Haarde talar af sér. Svikamilla og stjórnunartaktík valdhafa verður skýrari.

En það má reyndar líka halda því fram, að þjóð, sem setur okkar á lista með hryðjuverkamönnum; setur eitt fyrirtæki á Íslandi í félagsskap með al-Qaeda, talibönum, Súdan, Norður-Kóreu og fleiri slíkum aðilum, allskyns fjöldamorðingjum, slíkir aðilar eiga kannski ekkert sérstakt inni hjá okkur," sagði Geir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti það sem skilyrði fyrir efnahagsaðstoð, m.a. að kröfu Breta, að gert verði upp við Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

er það ekki Björgúlfeðgar sem komu okkur þangað ? Eiga þeir ekkert cash ? bera þeir enga ábyrgð ?

Hann sagði að ríkisstjórnin vildi koma málinu í skynsamlegan farveg, losna við að greiða féð og sjá síðan til hvort eignir Landsbankans í Bretlandi gætu nýst til að greiða reikninginn. „Þá þurfum við að eiga samstarf við bresk yfirvöld um að vernda þessar eignir þannig að þær eyðileggist ekki og geti komið upp í reikninginn. Þess vegna þurfum við að tala saman og vera í samstarfi," sagði Geir.

Hvernig þið getið þá selt straumi félagi Björgúlfsfeðga þær aftur og skifta þeim á milli ykkar og velvildarmanna ykkar þá ?
 

Hvað er ég búinn að vera að seigja í síðustu bloggum ?

Og nú viðurkennir Geir það sjálfur?

Það var aldrei ísland heldur landsbankinn sem var á þessum lista.

Svo hraunar fólk yfir mig fyrir að hafa reint að benda á þetta ?

Við verðum að fara að vakna úr dvalanum og sjá í gegnum blekkingar auðvaldsins og hvernig það spilar með okkur til að viðhalda eigin völdum og auði.

Íslendingar vaknið

Stöndum saman

Neitum að taka þátt í þessu

Það var annars ríkisstarfsmaður að banka á dyrnar hjá mer með bréf þar sem mér er birt fjárnám viku fyrir dagsetningu þess tíma sem hún á að vera birt mér.

Yfirvöld hafa fundið högg á mér smávægilega skuld sem ég ber gagnvart ríkinu og þeir ætla að gera mig gjaldþrota, senda lögvaldið á heimili mitt og taka það sem þeim sýnist og þetta gerist á mög miklum hraða.

Skildi þetta blogg hafa ethvað með það að gera ?


Ótrúlegt hvað líf mitt hefur breyst eftir hrun bankana. Fyrir það var ég í vellaunaðri vinnu, gerði samninga þar sem mer var boðinn hlutur í fyrirtæki og átti að stofna annað utanum ljósmyndun mína.

Þetta hvarf allt með hruni Bankana. Til að byrja með beið ég og reindi að sjá til hvort þetta myndi ekki reddast, en ástandið varð verra og þegar ég kláraði síðustu verkefnin var ekki fleiri eftir. Þá fór ég og stimplaði mig atvinnulausan í fyrsta sinn minnir mig frá 94. Á vinnumálastofnun er mér neitað um bætur og ég sendur á náð félagsmálastofnunar. Og nú stefnir hið íslenska ríki mér í fjárnám og gjaldþrot.

Ótrúlegt hvað hlutir geta breyst hratt. Ótrúlegt.

það er ekki séns að redda þessu fyrir mig í dag eins og ástandið er, og það ætti ríkið best að vita og hafa skilning á.

Og munið..

Aldrei Aftur X-D.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálstæðisflokkur verður að hverfa

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:38

2 identicon

Eftir að hafa lesið yfir þetta rambl þá mun ég kjósa xD næst...

Þetta fullvissaði mig um að ég þyrfti að passa mig á að kjósa ekki eins og þú...

KK (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:38

3 identicon

Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

Nína S (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: DanTh

KK, þú ert ágætur með dusilmennunum, haltu þig bara þar sem þeir eru.  Það er gott að vita að xD er fyrir þig litli stuttbuxnadrengur.

DanTh, 22.10.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Johann Trast Palmason

Kaldhæðni þín KK fær mig til að brosa smá af þessu öllu takk fyrir það

Johann Trast Palmason, 22.10.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað skreið upp í afturendann á KK og dó?

Ég setti upp síðuna www.nyjaisland.is til að fólk gæti rætt um stöðuna, komið með hugmyndir að betri framtíð og veitt ráðamönnum aðhald. Skrái sig nógu margir, getum við orðið nógu sterk til að skipta máli.

Ein spjallrásin á Nýja Íslandi heitir Mín Saga. Þar getur fólk sagt sína sögu af því hvaða áhrif bankahrunið hafði á líf þess. Jóhann, mér sýnist að þín saga eigi erindi þar inn.

Villi Asgeirsson, 22.10.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég tékka á því villi. takk fyrir þetta.

Johann Trast Palmason, 22.10.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jói, hvernig fórstu að því að trúa því að fjárnám vegna einhvers sem er nú þegar búið að birta þér geti verið út af bankahruninu?

Þú hefur augljóslega verið með eitthvað mun eldra mál sem að þú hefur ekki getað staðið við, er það ekki?

Skil þó að sjálfsögðu afar vel stöðu þína. Skelltu þér bara með okkur hinum aftur í skóla ;)  Aldrei að vita hverju það skilar og er hressandi fyrir líkama og sál.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 00:11

9 Smámynd: Johann Trast Palmason

Baldvin það er ekki útaf bankamálinu heldur skuld sem er frá þvi í sumar, og ég ætlaði að borga um mánaðarmótinn. það hefði sloppið hefðu bankarnir ekki hrunið.

Johann Trast Palmason, 23.10.2008 kl. 01:00

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Skil þig. Áttirðu svona mikið í hlutabréfum?

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 11:46

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tek fram hérna að ég og Jóhann þekkjumst vel utan netheima, að öðrum kosti fyndist mér ekki eðlilegt að spyrja hann þessara persónulegu spurninga hérna. En þú, JÞP, er afar einlægur hérna með þín mál.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 11:47

12 Smámynd: Johann Trast Palmason

Nei þetta voru launasamningar Baldvin ég er góður starfskraftur sem átti að tryggja með að fá mig inni rekstur fyrirtækisins með þessu.

Johann Trast Palmason, 23.10.2008 kl. 12:58

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Æji, mjög leiðinlegt að heyra. Mæli þó enn og aftur með því að fara í nám núna ;)  Það verða ekki mörg verkefnin á lausu næstu 2-3 árin hvort eð er.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband