónusfánann. Hvergi er minnst á fínar þrumuræður t.d. Sigurbjargar og Einars Más heldur einblínt á "óeirðir" eða "uppþot".

Bíð spennt eftir myndunum þínum og ég er viss um að þú leyfir mér að fá nokkrar lánaðar til að birta hjá mér. Ég ætla líka að linka í pistilinn þinn með myndunum af borgarafundinum. Ég fór líka þangað en fékk ekki sæti og stóð lengst af í anddyrinu eða úti. Allt of lítill salur.

Ég var sjálf með litla myndavél en svo illa vildi til að batteríið tæmdist rétt áður en fundurinn á Austurvelli var að byrja svo það varð lítið úr myndatöku.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Jæja þær eru komnar inn, ég skýrði fra vandhvæðum mínum með þær fyrir ofan þær og já að sjálfsögðu mattu gera það sem þú villt Lára við þær

Höldum mótmælunum lifandi á vefnum

stöndum saman

Johann Trast Palmason, 8.11.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband