Færsluflokkur: Bílar og akstur

Opið bréf til yfirmanna Lýsingar.

 Sendi fyrirtækinu Lýsingu þetta bréf. pósta því hér lika þá kannski skilar það sér á réttan stað þar sem ég fann hvergi net póst föng yfirmanna lýsingar og þurfti að senda þetta á almennt meil.

Til Yfirmanna lýsingar Áframsendist.

¨Þá segir í yfirlýsingunni að sú fullyrðing, að Lýsing hf. sé að leysa til sín leigumuni þegar ekki hefur verið greitt af samningum í einn til tvo mánuði sé ekki rétt. „Lýsing hf. reynir eftir fremsta megni að finna leiðir með sínum viðskiptamönnum svo þeir geti uppfyllt gerða samninga."

Ég vil vitna í þessa yfirlýsingu frá lýsingu Þar sem þetta er ekki mín reynsla af fyrirtækinu og virðast þeir þjónustufulltrúar sem ég hef talað við algerlega skilningslausir á þetta og jafnframt áhugalausir og fela sig bak við reglugerðir og segja ekkert þýði að tala við yfirmenn sína sem jafnframt sendu út þessa yfirlýsingu.

Síðast í dag reyndi ég að tala við þjónustufulltrúa nokkurn um skuld mína gagnvart lýsingu og vildi reina að finna einhverja leið til þess að komast til móts við félagið og byrja að borga skuldir mínar niður aftur eftir skamma hríð.

Ósveigjanleikinn var algjör og heimtaði hún 75 þus kr með sólahringsfyrirvara af manni sem gengur á félagsmálastyrk í augnablikinu og það jafnvel þó ég segði henni að líkur væri til þess að sú staða myndi breytast í næsta mánuði.

Ekki skil ég að fyrirtækið vilji kalla inn verðlausan bil sem keyptur var sem vinnu bíll bil sem þeir fá ekkert fyrir og hrinda mér þannig yfir í gjaldþrot og sitja uppi með allan kostnað sjálfir.

Mín reynsla er af lýsingu að þegar i haust þegar stefndi i óefni hjá mér útaf efnahagsástandinu hafði ég samband við þjónustu fulltrúa fyrirtækisins tilbúin að ræða við þá og leita einhverrar lausnar og svörin sem ég fékk til baka voru hótunarbréf með lögfræðing og svo uppsögn á samning og þó er ég er en með bílinn sem er vita verðlaus.

Það þýðir ekkert að segjast að hafa hringt í símanúmer sem er ekki einu sinni skráð á mitt nafn og skilið eftir skilaboð á því talhólfi þegar eg hef verið með annað í rúmt eitt og hálft ár og ítrekað haft samband við ykkur úr því sem ég nota og fengið þjónustu fulltrúa ykkar til að hringja i það sem er á mínu nafni og nú seinast í dag og varð ég hreinlega að spyrja útí hvaða númer þeir væru eiginlega að hringja í þar sem ég hef ekkert orðið var við slíkar tilraunir þó lýsing skrái þær niður sjálf.

Og að dirfast að segja að það sé á mína ábyrgð er hreinlega ósvífni.

Hverslags viðskiptahættir eru það að koma út í tapi ? Nú það er það sem þjónustufulltrúar ykkar eru að leggja upp fyrir ykkur.

Ég vil gjarnan fá að tala við einhvern sem fær enhverru ráðið og vinnur eftir þessari yfirlýsingu fyrirtækisins til að finna sameiginlega lausn sem er raunhæf.

síminn minn er 8965139

Virðingarfyllst

Jóhann Þröstur Pálmason

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband