Geir Haarde Bregst Íslandi einu sinni enn.

Að Geir Haarde skuli ennþá halda hlífiskildi, yfir vanhæfni og mistökum seðlabankastjórnarinnar í stað þess að sýna styrk og leiðtoga hæfileika og skipta út stjórninni gerir ótrúlega lítið úr menntun hans sem hagfræðings og jaðrar ef það er ekki bein föðurlandssvik.

Davið hefði skipt Geir út á deginum þannig var Davið sem forsætisráðherra.

Geir ! Davið Oddsyni er sama um þig og okkur, reyndu að fara að átta þig á því

Geir mun falla með Davíð og sjálfstæðisflokkurinn með þeim, því það eru takmörk sett hve lengi samfylkingin hefur þolinmæði með þessari spillingu og valdaníðslu í pólitísku vændi sjálfstæðisflokksins.

Vitnum nú í Hr Jón Baldvin Hannibalsson sjálfan frá í dag, vini alþýðunar og Föðurlandsins íslands, hann hefur engu að tapa og þorir að seigja okkur sannleikann, hann af öllum ætti að þekkja hann best.

 Ef seðlabankastjóri harðneitar að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna og bera ábyrgð á gerðum sínum með að víkja ásamt með öðrum í seðlabankastjórn. Þannig að hægt sé að endurreisa traust. Það er ekki hægt að koma frammi fyrir erlenda skuldunauta og stofnanir með þennan sama seðlabankastjóra. Það er bara ekki hægt. Það er alveg sama hvaða nafn maðurinn ber og hver hann er. þá er bara staðreindinn sú að við verðum að skipta þar um áhöfn, afþvi að við verðum að reina að byggja aftur upp traust. Og það hljótum við að gera með nýjum mönnum.

Nú ef að þetta gengur ekkert eftir. Þá getur stjórnin ekki ráðið við verkefni sín.

Og hvað eigum við þá að gera ?


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Heimskulegar pælingar !

Stefanía, 20.10.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

Það kann að vera að þér finnist allt annað en sjálfstæðismenn heimskulegt en það verður gaman að heyra hljóðið í þér þegar þu ferð að finna fyrir afleiðingum þessa allt þvi þetta er varla byrjað.

líklega er hugarfarið þitt hluti af meininu þar sem þu drullar yfir ókunuga á síðum þeirra, ætli það seigji ekki meir um þig sem manneskju en nokkuð annað.

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Stefanía

Þú ert nú full stórorður. Ég er ekki sjálfstæðismanneskja í orðsins fyllstu...ef þú heldur það, en er alin upp við að lifa spart og hef alltaf gert, kvíði þessvegna engu !

Stefanía, 20.10.2008 kl. 02:23

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

ég byðst auðmjúklega afsökunar á framkomu minni gagnvart þer og sérstaklega að hafa kallað þig sjalfstæðismanneskju fyrst þu ert það ekk i

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 02:28

5 Smámynd: Stefanía

Góður !  Takk, takk.  Reyndar hef ég ekki séð neinn skárri kost hingað til, en svo bregðast krosstré sem önnur.

Stefanía, 20.10.2008 kl. 02:32

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég er sko allt annað en sammála Stefaníu!

 Þessar pælingar eru langt í frá heimskulegar, þvert á móti afar grundaðar og skynsamlegar.

Raunar álit alls hins viti borna heims í hnotskurn!

Kristján H Theódórsson, 20.10.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband